Slæmt kuldakast í Norður-Noregi

Nú (mánudaginn 16. júní) gengur slæmt kuldakast yfir nyrstu fylki Noregs. Þess gætir líka í Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Kuldinn sést vel á kortinu hér að neðan. Það sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktina (litakvarði) á hádegi í dag (16. júní). Þykktin er mælikvarði á hita í neðri hluta veðrahvolfs.

w-blogg160614-2a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðja kuldapollsins er á myndinni rétt að komast inn á strönd Finnmerkur. Þar sem blái liturinn er dekkstur er þykktin minni en 5160 metrar. Þetta er minni þykkt en mælst hefur í júní yfir Keflavíkurflugvelli [5181m þann 10. júní 1973] og álíka og það minnsta sem finnst við ísland í amerísku endurgreiningunni [1. júní 1896]. 

Þessi kuldapollur hefur að undanförnu sveimað um Norðuríshafið undan ströndum Síberíu - en hæðarhryggurinn við Norður-Grænland og þar vestur af hefur stuggað við honum þannig að hann tók strikið suður á bóginn. Mjög kalt verður á þessum slóðum næstu daga þótt það versta sé hér með gengið yfir. Þetta eru sérstaklega mikil viðbrigði eftir methita á sömu slóðum að undanförnu - hiti legið milli 20 og 30 stig inni í sveitum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 78
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 1504
  • Frá upphafi: 2407509

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 1335
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband