Flatneskjan

Nú eru vindar hægir við landið - enda er þrýstisviðið mjög flatt. Spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst sýnir vel flatneskjuna.

w-blogg210814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er mjög flöt hæð við landið - á að heita að hún sé vestan við það á þessu korti. Þar fyrir vestan er dálítið lægðardrag meðfram austurströnd Grænlands - strikalína hefur verið sett í dragið þannig að von sé til þess að lesendur sjái það. Ívið öflugri hæð er svo við Baffinsland. Greinileg lægð er yfir Skotlandi á leið suðaustur og ítrekar deyfð blautra daga í kringum Norðursjó.  

Í háloftunum er áttin ennþá norðvestlæg í kringum okkur. Það þýðir að veðurkerfi koma yfir Grænland - það eru bara nær engin á leiðinni. Nær engin - jú, smálægðardrag fer hér yfir á föstudagskvöld/aðfaranótt laugardags - og annað síðdegis á laugardag. Svo virðist sem vindur í háloftunum snúist til suðvesturs eftir það og aukast úrkomulíkur vestanlands umtalsvert við þá breytingu.

En sólin? Við eigum alla vega betri möguleika á að sjá hana í norðvestanháloftaáttinni heldur en þeirri sem blæs úr suðvestri - hvað sem allri flatneskju sjávarmálsþrýstingsins líður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Mér var bent á að sunnlensk rosasumur væru gjarnan svæsin á uþb. 30 ára millibili. Nú ætlar ágætur ágúst sunnan heiða reyndar að bæta úr.

En tímabilin eru t.a.m 1955 / 1983-1984 / 2014.

P.Valdimar Guðjónsson, 21.8.2014 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1079
  • Sl. sólarhring: 1107
  • Sl. viku: 3469
  • Frá upphafi: 2426501

Annað

  • Innlit í dag: 965
  • Innlit sl. viku: 3121
  • Gestir í dag: 934
  • IP-tölur í dag: 865

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband