25.6.2014 | 22:59
Hár lágmarkshiti
Hlýjar nætur hafa að undanförnu (skrifað 14. júní) vakið athygli veðurnörda. Hér lítum við lauslega á það mál. Við eigum reiknaðan meðallágmarkshita í byggðum landsins á lager aftur til 1949 - en sjálfvirku byggðarstöðvarnar aftur til 1995. Nú hefur mönnuðum stöðvum fækkað svo mjög að erfitt er að gera könnun á stöðu þeirra nú og í fortíðinni án þess að athuga fyrst hvort fækkunin hafi haft einhver áhrif. Það verður ekki gert hér. Þess vegna látum við okkur nægja að líta á sjálfvirku stöðvarnar.
Myndin að neðan er ekki alveg einföld - en ætti samt að vera lesanleg.
Lárétti ásinn sýnir daga frá 1. maí. Þegar þetta er skrifað er 14. júní að kvöldi kominn - en kvarðinn nær út júnímánuð. Lóðrétti kvarðinn sýnir hita í °C.
Blástrikaða línan (ferillinn um það bil í miðjunni) sýnir meðallágmarkshita hvers dags maí- og júnímánaðar í byggð í 19 ár (frá 1995 til 2013). Hann er rétt ofan frostmarks í byrjun maí - en er kominn yfir 6 stig í lok júní. Grænstrikaða línan sýnir lægsta meðallágmark hvers dags á sama tímabili. Sá ferill byrjar neðan við -6 stiga frost en endar nærri 4 stigum. Rauðstrikaða línan sýnir hæsta meðallágmark hvers dags (á sama tíma). Hún byrjar nærri 4 stigum en endar í tæpum tíu.
Svarta línan sýnir ástandið nú í vor og það sem af er júnímánuði. Þessi lína hefur verið ofan meðallags allt frá allmiklu kuldakasti í kringum 20. maí.
Ef við nú berum hana saman við meðaltalið (blástrikuðu línuna) sjáum við að lágmarkshitinn hefur lengst af verið 3 til 4 vikum á undan meðaltalinu, náði t.d. 6. stigum 24. maí en nær ekki 6 stigum fyrr en um 25. júní í meðalári. Meðaltöl einstakra daga hafa sleikt hámarkslínuna og í dag (laugardaginn 14. júní) fór hann upp fyrir það hæsta sem mælst hefur áður síðustu 19 árin. Við skulum þó ekki endilega tala um met í því sambandi - óvissa reikninganna er talsverð.
Gróður dafnar vel - og er það sennilega ekki síst hlýjum nóttum að þakka.
En nú er að sjá hvað verður áfram. Kalda loftið er ekkert óskaplega langt undan - það væri með nokkrum ólíkindum ef júní sleppur kuldakastslaus.
Viðbót 26. júní 2014: Ekki er lát á háum lágmarkshita. Þann 25. var meðallágmarkshiti sjálfvirkra stöðva í byggð 10,32 stig sem er hærra en áður hefur mælst í júní (á sjálfvirku stöðvunum). Röðin nær aftur til 1997. Þetta er þó ekki alveg endanlegt uppgjör.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 26.6.2014 kl. 01:05 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 110
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 1536
- Frá upphafi: 2407541
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 1362
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.