5.8.2014 | 00:14
Hlýindin í sumar (í neđri hluta veđrahvolfs)
Júní- og júlímánuđur voru hlýir víđast hvar á landinu. Júní var alveg sérstaklega hlýr, sá hlýjasti sem vitađ er um í Stykkishólmi allt frá ţví mćlingar hófust ţar haustiđ 1845. Júlímánuđur var blandađri, hann var vel ofan viđ međallagiđ 1961 til 1990 um land allt, en undir međallagi síđustu tíu ára um allt vestanvert landiđ. Hann var hins vegar sá hlýjasti sem vitađ er um í Grímsey - allt frá upphafi mćlinga ţar 1874.
Júlímánuđur var ekki bara skiptur á landsvísu heldur einnig ţannig ađ fyrri hluta mánađarins sat mjög ţrálát háloftalćgđ yfir landinu og hélt hlýju lofti frá landinu ađ mestu. Síđari hluti mánađarins var öllu hagstćđari hvađ hita varđar - ţótt rigningin gćfi sig lítiđ.
En viđ skulum líta á kort fyrir júní og júlí ţar sem ađaláherslan er á ţykktarvik - ţađ er ađ segja hversu mikiđ hiti í neđri hluta veđrahvolfs hefur vikiđ frá međallaginu 1981 til 2010. Eins og venjulega er sá hiti mćldur í metrum - ţví meiri sem ţykktin er ţví hlýrra er loftiđ.
Fyrst júní:

Heildregnar línur sýna međalhćđ 500 hPa-flatarins í júní eins og evrópureiknimiđstöđin hefur greint hana. Einingin er dekametrar (1 dam = 10 metrar). Strikalínurnar sýna međalţykktina í dekametrum. Litirnir sýna vik ţykktarinnar frá međallagi. Á bláu svćđunum eru vikin neikvćđ - ţar hefur veriđ kaldara heldur en ađ međallagi - sjá má merki kuldakastsins mikla sem gerđi um miđjan mánuđinn í Norđur-Noregi, Finnlandi og Eystrasaltslöndum í bláu litunum.
Ísland er hins vegar ţakiđ gulum og brúnum litum - ţar var hiti í neđri hluta veđrahvolfs meiri en ađ međaltali. Gróflega er reglan sú ađ 20 metrar samsvara 1 stigi. Stćrsta vikiđ er viđ Norđaustur-Grćnland, rétt tćpir 60 metrar (3 stig). Einnig má taka eftir ţví ađ suđvestanátt ríkti í háloftunum ţennan mánuđ - enda rigndi vel á Suđvesturlandi.
En svo júlí:

Hér rćđur lćgđin mikla sem lá viđ stjóra viđ landiđ fyrri hluta mánađarins mestu. Henni fylgdi kalt loft - eins og vera ber. En ţó er vikiđ ekki nema 14 metrar ţar sem mest er - eđa um -0,7 stig ef viđ tökum okkar vafasömu ţumalfingurreglu bókstaflega. Hiti á veđurstöđvum var ţó meiri heldur en ţykktin ein gefur til kynna. Tvennt kemur ţar til. Í júlí er kalt loft mjög óstöđugt yfir landinu (vegna sólaryls) - og í óstöđugu lofti er hlýrra heldur en ţykktin ein sýnir. Ţessi skýring gćti átt viđ hluta landsins. Hitt er ađ sjónum undan Norđur- og Austurlandi er nokkuđ sama um hver hiti er í háloftunum. Ţar ráđa ríkjum grunnstćđ, en öflug hitahvörf. Nú var sjávarhiti langt yfir međallagi undan Norđurlandi (og allstađar viđ landiđ nema á smábletti viđ Austfirđi). Hitahvörfin hafa ţví ekki veriđ nćrri ţví eins öflug og venjulega.
Á myndinni sjáum viđ hlýindin í Skandinavíu mjög vel - hiti í Noregi var reyndar enn hćrri heldur en ţykktartölurnar einar gefa til kynna (rétt eins og hér) og júlímánuđur sá langhlýjasti sem vitađ er um frá upphafi mćlinga. Hann var ţađ líka sums stađar í Svíţjóđ (ţó ekki á landsvísu ţar). Ţykktarvikin benda einnig til ţess ađ mjög hlýtt hafi veriđ á Vestur-Grćnlandi og á Nýfundnalandi. Ţar á reyndar ţađ sama viđ og viđ sjávarsíđuna hér á landi ađ vikin ráđast mest af sjávarhita svo og ţví hvort vindur stendur af landi eđa upp á land.
Hann var líka hlýjasti júlímánuđur sem vitađ er um á Jan Mayen - rétt eins og í Grímsey. Furđulegir hitar.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 122
- Sl. sólarhring: 245
- Sl. viku: 1810
- Frá upphafi: 2457641
Annađ
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 1635
- Gestir í dag: 113
- IP-tölur í dag: 113
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ţađ er dálítiđ merkilegt ađ heyra fólk tala um hlýindi ţegar međalhitinn er undir 12 gráđum. Ţađ myndi kallast kalt annars stađar, svo sem nćr alls stađar á hinum Norđurlöndunum.
Menn hér fagna 11,8 gráđu međalhita í júlí á sama tíma og Danir fá metmánuđ eđa hita upp á 19,8 stig ađ međaltali í mánuđinum.
Já, viđ erum nćgjusamir, viđ Íslendingar! Tölum um hita ţegar viđ erum í heilum 8 gráđum kaldara loftslagi heldur en nágrannar okkar í Kaupmannahöfn.
Torfi Kristján Stefánsson, 5.8.2014 kl. 06:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.