23.6.2014 | 20:20
Óvenjulega hlýr júnímánuður - hingað til
Júnímánuður það sem af er má heita hitabylgjulaus - en samt er hann meðal allra hlýjustu mánaða sem við þekkjum. Við eigum á lager daglegan meðalhita á nokkrum veðurstöðvum aftur til 1949 og því auðvelt að fylgjast með stöðunni frá degi til dags miðað við síðustu 65 árin.
Meðalhiti í Reykjavík fram til kl. 18, 23. júní í ár er 11,14 stig. Fyrstu 22 dagar júnímánaðar hafa aðeins einu sinni á þessu tímabili verið hlýrri í Reykjavík. Það var 2002 en þá var meðalhitinn 11,24 stig. Tvisvar að auki hefur hiti þessa hluta mánaðarins verið hærri en 11 stig. Það var 2003 og 2010.
Topp-tíu listi 22 fyrstu júnídagana er nær alveg einokaður af árum á þessari öld, aðeins einn eldri júníhluti er á þeim lista, 1954.
Samræmdur mánaðarmeðalhiti er til í Reykjavík samfellt aftur til 1871. Á því tímabili eru fjórir júnímánuðir (allt til þess mánaðarloka) með meðalhita yfir 11 stigum, júní 2010 hlýjastur (11,43°C), 1871 (11,30°C), 2003 (11,26°C) og 1941 (11,08°C).
Hægt er að slá á meðalhita sólarhringsins með því að reikna meðaltal hámarks- og lágmarkshita, útkoman er þó sjaldnast nákvæmlega sú sama og fæst sé meðaltalið reiknað á hefðbundinn hátt. Hámarks- og lágmarksmælingar hafa ekki verið samfelldar í Reykjavík allt mælitímabilið, en við getum samt notað meðaltöl reiknuð á þennan hátt til að búa til metingslista.
Meðaltal sólarhringshámarks- og lágmarkshita 1. til 23. júní 2014 er 11,32 stig. Á samanburðartímabilinu 1920 til 2013 reiknast fjórir eldri júnímánaðarhlutar hlýrri en þetta. Það eru [1. til 23.] júní 2010 (11,82°C), 2002 (11,58°C], 2003 (11,51°C) og 1941 (11,45°C].
Sé farið enn frekar í saumana á stöðunni kemur í ljós að árangur núlíðandi júnímánaðar er frekar hlýjum nóttum að þakka heldur en hlýjum dögum. Við lítum nánar á það þegar mánuðurinn er liðinn.
Á Akureyri er staðan í dag miðað við síðustu 65 ár þannig að aðeins einu sinni hefur verið hlýrra - það var í fyrra, 2013. Þar fyrir neðan er sami tími í júní 1988. Á Dalatanga er júní nú sem stendur í 5. sæti og því 4. eða 5. á Egilsstöðum. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum er það sem af er júní það hlýjasta í að minnsta kosti 65 ár.
Hiti er nú ofan meðallags síðustu 10 ára (tímabils sérlegra hlýrra júnímánaða) á öllum veðurstöðvum landsins nema einni. Eyjabakkar þrjóskast enn við - hvor það stafar af bilun í stöðinni - eða sérstökum aðstæðum, t.d. óvenjulegri snjóþekju - vitum við ekki að svo stöddu.
Þetta er allt harla óvenjulegt - en mánuðurinn er ekki búinn, athugum það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 78
- Sl. sólarhring: 148
- Sl. viku: 1999
- Frá upphafi: 2412663
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 1750
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 68
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Á fasbók er fólk í stórum stíl farið að emja ámáttlega yfir þessu sumri sem sé bara alveg eins og í fyrra!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2014 kl. 12:02
Þetta er kannski misjafnt eftir fjasbókarhreppum.
Trausti Jónsson, 24.6.2014 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.