Róleg og tíðindalítil staða

Eftir góðan sunnudag á Suður- og Vesturlandi er spurt um næsta regnsvæði. Það er vissulega ekki langt undan og nægilega öflugt til að spilla frekari þurrki en er samt öllu veigaminna heldur en flest þau sem við höfum fengið yfir okkur að undanförnu. 

Á korti úr hirlam-spánni sem gildir kl. 21 á mánudagskvöld sjáum við það sem grænt belti suður af landinu.

w-blogg210714a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki er nú samt víst að þurrt verði þennan mánudag sunnanlands - en við erum ekkert að smjatta á því hér - beinið hlustum ykkar að Veðurstofunni.

En við sjáum grunna sumarlægð suðvestur í hafi. Í þurrkasumrunum hér fyrir nokkrum árum hefði mátt ganga út frá því sem vísu að lægðin þokaðist til suðausturs - frá okkur. Nú er annað uppi - auðvitað fer hún beint til norðurs næstu daga. Þótt hún grynnist er hún vel grunduð af öflugri háloftalægð sem á að halda okkur við efnið: Óstöðugt loft, lægðarbeygju og tilheyrandi skúradembur. Það veðurlag á að endast alla vinnuvikuna - en hvort djúp lægð með enn meiri rigningu plagar okkur svo um næstu helgi vitum við ekki enn með vissu. 

Norðaustanlands verður úrkomuminna - og sennilega besta veður alla dagana - sé rétt reiknað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég get verið klókur. Notaði tækifærið og fór í Húsafell þar sem voru yfir 20 stig mest og sól annað slagið. Komum líka að Síðumúla sem má muna sinn fífil fegri. En þar er aldeilis útsýnið og hefur verið gaman að líta þar til veðurs á blómaskeiðinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2014 kl. 01:26

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, jú. Ég var líka í blíðunni í Borgarfirði - varla þó í 20 stigum.

Trausti Jónsson, 21.7.2014 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1427
  • Frá upphafi: 2407550

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1262
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband