Óvenjuhár sjávarhiti undan Norđurlandi

Ţessa daga er sjávarhiti óvenjuhár undan Norđurlandi. Mćlingar í Grímsey sýna sjávarhita meir en 2 stig yfir međallagi ţessa dagana - og fádćma vik sjást í reiknilíkani evrópureiknimiđstöđvarinnar. Júní verđur sennilega sá hlýjasti sem um getur í eynni (lofthitamćlingar allt aftur til 1874) og hámarkshiti mćlist hćrri en áđur hefur mćlst ţar á sjálfvirku stöđvunum (í júní frá 1994) og er nánast jafnhár og hćst mćldist (í júní) á mönnuđu stöđinni í ţau 120 ár sem mćlt var.

Viđ bíđum međ uppgjör á lofthita mánađarins fram yfir mánađamótin (heldur kaldara verđur síđustu tvo dagana), en lítum á sjávarhitann.

Fyrst er kort úr líkani sem heitir myocean - keyrt í tilraunaskyni af Veđurstofunni međ grunngögnum frá evrópureiknimiđstöđinni. Ţetta er greining um hádegi 28. júní. 

w-blogg280614

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hitinn er sýndur međ litum - en straumar međ örvum. Tölur ćttu ađ sjást betur sé kortiđ stćkkađ. Yfirborđ sjávar norđur af Eyjafirđi, Skjálfanda og Öxarfirđi er meir en 12 stiga heitt. Ţetta er mjög óvenjulegt. En - ţađ er eitt en - ţetta er hitinn í yfirborđinu. Sé vindur hćgur getur yfirborđ sjávar hitnađ umtalsvert - en ađeins ţunnt lag. Hlýr sjór er léttari heldur en kaldur og hlýja lagiđ getur veriđ mjög ţunnt. Ţess vegna má heita fullvíst ađ hitinn kemur til međ ađ hrapa töluvert ţegar hvessir og íviđ kaldari sjór undir yfirborđi og yfirborđssjórinn blandast saman. Viđ vitum ekki hversu mikiđ kólnar - ţađ verđur bara ađ sýna sig.

En í líkaniđ nćr líka til sjávar undir yfirborđi (einskonar sýndarsjór - nema ţá sjaldan hann er mćldur) og ţađ getur líka blandađ ef ţađ fćr ađ vita hver vindurinn er. Í sex daga spá segir líkaniđ ađ ţađ kólni um 3 stig.  

Evrópureiknimiđstöđin á til međaltöl til samanburđar og býr á hverjum degi til kort sem sýnir vik frá ţessu međaltali. Lítum á kort gćrdagsins.

w-blogg280614b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kvarđinn sýnir vik í stigum (°C). Ef viđ teljum okkur inn ađ stćrsta vikinu - rétt vestan viđ Melrakkasléttu kemur í ljós ađ ţađ er hvorki meira né minna en 6 stig.

Svo stórt er vikiđ ekki í Grímsey - enda er sjávarhitamćlingin ekki í yfirborđi heldur neđan ţess. Eftir blöndun nćstu daga (ef hún á sér stađ) gćtu hitavik í yfirborđi orđiđ í námunda viđ Grímseyjarvikiđ.

Viđ Austfirđi má sjá neikvćtt vik á litlu svćđi. Ţađ er trúlega fastara fyrir heldur en ţađ stóra jákvćđa. 

Júní er stundum hlýjasti mánuđur ársins - en júlí og ágúst oftast ţó hlýrri. Breytileiki sjávarhita er mun minni heldur en lofthita og árstíđabundin hlýnun sjávar heldur oftast áfram allan júlímánuđ. Sjávarhitinn ţessa dagana í Grímsey er líkur ţví sem hann hefur veriđ undanfarin ár um mánađamótin júlí/ágúst. Sumariđ í sjónum er ţví um mánuđi á undan međallagi ađ ţessu sinni. Bara ađ kólnunin verđi ţađ ekki líka ţegar haustar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 981
  • Frá upphafi: 2420865

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 862
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband