26.6.2014 | 23:39
Smávegis um rigningasumur
Eins og flestir muna endaði sumarið í fyrra harla ofarlega á lista mestu rigningasumra - en í hvaða sæti var það á landshlutavísu? Við lítum nú á það.
Línuritið sýnir úrkomumælitölu sem ritstjórinn hefur soðið saman. Hún byggir annars vegar á því hversu margir úrkomudagar hafa verið í mánuðunum júní, júlí og ágúst en hins vegar á úrkomumagni í sömu mánuðum. Það sem hér er sýnt á við Vesturland - frá Faxaflóa vestur og norður um til Norðurlands vestra. Tölur frá Suðurlandi (frá Breiðdal vestur til Keflavíkurflugvallar) eru nærri því eins (þó ekki alveg).
Mánuðum (hverjum fyrir sig) er nú raðað eftir úrkomudagafjölda og úrkomumagni á þessum landsvæðum á tímabilinu 1924 til 2013 (90 ár). Sá júnímánuður þegar úrkomudagar voru flestir fær einkunnina 89, sá næsti 88 og svo koll af kolli - þar til komið er að þeim mánuði þegar úrkomudagar voru fæstir og fær sá einkunnina núll. Úrkomumagnið er afgreitt á sama hátt.
Hver mánuður fær því tvær einkunnir og séu þær lagðar saman verður til heildareinkunn viðkomandi mánaðar. Að lokum fær sumarið (júní til ágúst) heildareinkunn - summu einkunna mánaðanna hvers fyrir sig. Hæst getur einkunn hvers mánaðar orðið 2x89=178 - en lægsta núll.
Júnímánuður 2006 er með toppeinkunn, 178 stig - þá var úrkoma bæði þrálát og mikil. Svo vildi hins vegar til það sumar að júlí og ágúst voru nokkru þurrari og komu í veg fyrir að sumarið yrði eiginlegt rigningasumar. Næstmest var úrkoman í júní 1992. Lægstu einkunnina (þurrastur) var júní 2012 síðan koma júní 1991 og 1971 - nördin kannast við þessa mánuði.
En lítum á sumarmyndina:
Rigningasumratoppurinn er svona: 1983 er það mesta (eða versta), síðan koma í þessari röð: 1969, 1976, 1955, 1984 og 2013. Á hinum endanum telst 1931 það þurrasta og 1928 það næstþurrasta, en síðan kemur sumarið 2012. Sveiflan milli 2012 og 2013 er því sérlega mikil. Auk þess var sumarið 2012 það fjórða í röð þurrkasumra og það sjötta í röð undir meðaltalinu.
Engin fylgni er frá ári til árs - næstu sumur á undan segja ekkert um það sem á eftir kemur.
Suðurlandsmyndin er mjög lík, 2013 er þar reyndar í 8. sæti en ekki því sjötta. Sömu þrjú sumur eru efst: 1983, 1969 og 1976. Þurrkar tímabilsins 2007 til 2012 eru ekki alveg jafn áberandi og á myndinni hér að ofan, 1931 er þurrast, en 1958 næstþurrast.
Norðanlands er myndin önnur og toppröðin þar kemur á óvart, sumarið 1972 telst úrkomusamast og síðan 1969 - en hvort tveggja sumarið var einnig rigningasamt syðra. Þurrast var 1925, 2012 og 1948. Síðastliðið sumar 2013 er í 34 sæti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 16.6.2014 kl. 01:00 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 9
- Sl. sólarhring: 322
- Sl. viku: 1621
- Frá upphafi: 2408635
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1460
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.