13.9.2014 | 01:27
Þurrt loft yfir landinu
Á morgun, laugardaginn 13. september, verður þurrt loft yfir landinu. Var það reyndar líka síðdegis í dag (föstudag). Sá þurrkur virtist koma með vestanáttinni hvössu ofan að frá Grænlandi. Þurrkur morgundagsins - alla vega sá yfir Vesturlandi er hins vegar eitthvað flóknara mál - við látum vera að fimbulfamba um það.
Fyrsta kortið sýnir rakastig eins og harmonie-spálíkan Veðurstofunnar segir það verða um kl. 15 á morgun, laugardag.
Hér er aðalþurrkurinn austanlands - eins og vera ber í suðvestan- og vestanáttinni. Þar sjást mjög lágar tölur (prósentur), jafnvel niður undir 20 prósent á Héraði og yfir eldgosaslóðum í Holuhrauni. Snæfellsnesfjallgarðurinn á Vesturlandi er hins vegar hulinn skýjum - en rakastig undir 70 prósentum í Borgarfirði og á höfuðborgarsvæðinu. Einkennilegir hárakablettir eru undan Austur- og Norðausturlandi - er líkanið í flippi - eða verður þetta svona?
Ef við hoppum upp um einn staðalþrýstiflöt og lítum á rakann í 925 hPa kemur í ljós að þar er skraufþurrt loft á ferð - rétt í Esjuhæð.
Ský eru á Snæfellsnesi - en yfir Faxaflóa er ævintýralega þurrt loft - rakastigið undir 10 prósentum. Svona nokkuð sést furðuoft í líkönum - en er á mörkum hins trúlega. Hér hlýtur að vera um mikið niðurstreymi að ræða - ekki sést úr hvaða hæð þetta loft er upphaflega komið. Líkanið fær það í fangið - nokkurn veginn í þessari hæð úr heimslíkani evrópureiknimiðstöðvarinnar.
En hversu þykkt er þetta þurra lag? Svar við því fæst á þriðju myndinni sem sýnir rakasnið sama tíma úr harmonie-líkaninu.
Sjá má legu þversniðsins á litlu myndinni í efra hægra horni, það liggur frá suðri til norðurs eftir 23. lengdarbaugnum. Litirnir sýna rakastigið - heildregnar línur jafngildismættishitann í sniðinu (höfum ekki áhyggjur af honum í þetta sinn) en hvítar strikalínur sýna eðlisraka - hversu mikil vatnsgufa (í grömmum) er í hverju kílói lofts. Myndin skýrist eitthvað við stækkun.
Hér sést þurra loftið sérlega vel - það rétt nær niður í 925 hPa (sjá lóðrétta kvarðann) og síðan upp í um 800 hPa, milli tveggja og þriggja kílómetra. Þar fyrir ofan er rakara - miðský (og háský) frá lægðakerfi sem nálgast annað kvöld. Þurrara loft er þar enn ofan við.
Rakara loft liggur sem klessa yfir Faxaflóa neðst vinstra megin á myndinni. Sunnan- og suðvestanátt er í lofti og býr til bylgju yfir Snæfellsnesi - hún nær að hræra þurrasta loftinu saman við rakara loft fyrir ofan. Rakastigið er talsvert hærra yfir Breiðafirði heldur en Faxaflóa.
Svona er það - segir líkanið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 75
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 2319
- Frá upphafi: 2411739
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 1976
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.