Meðalvindhraði - árstíðasveifla

Stundum heyrist að maí sé hægviðrasamasti mánuður ársins hér á landi. Kannski lifir sú skoðun vegna þess að þá er loftþrýstingur að meðaltali hæstur. En meðalvindhraði er samt lægstur í júlí og illviðratíðni er þá sömuleiðis í lágmarki.

Lítum á gamalkunna mynd (hefur sést á hungurdiskum einhvern tíma áður). Hún sýnir meðalvindhraða á hverjum degi ársins og nær að þessu sinni alveg til ársins 2013.

w-blogg300514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést greinilega að meðalvindhraði í maí er þó nokkuð hærri heldur en í júlí og fyrri hluta ágústmánaðar. Rétt eftir miðjan ágúst fer vindhraði aftur vaxandi og mjög ört í fyrstu. Umtalsverð dægursveifla er í vindhraða að sumarlagi - sólfarsvindar. Hún fylgir sól - vex strax eftir jafndægur á vori en fer ört minnkandi í ágúst. Við rifjum þau mál e.t.v. upp síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg080925vb
  • w-blogg080925va
  • w-blogg050925d
  • w-blogg050925c
  • w-blogg050925b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 1017
  • Frá upphafi: 2496718

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 882
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband