Fyrstu tíu dagar maímánaðar 2014

Fyrsti þriðjungur maímánaðar hefur verið mjög hlýr, hiti meir en þremur stigum umfram meðallagið 1961 til 1990 á sunnan- og vestanverðu landinu. Austanlands hefur verið ívið kaldara að tiltölu, vik innan við tvö stig. Keppnin við meðaltal síðustu tíu ára er heldur harðari, taflan að neðan sýnir stöðuna í þeirri keppni.

Meðaltöl fyrstu tíu daga maímánaðar 2014 
mhitivikúrksumúrkvik stöð
8,152,0816,2-1,6 Reykjavík
6,762,027,7-6,1 Stykkishólmur
5,321,706,5-11,8 Bolungarvík
6,161,424,1-6,1 Akureyri
3,640,01152,1120,8 Dalatangi

Hiti og hitavik eru í °C. Úrkomumagn er sýnt í mm og úrkomuvikin sömuleiðis. Í Stykkishólmi og Reykjavík er hitinn meir en 2 stig ofan við meðallagið, en hann er hins vegar nákvæmlega í meðallagi á Dalatanga.

Þessi fyrsti þriðjungur mánaðar er nú í fjórða hlýjasta sæti frá 1949 í Reykjavík og ekki er mjög langt í toppinn, en það eru 8,8 stig þessa sömu daga 1961 (já, 1961 - hitabylgjan mikla 1960 er rétt að koma inn í keppnina). Á Akureyri eru hlýindin í 16. sæti og því 21. á Dalatanga. Sé miðað við morgunhita í Stykkishólmi eru þessir dagar í 9. hlýjasta sæti, röðin sú nær alveg aftur til 1846.

Úrkoman er undir meðallagi á fjórum stöðvanna, mikið í Bolungarvík en er hins vegar langt umfram meðallag á Dalatanga. Þetta er langmesta úrkoma fyrsta þriðjungs maímánaðar á Dalatanga - að minnsta kosti frá 1949. Óvenjumikil úrkoma hefur líka mælst á Desjarmýri á Borgarfirði eystra - en aðrar stöðvar hafa ekki dregið upp úrkomumetaflögg.

Sólskinsstundir eru í meðalagi í Reykjavík - en loftþrýstingur er talsvert undir meðallagi, rétt eins og hefur verið það sem af er árinu.

Því miður er nú spáð kólnandi veðri og líklegt að mánuðurinn lækki heldur á metalistanum.

Rétt að taka fram að þessi færsla er skrifuð 11. maí 2014 - en birt síðar. Enn er slatti af eldri færslum óbirtur - það tekur tíma. Á meðan er bent á fjasbókarsíðu hungurdiska þar sem frem kemur ýmis konar smáfróðleikur á líðandi stund. Einnig skal ítrekað að athugasemdir þar sem nafna einstaklinga er getið eru ekki birtar - ekki heldur þær sem innihalda nafn ritstjórans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1059
  • Frá upphafi: 2354723

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 943
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband