Uppstigningardagur

Uppstigningardagur er ein af „hræranlegum“ hátíðum kirkjunnar. Ber alltaf upp á fimmtudag, tíu dögum fyrir hvítasunnu. Rétt eins og aðrar hræranlegar hátíðir fellur dagurinn á rúman mánaðartíma í dagatalinu. Á þeim tíma sem er undir hér að neðan hefur hann aldrei verið fyrr en þann 1. maí (1845, 1856, 1913 og 2008) og aldrei síðar en 3. júní (1886 og 1943). Vorið er í fullum gangi og meðalhiti hækkar dag frá degi. Vafasamt er því að reikna meðalhita dagsins - það er miklu líklegra að hann sé hár sé dagurinn seinn. 

En við skulum samt kanna hverjir eru köldustu og hlýjustu uppstigningardagarnir. Til þess notum við morgunhitann í Stykkishólmi sem nær samfellt aftur til 1846 og einnig upplýsingar um hámarks- og lágmarkshita (útgildi) dagsins í Reykjavík. Gallinn við þá röð er að útgildin hafa ekki verið færð til bókar á sama hátt allt tímabilið auk þess sem hámarks- og lágmarksmælar hafa ekki verið í notkun allan tímann. En alltént segir Reykjavíkurröðin okkur nokkuð um það hvaða uppstigningardagar á tímabilinu 1830 til 1853 voru þeir hlýju og hverjir þeir köldu.

Samfellan í morgunhitaröðinni úr Stykkishólmi er heldur ekki skotheld - en röðin er samt skemmtileg.

Köldustu morgnar í Stykkishólmi

röðármándagurhiti 
11887519-2,6
2186159-2,5
31914521-2,1
4190759-1,1
51920513-0,9
6191055-0,5
7196754-0,4

Hiti hefur sjö sinnum verið undir frostmarki að morgni uppstigningardags í Stykkishólmi. Í annálum eru vorhretin 1887 og 1914 sérstaklega illræmd. Allir dagarnir nema einn eru úr gamla tímanum, en uppstigningardagur 1967 er e.t.v. í minni gamalla veðurnörda. 

Hlýjustu morgnarnir í Stykkishólmi eru:

röðármándagurhiti 
1187052611,3
2197652711,0
3193352510,4
4196852310,0

Gamall, frá 1870 trónir á toppi - en enginn er nýlegur. Til að finna dag á þessari öld þarf að fara allt niður í 21. sæti - þar er uppstigningardagur 2009. 

Þá Reykjavík. Hér vantar slatta af árum í listann, t.d. allt tímabilið 1854 til 1870, við náum því ekki til áranna 1861 og 1870 sem komust á blað hér að ofan. Tölurnar eru heldur ekki sambærilegar við Stykkishólmslistana því hér er lesið af hámarks- og lágmarksmælum. 

Lægsta lágmark í Reykjavík

röðármándagurlágm
11887519-3,2
2191055-3,2
31926513-2,9
4183754-2,5
5185059-2,5
6192959-2,0

Hér er uppstigningardagur 1887 sá kaldasti, rétt eins og á Stykkishólmslistanum. Mikið fjártjón var um landið norðvestanvert í hríðarveðri. Hretið stóð í nokkra daga en er í annálum kennt við uppstigningardaginn. Í hretinu 1910 - sem var þó fyrr í mánuðinum fórst um 1000 fjár austanlands og mikið snjóaði í Vestmannaeyjum. Hretið á uppstigningardaginn 1926 drap margt fé sunnanlands og þá var alhvítt í Reykjavík og 1929 varð líka mikið fjártjón sunnanlands og maður fórst í snjóflóði í Fnjóskadal í sama hreti. 

Lágur hámarkshiti fiskar líka kalda daga - venjulega er þá engin sól til hjálpar og vindur oft stríður:

röðármándagurhám
11887519-1,0
219145211,0
31850592,5
41910552,8
519265132,8
61967542,9

Frost var allan sólarhringinn í Reykjavík á uppstigningardag 1887 - hræðilegt svo ekki sé meira sagt. Hér kemur uppstigningardagur 1914 líka inn - rétt eins og í Stykkishólmi og 1967 í sjötta sæti. 

Hæst hámark í Reykjavík:

röðármándagurhám
1194653016,0
2184352515,0
3183052015,0
4195452714,9


Uppstigningardagurinn 1946 var hlýjastur í Reykjavík - ekki er alveg að treysta hámarksmælingum fyrir 1870 - en þær fá að fylgja með.

Lýkur hér þessari hroðvirknislegu upprifjun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 1345
  • Frá upphafi: 2352408

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1214
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband