3.9.2014 | 01:23
Umhleypingar (eða kannski umhleypingur?)
Orðið umhleypingar er gamalt og gott og er notað um veðurlag. Í umhleypingum eða umhleypingatíð hleypur hann stöðugt til á áttinni. Þegar mest gengur á er hvasst af öllum áttum sama daginn. Ekki dugir samt að tala um umhleypinga þegar ein lægð fer hjá - síðan ekki söguna meir. Þær þurfa helst að vera margar hver á fætur annarri - ekkert endilega daglega - en helst tvær eða fleiri sömu vikuna.
En - föst skilgreining er auðvitað engin. Erfitt er að spá umhleypingatíð - til að gera það heiðarlega þarf helst (- mikið helst í dag) að vera sýn viku fram í tímann - séu þeir ekki byrjaðir. Auðveldara er að spá því að umhleypingarnir haldi áfram - að minnsta kosti tvo til þrjá daga - kannski lengur.
Þetta er gamalt og gott orð - kannski fornt meira að segja. Síður er að merking þess fari alveg á flot.
Ekki meir um það. Svo virðist sem reiknimiðstöðvar séu að spá umhleypingum. Von er á slatta af nærgöngulum lægðum næstu vikuna - hverjar þeirra teljast haustlægðir og hverjar ekki veit ritstjórinn ekki.
Kortið hér að neðan er af lager evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir um hádegi á fimmtudag, 4. september.
Ísland er rétt neðan við miðja mynd - hún þekur mestallt norðurhvel norðan hvarfbaugs. Jafnhæðarlínur eru heildregnar. Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Vanir geta séð að þeim fer nú hægt fjölgandi - eins og gerist þegar sumri hallar. Þykktin er sýnd í lit - kvarðinn batnar mjög sé kortið stækkað. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Sumar á Íslandi er lengst af á mörkum grænu og gulu litanna, þar heitir þykktin 5460 metrar. Góðir sumardagar eru oftast í gula litnum - en bláa litinn viljum við alls ekki sjá að sumarlagi. Haustlegt verður á örskotsstund ef bláir litir setjast að - þó ekki sé nema í tvo til þrjá daga.
Bláu litirnir á kortinu eru þrír - sjá má örsmáan blett þar sem þykktin er minni en 5160 metrar rétt sunnan við (he-he) norðurskautið.
Á fimmtudaginn verður lægðakerfið sem hefur ráðið okkur í dag (þriðjudag) komið austur af og skammær hæðarhryggur er á kortinu rétt fyrir vestan land - kannski með björtu veðri.
Síðan segir reiknimiðstöðin að hver bylgjan á fætur annarri eigi að berast til okkar úr vestri - hver með sína lægð. Vindáttir hlaupa um - en verða að sögn þó aðallega á bilinu frá suðaustri (landsynningur) og suðvesturs (útsynningur) - og öðrum áttum bregður fyrir. Oftast verður hlýtt austanlands, geta samtímis verið umhleypingar á Vesturlandi - án þess að þeirra verði vart eystra? Það er nú það.
En orðið - og merkingu þess ættu allir að þekkja - þeir sem vilja geta líka notað það í yfirfærðri merkingu um menn og málefni. Gjörið svo vel.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 446
- Sl. sólarhring: 522
- Sl. viku: 4201
- Frá upphafi: 2429623
Annað
- Innlit í dag: 286
- Innlit sl. viku: 3565
- Gestir í dag: 264
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þessi skilningur þinn á orðinu umhleypingar er eitthvað hæpinn held ég.
Rétt er, eða þannig hef ég skilið það, að umhleypingar eigi einungis við á vetrum, þegar skiptist á frost og þýða (eða snjókoma og rigning). Umhleypingatíð er þá þegar þetta ástand varir lengi.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 11:14
Þökk fyrir athugasemdina Torfi. Það kann að vera eitthvað misjafnt eftir landshlutum hvaða merkingu menn leggja í orðið. En í minni heimasveit (Borgarfirði) eru umhleypingar á öllum árstímum og skilgreinast ekki af frosti og þíðu á víxl - þótt þannig ástand fylgi þeim ofast að vetri. Á vetri geta einnig verið miklir umhleypingar án þess að almennilega þíði - sé hvöss vindátt alltaf að hlaupa til. Þórður í Skógum undir Eyjafjöllum segir í bók sinni Veðurfræði Eyfellings: „Umhleypingur var, þegar oft skipti um átt og þá var umhleypingasamt veður“ (bls.75).
Trausti Jónsson, 3.9.2014 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.