Í heiðhvolfinu við sumarsólstöður

Við lítum nú á kort sem sýnir hæð 30 hPa flatarins og hitann í honum við sumarsólstöður. Myndin er byggð á spálíkani bandarísku veðurstofunnar (gfs) og gildir kl. 18 laugardaginn 21. júní 2014.

w-blogg220614a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Norðurskautið er rétt ofan við miðja mynd.  Risastór hæð með miðju yfir norðurskautinu þekur allt hvelið. Þetta þýðir að austanátt er ríkjandi á því öllu. Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýnir sú sem næst er hæðarmiðjunni 24500 metra (24,5 km). Þetta er nákvæmlega eins og það á að vera á þessum árstíma. Litafletir marka hita, dekksti brúni liturinn á við bilið -38 stig til -42 stig. 

Sé farið í smáatriði reka menn augun í það að heldur hlýrra er yfir Atlantshafi og Kyrrahafi heldur en yfir meginlöndunum á sama breiddarstigi. Þetta stafar væntanlega af því að veðrahvolfið bólgnar heldur meira yfir landi en sjó framan af sumri - meðan það misvægi stendur verður hitadreifingin trúlega á þennan veg. Uppstreymi kælir loft.

Sólin skín allan sólarhringinn norðan heimskautsbaugs og hitar heiðhvolfið. Það gerist reyndar á þann hátt að sólgeislunin býr til óson - en það nemur stuttbylgjugeisla og hitnar - annað loft hitnar svo í framhaldi af því (aðallega með sveimi). Smáatriði þeirra ferla eru ekki einföld og vel utan þægindasviðs ritstjórans.

En austanáttin heldur sér að minnsta kosti vel fram í ágúst - en alltaf dálítið spennandi að fylgjast með henni detta í sundur. Vestanátt er annars ríkjandi í meginhluta veðrahvolfs sem og í neðsta hluta heiðhvolfsins. Verði veðurfarsbreytingar verulegar í framtíðinni má búast við því að sú hæð þar sem áttaskiptin verða raskist, sérstaklega að sumarlagi. - En ekkert bólar á slíku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband