14.8.2014 | 01:26
Hin raunverulega hafgola
Í síðasta pistli var litið á nokkur kort þar sem sjá mátti spá harmonie-líkansins um aðsókn hafgolunnar síðdegis miðvikudaginn 13. ágúst. Ekki er annað að sjá en að spáin hafi í aðalatriðum gengið eftir - alla vega við veðurstöðina Kálfhól á Skeiðum - varla er hægt að segja að nokkru hafi skeikað í tíma. Rakastigi og hita var einnig vel spáð. Við lítum á tvö línurit sem sýna þessa veðurþætti eins og stöðin skráði þá.
Fyrst er það vindurinn. Lárétti ásinn sýnir tíma sólarhringsins 13. ágúst - frá miðnætti til miðnættis. Lóðrétti ásinn til vinstri sýnir vindhraða. Blár ferill sýnir 10-mínútna meðalvind á 144 tíu mínútna tímabilum. Sá rauði sýnir mestu vindhviðu hverra tíu mínútna. Kvarðinn til hægri sýnir vindátt í hefðbundnum stefnugráðum. Græni ferillinn sýnir áttina á 10-mínútna fresti.
Mestalla nóttina er vindur ekki fjarri 6 m/s, en vex nokkuð snögglega um kl. 8 - en eftir kl. 11 dregur úr honum aftur þar til hann nær lágmarki milli kl. 14 og 16 og er hann þá 2 til 3 m/s. Vindhviðurnar fylgja svipuðum breytingum - breytingarnar eru þó ekki eins snöggar. Kl. 17. vex vindur snögglega aftur - þetta er hafgolan - og nær hámarki um kl.18. Síðan dregur úr aftur.
Vindáttin er nokkuð stöðug af norðnorðaustri (30°) fram til þess að vindhraðinn breytist um áttaleytið og fer í austnorðaustur (60°). Á hæga tímanum frá 14 til 16 er hann ívið breytilegri - en snýst síðan mjög snögglega yfir í suðvestur (220°) kl. 17. Það er hafgoluáttin.
Þá eru það hiti og raki.
Lárétti kvarðinn sýnir eins og áður hvað klukkan er. Lóðrétti kvarðinn til vinstri sýnir hita og daggarmark. Hitinn er sýndur með bláum ferli, en daggarmarkið með rauðum. Hitinn er í lágmarki um klukkan fjögur - fellur þangað til en rís síðan - sérstaklega eftir klukkan 7. Hann hækkar síðan ört fram yfir kl.12 en þá hægir smám saman á hlýnuninni - en hún heldur samt áfram allt þar til kl. 17 að hitinn fellur snögglega um 2 stig - [1,8 stig á 10 mínútum] og síðan jafnt og þétt fram á kvöld.
Höfum í huga að hafgolan hefur þegar hér er komið farið langa leið yfir hlýtt land inn frá ströndinni og upp á Skeiðin - það kemur í veg fyrir að hitafallið sé enn meira.
Hegðan daggarmarksins er önnur (rauður ferill). Það liggur í um það bil 2 stigum fram á morgun - en hækkar þá dálítið fram yfir klukkan 10. Daggarmarkið mælir magn vatnsgufu í lofti - til að breyta því þarf raki annað hvort að bætast í loftið með uppgufun frá jörð eða með úrkomu - eða þá þéttast með áfalli (dögg myndast). Nú - síðan getur daggarmark á stað breyst mikið ef það skiptir alveg um loft - loft að öðrum uppruna streymir að með vindi.
Við sjáum að eftir kl. 11 lækkar daggarmarkið lítillega. Þá hlýtur ívið þurrara loft að hafa streymt yfir Skeiðin með austnorðaustanáttinni (og/eða með blöndun að ofan). Daggarmarkið fór lægst kl. 16:40, þá var það -0,2 stig. Þegar sjávarloftið tók völdin kl. 17 hækkaði daggarmarkið um 8,5 stig. Rakt sjávarloftið ruddi þurra loftinu burt. Eftir það lækkaði daggarmarkið dálítið þegar á kvöldið leið.
Græni ferillinn sýnir rakastigið. Rakastig mælir hversu mikið vantar upp á að loft sé mettað - en ekki magn vatnsgufu í lofti. Við megum taka eftir því að hita- og rakaferillinn um það bil spegla hvorn annan alla nóttina og þar til klukkan 17. Þegar hitinn lækkar fellur rakastig, þegar hann hækkar lækkar rakastig. Þetta fallega samband riðlast lítillega með hafgolunni. Við tökum eftir því að rakastig kvöldsins er hærra heldur en það var þegar hiti var sambærilegur nóttina áður. Við enda dags var hitinn 8,4 stig en rakastigið 95 prósent - nóttina áður var rakastigið ekki nema 67 prósent við sama hita.
Kálfhóll fer inn í nóttina með meiri raka - en var síðustu nótt, daggarmarkið er 7,6 stig - en var 2,7 stig við miðnætti næst á undan. Það er ágætt í björtu veðri í ágúst - dregur mjög úr líkum á næturfrosti - en það er stöðug ógnun í bjartviðri síðla sumars - jafnvel eftir hlýjan dag. Daggarmark seint að kvöldi segir nokkuð til um frosthættuna undir morgun. Þegar hiti fellur hratt - hægir mjög á fallinu þegar hitinn kemst niður að daggarmarki - þá fer raki að þéttast (og daggarmarkið lækkar) og skilar miklum dulvarma til loftsins sem getur haldið ívið hitafallið og jafnvel tafið eða hindrað frost þar til sólin getur tekið við að morgni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 125
- Sl. sólarhring: 341
- Sl. viku: 1920
- Frá upphafi: 2412940
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 1714
- Gestir í dag: 113
- IP-tölur í dag: 111
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.