Vorið fer vel af stað (í Reykjavík)

Athugið að þessi færsla var skrifuð 13. maí 2014. 

Á Veðurstofunni nær vorið yfir mánuðina apríl og maí. Það sem af er hefur verið mjög hlýtt á landinu. Í Reykjavík var apríl heilu stigi ofan meðallags síðustu tíu ára og var reyndar ofan þess meðallags á öllum sjálfvirkum stöðvum sem slíkt meðaltal eiga - nema einni. Það var á Hornbjargsvita. Þar var hitinn -0,1 stigi undir tíu ára meðaltalinu. 

Í Reykjavík er tímabilið frá 1. apríl til 13. maí það þriðja hlýjasta á síðustu 66 árum. Nokkru hlýrra var 1974 og lítillega hlýrra 1960. Líklega hrapar núlíðandi vor eitthvað neðar á listanum næstu vikuna.

En það sem af er hefur maí verið hlýr um mestallt land. Meðaltal síðustu 10 ára hefur verið reiknað á 85 stöðvum. Af þeim er hiti nú ofan meðaltals á 65, en undir því á 20. Þetta eru stöðvar á Austurlandi sem eru undir meðaltalinu. Kaldast að tiltölu hefur verið á Upptyppingum, -1,2 stigum undir. Að tiltölu hefur verið hlýjast á Bjargtöngum, 2,8 stig yfir. Það er reyndar dálítið grunsamleg tala, því næst kemur Straumsvík með  2,1 stig yfir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 160
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1630
  • Frá upphafi: 2466001

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1485
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband