5.9.2014 | 00:52
Í leit að haustinu 2
Við höldum áfram leitinni að haustinu meðal annarra árstíða. Alþjóðaárstíðirnar fjórar eru jafnlangar: Vetur = desember til febrúar, vor = mars til maí, sumar = júní til ágúst og haust = september til nóvember. Óþægindi þessarar skiptingar fyrir okkur er að mars getur varla talist vormánuður, svo oft er hann kaldasti mánuður ársins.
Hér einbeitum við okkur að skiptingu í árstíðir eftir hita. Eigi árstíðirnar fjórar að vera jafnlangar er ekki óeðlilegt að þeir 91 dagar sem eru að meðaltali hlýjastir á landinu á árinu grípi sumarið og þeir 91 sem kaldastir eru teljist til vetrar. Í síðasta pistli reiknuðum við meðalhita hvers almanaksdags ársins og notum nú þann reikning áfram - og teljum. Í ljós kemur að um það bil 91 dagur er að meðaltali hlýrri en 7,5 stig. Það er þá sumarið. Vetrarmegin eru 91 dagur kaldari en -0,4 stig. Þetta má sjá á mynd.
Á myndinni má sjá að 7,5 stiga tímabilið byrjar þann 8. júní - það er þá upphaf sumars - en endar 11. september. Það eru fleiri dagar en 91 - en sumarið stelur aukadögunum frá vori og hausti. Þetta er skiljanlegra varðandi veturinn. Landsmeðalhitinn dettur niður fyrir -0,4 stig 16. desember og fer upp fyrir hann aftur 27. mars. Ef við rýnum í línuritið sjáum við að nokkrir dagar inni í miðjum vetri, einkum í febrúar og líka um miðjan mars, eru með vorhita - við getum varla talið þá til vorsins vegna þess hversu stakir þeir eru - þetta er suð í gögnunum.
Þar sem bæði sumar og vetur eru að stela dögum frá vori og hausti verða milliárstíðirnar aðeins styttri heldur en hinar. Sérstaklega á þetta við um vorið sem er á myndinni ekki nema tveir og hálfur mánuður - það stelur ekki dögum í staðinn eins og haustið gerir. Haustið er nefnilega rétt rúmir þrír mánuðir að lengd. Stendur frá 11. september til 16. desember. Ekki er fráleitt að sætta sig við að haustið byrji 11. september. En kannski er það of snemmt. Er sumarbyrjun 8. júní eðlileg?
Eins og öll veðurnörd vita telur Veðurstofan vetur ná yfir mánuðina fjóra frá desember til mars og sumarið telst líka fjórir mánuðir, júní til september. Þetta þýðir að vor og haust eru aðeins tveir mánuðir, hvor árstíð. Sumarið fær nú 120 daga, til að þeir náist í hús þarf að lækka inntökugjaldið niður í 6,0 stig, einu og hálfu stigi neðar heldur en 7,5 stig 90 daga sumarsins. Eru þær kröfur orðnar of linar? Í nágrannalöndum okkar í austri taka menn ekki í mál að telja neitt til sumarsins sem lægra er heldur en 10 stig.
Til að innbyrða 120 daga þarf aðeins að hækka vetraraðgöngugjaldið um 0,4 stig, úr -0,4 upp í 0,0. Þetta sýnir vel hversu flatur vetrarhitinn er (það er varmabirgðum sjávar mest að þakka). Vor og haust verða síðan að skipta afgangi daganna á milli sín.
Þetta er sama myndin - nema árstíðirnar eru merktar upp á nýtt. Hér hættir veturinn 3. apríl, sumarið byrjar 22. maí og því lýkur 25. september. Þá byrjar haustið og stendur til 3. desember. Umskiptin á vorin eru svo glögg að nú fær veturinn nokkurn veginn nákvæmlega sína fjóra mánuði. Sumarið er rétt rúmir fjórir, haustið tveir og vika að auki. Vorið er styst - ætli þeir dagar hafi farið til haustsins?
Skyldi þetta línurit ekki sýna okkur að veturinn á að vera fjórir mánuðir - frekar en þrír.
En erum við búin að finna haustið? Rannsóknir okkar fram til þessa benda til þess að það byrji einhvern tíma í september. Sennilega er of snemmt að láta það byrja 1. september (sé miðað við hita eingöngu) - og sömuleiðis fullseint að draga upphaf þess til 1. október.
Leitinni verður haldið áfram - ef þrek ritstjórans brestur ekki - miðin eru full af haustmerkjum - og enginn kvóti enn settur á veiðar úr stofninum - og fáar reglur um veiðarfæri eru í gildi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 285
- Sl. sólarhring: 481
- Sl. viku: 2080
- Frá upphafi: 2413100
Annað
- Innlit í dag: 271
- Innlit sl. viku: 1871
- Gestir í dag: 269
- IP-tölur í dag: 267
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.