28.6.2014 | 00:32
Versta veðrið 17. júní - í minningunni
Oftast er hið besta veður 17. júní og nokkur dæmi eru um að sólin hafi skinið linnulaust allan daginn - jafnt norðanlands sem sunnan. En líkur á alveg þurrum dagi eru þrátt fyrir allt ekki nema um 30% hér á landi - en aftur á móti innan við helmingslíkur á að eitthvað rigni svo talandi sé um - og líkur á hellirigningu eru kannski um 15%. - Sá sem þetta skrifar hefur oftast upplifað þjóðhátíðardaginn í Skallagrímsgarði í Borgarnesi - og ekki oft sem ákveðið hefur verið að flytja hátíðina inn í hús. Það gerist þó endrum og sinnum.
En því er ekki að neita að fáeinum sinnum hefur veðrið verið með ólíkindum vont. Hér skulum við rétt rifja upp þrjár slíkar dagsetningar - úr minni ritstjórans - en ekki á strangan hátt úr gagnagrunni. Heldur óformlegt.
Nýjasta tilvikið er 17. júní 2002. Suðvestanlands slapp þó til mestallan daginn í vaxandi norðaustanátt. En austanlands var allt með versta brag - haugarigning og hvassviðri. Vikurnar áður höfðu verið óminnileg hlýindi - ein hlýjasta júnísyrpa sem vitað er um. - En svo mikið sá á gróðri víða um land að sumarið bar eiginlega aldrei sitt barr eftir þetta - alla vega var gróðurfegurð þess fyrir bý. Það var minnisstætt að aka norður Lönguhlíð í Reykjavík þann 20. Svo var að sjá að allt væri í lagi - en ef farið var í gagnstæða átt var eins og skipt hefði um árstíð - norðurgreinar trjánna voru skaddaðar og sviðnar.
Lægðin, sem kom beint úr suðri vestan við Írland, er sérlega djúp - fór vel niður fyrir 970 hPa þegar hún var dýpst - rétt áður en þetta kort gildir og er ein sú dýpsta sem vitað er um í júnímánuði hér við land. Úrkoman eystra og nyrðra olli skriðuföllum og skemmdum.
Næsta illviðri sem við rifjum hér upp byrjaði 14. júní 1988 og stóð í viku. Kortið sýnir vaxandi lægð á Grænlandshafi síðdegis þann 17.
Á eftir lægðinni gerði afarvondan útsynning þannig að stórsá á gróðri - á Suður- og Vesturlandi enn meira heldur en 2002. Næst sjónum voru lauf brún sem á hausti. Sumarið kannski ekki búið - en samt.
Eldri norðlendingar minnast alltaf á 17. júní 1959 sem þann versta - og er það ábyggilega rétt. Kortið að neðan er úr amerísku endurgreiningunni - en hin úr fórum evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Línurnar sýna hæð 1000 hPa-þrýstiflatarins, en auðvelt að breyta í hPa í huganum því 40 metrar samsvara 5 hPa. Línurnar eru því á 5 hPa bili, núll er við 1000 hPa. Innsta jafnhæðarlína lægðarinnar er -120 metrar eða 1000-15hPa=985hPa.
Þessi norðanátt er komin langa leið norðan úr Íshafi - og það snjóaði um allt landið norðanvert og festi nær alls staðar. Fleiri vondar norðanáttarlægðir höfðu komið áður í mánuðinum og viðbrigðin því ekki alveg jafnhastarleg og 2002.
Eitthvað hafa hungurdiskar fjallað um öll þessi veður áður. Sum veðurnörd vildu sjálfsagt minnast líka á illviðrin 1992 - en þann 17. júní það ár sat ritstjórinn með snúinn fót í eðalblíðu við Skagen á Jótlandi - kom svo heim í hretið.
Viðbót 18. júní 2014.
Mikið rigndi um landið suðvestanvert síðdegis og að kvöldi 17. júní 2014 og hefur úrkoma aldrei mælst meiri í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn. Mest rigndi að vísu eftir kl. 18 og komst klukkustundarákefðin upp í 5,3 mm á sjálfvirku stöðinni við Veðurstofuna og 5,8 mm á búveðurstöðinni. Þetta er meðal mestu ákefðar sem mælst hefur í júnímánuði á þessum stöðvum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 18.6.2014 kl. 13:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 19
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 984
- Frá upphafi: 2420868
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.