7.6.2014 | 01:08
Íslandssöguslef 5 (ísvísitala Lauge Koch)
Í síðasta pistli var fjallað um rekís við norðanvert Atlantshaf síðustu 150 árin eða svo. Þar kom fram að ísútbreiðsla virðist hafa verið í hámarki á síðustu áratugum 19. aldar - en hafi verið minni um miðja 19. öldina. Þá er spurning um næsta hámark á undan.
Til að ná tökum á því lítum við fyrst á mælitölur þeirra Astrid Ogilvie og Lauge Koch (sjá heimildir neðst í færslunni). Hungurdiskar hafa áður, í löngu máli, fjallað um ísflokkun og ísmælitölu Koch og lesendum bent á þá umfjöllun æski þeir frekari skýringa. Mælitala Astrid Ogilvie er í grundvallaratriðum búin til á svipaðan hátt - en heimildir hennar eru lengst af aðrar en Koch og greinir því stundum á.
Í þessum pistli er Kochtalan í sviðsljósinu. Hún nær ekki til síðustu 20 ára. Hér sjást sömu einkenni og á myndunum sem fylgdu síðasta pistli. Hafísárin 1965 til 1971 skera sig mjög úr á 20. öld. Allmikill ís var þó hér við land á fyrstu 19 árum 20. aldar. Á síðari hluta 19. aldar er breytileiki mjög mikill frá ári til árs en sé litið á tölurnar sjálfar kemur í ljós að íslausu árin á þessu tímabili eru mjög fá samkvæmt mælitölu Koch. Eftir 1850 eru það 1851, 1852, 1861, 1864, 1875, 1884, 1889, 1890, 1893, 1894 og 1900, 11 ár alls.
Á fyrri hluta 19. aldar, 1801 til 1850 eru íslausu árin 16. Á áratugum var ísinn langminnstur frá 1841 til 1850, 7 af tíu eru íslaus. Allmikill ís var 1840, en síðan ósköp rýrt allt fram til 1855 en þá sneri ísinn aftur af fullum þunga. Á hlýindaskeiðinu frá því um og upp úr 1820 til 1855, og við höfum stundum kallað nítjándualdarhlýskeiðið, voru ekki mörg mikil ísár - en samt nokkur. Hér greinir mjög á við hlýskeiðið mikla á 20. öld sem var mjög ísrýrt.
Næsta ísrýra skeið á undan var 1760 til 1780 - sé að marka Kochtöluna. Sjö áranna 1761 til 1770 voru alveg íslaus og fleiri ámóta tímabil koma þegar lengra er leitað aftur í tímann. - Meir um það síðar.
Mesta ísárið frá 1601 að telja, samkvæmt Koch, var 1695 - síðan 1817 og 1888.
Heimildir:
Koch, L., 1945: The east Greenland ice, Medd. Grønland 130, No. 3, 1-374, København.
Wallevik, J. and Sigurjónsson, H., 1998: The Koch index. formulation, corrections and extensions.
Vedurstofa Íslands Report, VÍ-G98035-ÚR28, Reykjavik, Iceland.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 3.5.2014 kl. 01:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 232
- Sl. viku: 1799
- Frá upphafi: 2412819
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1604
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.