18.6.2014 | 23:27
Fiskivatnsrétt
Á hálsinum milli Norðurárdals og Þverárhlíðar í Borgarfirði eru stöðuvötn. Eitt þeirra heitir Fiskivatn. Það er innarlega á hálsinum undir miklum klettaborgum sem kenndar eru við bæinn Háreksstaði í Norðurárdal. Við vatnið var samnefnd skilarétt sem var í notkun þar til Þverárrétt hin eldri var reist á áreyrum rétt innan við bæinn Kvíar um 1850 - e.t.v. á einhver góðhjartaður lesandi rétt ártal. Það var svo árið 1911 að Þverárrétt var flutt á núverandi stað.
Þótt komið sé vel á annað hundrað ára síðan Fiskivatnsrétt var aflögð má þar enn sjá rústir fyrri tíma. Ritstjórinn kom þarna á gönguferð sumarið 1976, nánar tiltekið 10. júlí. Myndin hér að neðan er tekin undir Hárekstaðaborgum og sér yfir vatnið, en ekki í mestu mannvirkin.
Bjarni Andrésson, þá kennari að Varmalandi, lýsir ummerkjum í Sunnudagsblaði Tímans 1960 (5. árgangur, 41. tölublað, 20. nóvember, bls. 5). Hann taldi að minnsta kosti 28 dilka auk almennings og segir að dráttur hafi trúlega verið nokkuð þvælinn - því ekki hafi dilkarnir nærri allir legið að almenningnum. En lesið grein Bjarna sem aðgengileg er á timarit.is.
Sömuleiðis er minnst á réttina í öðru bindi bókarinnar Áfangar. Í þessu bindi er fjallað um fornar reiðleiðir á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum. Klausan um Fiskivatnsrétt er á blaðsíðu 99. - Bókin er aðgengileg á netinu.
Heimildum ritstjórans ber ekki alveg saman um hvort réttin var haldin fimmtudag í 20. viku sumars (Áfangar) eða þeirri 21. (Bjarni Andrésson). Hér er hallast að því að það hafi upphaflega verið í þeirri 21. en seinna riðlast um viku vegna árekstra milli gamla og nýja stíls (júlíanska og greoríanska tímatalsins). Vel má ímynda sér deilur af þessum sökum.
Svo vill til að í gamla stíl (júlíanska tímatalinu) bar fiskivatnsréttardag (þá í 21. viku sumars) að meðaltali upp á höfuðdaginn (29. ágúst). En þetta riðlaðist (eins og flest annað í landinu) þegar 11 dögum var sleppt úr dagatalinu í nóvember árið 1700. Eftir það féll fimmtudagur í 21. viku sumars að meðaltali á 9. september, en höfuðdagurinn - eins og aðrir dagar tengdir kirkjunni - héldu sínum dagsetningum við skiptin yfir í gregoríanska tímatalið - höfuðdagurinn var áfram 29. ágúst.
Þessi deila um 21. og 20. viku kann þó að vera della ritstjórans - einfaldlega sé um prentvillu eða rangfærslu að ræða í annarri hvorri heimildinni.
Höfuðdeginum fylgdi mikil veðurtrú - líka Fiskivatnsréttardegi í Borgarfirði. Hvorum deginum átti veðurtrúin að fylgja? Allt hið venjulega dagatal hliðraðist greinilega miðað við sól, - en ekki það íslenska. Hlaut veður og náttúra ekki frekar að fylgja sólu heldur en tilviljanakenndum tilskipunum kóngsins? Kannski varð tilfærslan frá 21. til 20. viku til vegna málamiðlunar? Að sleppa 11 dögum - án þess að riðla vikudögunum um leið er alveg sérlega ruglingslegur leikur.
Trú á að fiskivatnsréttardagur væri merkari heldur en höfuðdagurinn var enn við líði í Borgarfirði fyrir hálfri öld. Það man ritstjórinn sjálfur og á þetta er líka minnst í áðurnefndri grein Bjarna Andréssonar í sunnudagsblaði Tímans og í pisli Áfanga. Um höfudaginn á líka að lesa í Sögu daganna eftir Árna Björnsson.
En menningarferðamennska nútímans á tvímælalaust að nýta sér gömlu réttirnar báðar, Fiskivatnsrétt og Þverárrétt eldri. Varla er þó hægt að ætlast til þess að eitthvað sé lappað upp á mannvirkin. Háreksstaðaborgirnar eru líka kapítuli út af fyrir sig. Þær sjást vel frá norðurlandsvegi í Norðurárdal.
Hér er að lokum lítil tafla um fiskivatnsréttardag næstu ára - vilji menn tékka á veðrinu. Miðað er við 21. viku sumars - sé það sú 20. er bara að draga 7 frá dagsetningunni.
Fiskivatnsréttardagur 2014 til 2020:
ár | mán | dagur |
2014 | 9 | 11 |
2015 | 9 | 10 |
2016 | 9 | 8 |
2017 | 9 | 7 |
2019 | 9 | 12 |
2020 | 9 | 10 |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 28.5.2014 kl. 01:35 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 152
- Sl. sólarhring: 198
- Sl. viku: 2073
- Frá upphafi: 2412737
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 1818
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 125
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.