14.9.2014 | 00:54
Vindáttatíðni í háloftunum [enn og aftur]
Við lítum nú á vindáttatíðni í háloftunum. Ætli tilefnið sé ekki vangaveltur um stór öskugos - ólíklegt ekki satt - nema hvað?
Við tökum nokkra þrýstifleti og teljum vindáttir í háloftaathugunum yfir Keflavík síðan 1973. Við byrjum uppi í 850 hPa - sá flötur er oftast í 1300 til 1500 metra hæð - stundum neðar. Hæstu fjöll landsins ná upp í hann og þess vegna er varla hægt að búast við því að vindáttatíðnin sé sú sama alls staðar á landinu og í kringum það.
Vanir menn sjá að hér er ekki um alveg venjulega vindrós að ræða - en hún sýnir samt það sama og þær venjulegu. Hvert 10-gráðu áttabil er merkt með punkti, því algengari sem áttin er því lengra er punktur hennar frá miðju myndarinnar. Bláar línur eru dregnar á milli punktanna - og miðjan að lokum lituð í gráum lit. Eins og langflestum tegundum vindrósa sýnir þessi hvaða átt vindurinn blæs ÚR. Við verðum að vara okkur á því að ekki er samband á milli flatarmáls litaða svæðisins og áttatíðninnar, hvorki á þessari gerð rósar né hinni hefðbundnu. Fjarlægðin frá miðjunni skiptir ein máli.
Í 850 hPa er vindur algengastur úr suðvestri, norðnorðaustri og austsuðaustri yfir Keflavík. Suðlægar áttir eru algengari heldur en norðlægar, 60% suðlægar á móti 40% norðlægum. Austlægar áttir eru ívið algengari heldur en vestlægar, 53% austlægar á móti 47% vestlægum. Norðvestlægar áttir eru ívið sjaldgæfari (17%) heldur en norðaustlægar (23%), suðaustlægar (30%) og suðvestlægar (30%).
Ekkert mjög afgerandi hér, 850 hPa-flöturinn er oftast niðri í svonefndu jaðarlagi lofthjúpsins - í góðu sambandi við neðri vinda og yfirborð jarðar. Niðri við sjávarmál eru austlægar áttir algengastar víðast hvar á landinu - nema í mjög hægum vindi. Uppi í 1400 metra hæð er austanáttin aðeins farin að tapa valdi sínu til vestlægu áttanna.
Öskumekkir og vindáttatíðni í 850 hPa? Ja, kannski segir hún ekki svo mikið - loðin sem hún er. En uppi í 500 hPa gegnir öðru máli.
Hér erum við í veðrahvolfinu miðju. Suðvestanáttin er orðin eindregnari, hirðir 40% athugana. Vestlægu áttirnar eru komnar upp í 64% - á kostnað þeirra austlægu. Stefnan liggur til Bretlandseyja í 24% tilvika (tíðni norðvestanáttarinnar).
Næst er það 300 hPa-flöturinn.
Þessi flötur er nærri veðrahvörfum hér við land, oft í 9 km hæð. Vestlægu áttirnar komnar upp í 70%, norðaustanáttin niður í 10%.
Upp fyrir veðrahvörfin - upp í neðri hluta heiðhvolfs þar sem þrýstingur er 100 hPa - aðeins 10. hluti þess sem er við sjávarmál. Við erum í 16 km hæð.
Hér eru vestlægu áttirnar allsráðandi, vindur blæs úr þeim áttum 83% tímans og langoftast úr geiranum milli suðurs og vesturs. Norðaustanáttin fær aðeins 5% í sinn hlut. Taka má eftir því að norðvestlægu áttirnar hafa breyst minnst - eftir að komið var upp úr jaðarlaginu. Hlutur þeirra er nánast sá sami í 500, 300 og 100 hPa-flötunum.
Efsti flöturinn sem við lítum á er 30 hPa, í 24 km hæð.
Hér ber annað við. Austlægu áttirnar áttu aðeins 17% í 100 hPa - en eiga hér 44%. Þetta kemur til af því að á sumrin skiptir algjörlega um átt í heiðhvolfinu - hungurdiskar hafa ítrekað sagt frá því. Vestanátt er ríkjandi á vetrum - en austanátt að sumarlagi.
Þetta dugar - í bili.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 68
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 2312
- Frá upphafi: 2411732
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 1970
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.