Sýndarsnjófyrningar í júlílok

Þrátt fyrir linnulausa bráðnun í allt sumar er enn vetrarsnjór á hæstu jöklum og fjöllum í harmonie-spálíkaninu. Eins gott fyrir jöklana að ekki bráðni allt fyrir haustið - þótt þróun líkansins sé reyndar ekki komin svo langt að þar séu sýndarjöklar sem skríða fram og gera allt það annað sem jöklar gera.

Kortið hér að neðan gildir um hádegi sunnudaginn 27. júlí. Snjómagn er sýnt með litum - frá hvítu og gráu yfir í blátt (kvarðinn sést betur sé kortið stækkað) - og einnig má sjá allmörg hámörk merkt með tölum. Tölurnar sýna magnið í kg á fermetra.

w-blogg270714a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikill snjór er enn á jöklunum - en við sjáum samt að enginn sýndarsnjór er nú eftir á stórum svæðum á skriðjöklum - þeir eru auðir. Vetrarsnjórinn er þar allur bráðnaður. 

Hæsta talan á kortinu er á Öræfajökli  9249 kg á fermetra - rúm 9 tonn.

Á Mýrdalsjökli eru meir en 7 tonn á fermetra þar sem mest er. Sömuleiðis sýnist Drangajökull vera í góðum málum, enn sitja meir en 5 tonn á fermetra þar sem mest er þar. Vetrarsnjórinn er hins vegar alveg við að hverfa á Snæfellsjökli, þar er hæsta talan aðeins 132 kg á fermetra. Í raunveruleikanum er tindurinn hærri heldur en í líkaninu þannig að staðan er trúlega ívið betri en þetta. 

Enn er mikill snjór fyrir austan, 1300 kg á fermetra á fjöllunum sunnan Vopnafjarðar og nærri 900 þar sem mest er á Austfjarðafjöllum norðanverðum. Þrándarjökull stendur nokkuð vel. 

Fyrir norðan eru fyrningar mestar sitt hvoru megin Flateyjardals, rétt í kringum tonn á fermetra þar sem mest er. Minna er á Tröllaskagafjöllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn eru snjóskaflar í nokkrum fjöllum í kringum mig,Rauðafelli,Högnhöfða og Hlöðufelli.

Tala nú ekki um Heklu,en hún snýr líka í mig norðurhliðinni.

kv

Ólafur

Ólafur Stefánsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband