Meira af hæstu hámörkum

Í síðustu færslu var litið á töflu sem sýnir hæsta hita sem mælst hefur á veðurstöðvum - hverri fyrir sig (sjá viðhengi færslunnar). Færsla dagsins fjallar um sama efni. Þau nörd (og aðrir) sem afrita listann og líma hann inn í töflureikni munu örugglega raða hámörkunum frá því mesta til þess minnsta. Við tökum ómakið af öðrum og setjum hæstu tölurnar í töfluna hér að neðan.

röðstöðármándagurhámbyrjarendarnafn
1675193962230,51881      2008Teigarhorn
2772193962230,21926      2012Kirkjubæjarklaustur
3580194671730,019371990Hallormsstaður
4422191171129,91881#Akureyri
5923192473029,91923#Eyrarbakki
61596200873029,71996#Þingvellir
74271200481129,21998#Egilsstaðaflugvöllur
8564191171029,119071919Nefbjarnarstaðir
86499200481029,11995#Skaftafell
106420200481029,02003#Árnes
11615191171128,919071919Seyðisfjörður
1163519917428,919762007Kollaleira
1136519200481128,92001#Gullfoss

Fyrsti dálkurinn sýnir röð, síðan kemur númer stöðvarinnar í gagnagrunni Veðurstofunnar. Þriðji, fjórði og fimmti dálkurinn sýna dagsetningu metsins, þá kemur hámarkið sjálft, en síðan dálkur sem sýnir hvenær stöðin byrjaði að athuga. Þar á eftir er dálkur sem sýnir hvenær hún hætti, en táknið # merkir að stöðin sé enn að mæla.

Allar þessar tölur þykja trúlegar nema ein, 29,9 stigin á Eyrarbakka 1924 - hún er líklega röng. Það styrkir 1. og 2. sætið að það séu tvær stöðvar sem ná 30 stigum sama dag. Sama á við um tölurnar í 4., 8. og 11. sæti (Seyðisfjörður), þær bera vitni um hitabylgjuna miklu 1911. Ágústhitabylgjan 2004 á líka þrjár tölur á listanum. Miklar hitabylgjur voru víða um land í júlí 1991 og 2008.

Mannaðar athuganir eru ekki gerðar lengur á þeim þremur stöðvum sem eiga hæstu tölurnar - en þar eru nú sjálfvirkar stöðvar. Af þeim hefur sjálfvirka stöðin á Hallormsstað náð hæst, 27,7 stigum í ágústhitabylgjunni 2004, en nýju stöðvarnar á Teigarhorni og Kirkjubæjarklaustri hafa enn ekki náð 25 stigum.

Sú stöð sem lægst er á listanum er Nýibær, í 890 metra hæð á Nýjabæjarfjalli inn af Eyjafirði - hún var starfrækt aðeins eitt ár - og það að auki hitabylgjurýrt. Talan, 15,6 stig, telst því e.t.v. bara nokkuð há. Lágt á listanum liggja líka nýjar stöðvar sem ættu eiginlega ekki að vera með á honum - þær hafa enn bara séð eitt eða tvö sumur.

Allir dagar frá og með 29. júní til og með 3. ágúst eiga fulltrúa á listanum. Hitabylgjurnar í ágúst 2004 og júlí 2008 keppast um flest metin. Þetta eru langmestu hitabylgjurnar síðan stöðvunum fjölgaði mikið með tilkomu sjálfvirkra athugana, 59 stöðvar lenda á 11. ágúst 2004 (og fleiri dagana þar um kring), en 53 þann 30. júlí. Síðarnefnda dagsetningin fær aðstoð frá mikilli hitabylgju í júlílok 1980 - en þá voru engar sjálfvirkar stöðvar komnar til sögunnar.

Á listanum er getið um 171 mannaða stöð, þar af eiga 26 met frá 2004, 16 frá 1991, 9 frá 1980, 10 frá 1976, 9 frá 1955, 8 frá 1939 og 8 frá 1911. 

Sjálfvirku stöðvarnar á listanum eru 299, 107 af þeim eiga sín met frá 2004 og 57 frá 2008. Síðan eru nokkuð margar stöðvar með met 2012 (46) og 2013 (51) en þar er nær eingöngu um að ræða þær sem eru svo ungar að þær upplifðu hvorki 2008 né 2004.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1581
  • Frá upphafi: 2350208

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1454
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband