28.2.2014 | 01:25
Hlýr alþjóðavetur hér á landi
Alþjóðaveðurfræðistofnunin skiptir árinu í fjórar jafnlangar árstíðir, vetur, vor, sumar og haust. Hver þeirra er þrír mánuðir að lengd, veturinn er desember, janúar og febrúar. Hér á landi telst mars einnig til vetrarmánaða - enda er hann oft kaldasti mánuður ársins. En nú (fimmtudagskvöld 27. febrúar) er alþjóðaveturinn 2013 til 2014 liðinn. Við skulum því líta á hitameðaltöl hans í Reykjavík og á Akureyri.
Meðalhiti í Reykjavík var 1,2 stig, 1,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og nákvæmlega í meðallagi sé miðað við síðustu 10 ár. Þetta nægir í 19. sæti af 148.
Á Akureyri er meðalhitinn nú -0,2 stig, 1,6 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 0,4 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri lendir alþjóðaveturinn í 23. hlýindasæti af 132 samfelldra mælinga.
Enn er því ekkert lát á hlýjum alþjóðavetrum hér á landi. Svo er spurningin hvernig mars gerir það.
Rétt er að taka fram að tölurnar hér að ofan eru fengnar með snöggu kasti inn í töflureikni og á munnþurrku - en vonandi nokkurn veginn réttar - ef ekki kemur það í ljós. - Svo er einn dagur eftir af febrúar og hnikast þá stundum á milli í fyrsta aukastaf.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það hefði kannski einhver búist að Trausti myndi setja inn aðrar tölur en hitatölur þennan síðasta dag mánaðarins, svo sem þurrkatölurnar sem slá nær öll met sem hægt er að slá.
Ó nei! Það er mikilvægara fyrir hann að sýna fram á að við séum enn inni í hlýindaskeiði því sem byrjaði um og uppúr 1995 (þ.e.a.s hvað þessa þrjá vetrarmánuði varðar).
Öðrum þætti kannski athyglisverð fréttin sem birtist um að svifryksmengun í Reykjavík 19. febrúar síðastliðinn hafi verið fjórum sinnum meiri en mengunin í Peking þann daginn. Peking er jú alræmd mengunarborg. Og þá væri kannski ráð að spyrja veðurfræðinginn: "Hvernig ætli standi á þessu"?
Hér er þráður á graf sem sýnir hina ótrúlegu mengun þennan dag hér í höfuðborginni. Hér þar að breyta stillingum aðeins, setja svifryk í stað brennisteins og færa dagsetninguna aftur. Mengunin þenna dag hefur verið alveg ótrúleg miðað við dagana í kring:
http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar/
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 11:06
"Ó nei!" hvað Torfi? Má ekki fjalla um hitatölur þegar hlýtt er eða á bara að nefna þær þegar kalt er?
Ég veit ekki hvað Trausta þykir mikilvægt að sýna fram á, en eins og er, er engin ástæða til segja að hlýindaskeiðinu sem ríkt hefur eftir 1995 sé lokið. Þar að auki þarf nokkurra ára fjarlægð í tíma til að segja til um slíkt.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2014 kl. 12:36
Bestu þakkir fyrir áhugaverða samantekt Trausti:
1. "Meðalhiti í Reykjavík > tímabilið des. '13 - feb. ´14 < var 1,2 stig, 1,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og nákvæmlega í meðallagi sé miðað við síðustu 10 ár. Þetta nægir í 19. sæti af 148."(sic)
2. "Á Akureyri er meðalhitinn nú -0,2 stig > tímabilið des. '13 - feb. ´14 <, 1,6 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 0,4 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri lendir alþjóðaveturinn í 23. hlýindasæti af 132 samfelldra mælinga."(sic)
Nákvæmlega í meðallagi í Rek. og 0,4 undir meðallagi síðustu tíu ára á Ak. nægir enn sem komið er til að hægt er að fullyrða að "enn er því ekkert lát á hlýjum alþjóðavetrum hér á landi."(sic)
En hvað með spá hinnar íslensku vísindanefndar um loftslagsbreytingar um allt að 6°C hækkun ársmeðalhita á þessari öld Trausti? Það virðist vera lítil hlýnun í kortunum á Íslandi :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 13:41
Kæmi ekki á óvart að Trausti eigi eftir að gefa þurrkinum skil þegar frekari kurl koma til grafar. Samt er ljóst að þurrkamet í febrúar hafa aðeins verið sett á stöku stað. Það er fjarri því að nær öll met sem hægt er að slá hafi verið slegin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2014 kl. 13:49
Það er búið að vera heitt í Noregi í vetur.
Torfi, þetta er einkablogg hjá Trausta og því ræður hann hvað hann setur inn enn ekki þú. Ég til dæmis mundi vilja sjá meira umfjöllun um loftþrýsting og vind, enn dett samt ekki í hug að krefjast um það hjá Trausta. Nema þá undir merkjum Veður.is.
Hilmar, snúum þessu kannski við. Reykjavík, 129 kuldasæti af 148. Og Akureyri, 109 af 132.
Pálmi Freyr Óskarsson, 28.2.2014 kl. 18:27
Það má reyndar heita merkilegt hvað fréttir af veðri og færð á landinu á mbl.is í dag virðast stangast á við hlýja alþjóðaveturinn hans Trausta:
Innlent | mbl | 28.2.2014 | 14:21
"Spá snjókomu og skafrenningi
Ófært er á Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði og mokstri hætt. Hálkublettir eða snjóþekja er á Fljótsdalshéraði, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og hálka á Fagradal en snjóþekja og snjókoma er á Oddsskarði. Þungfært er á Vatnsskarði eystra en unnið að mokstri." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/28/spa_snjokomu_og_skafrenningi/)
Innlent | mbl | 28.2.2014 | 13:47 | Uppfært 14:06
"Hættuástand við háspennulínur
Mikið fannfergi er enn til fjalla víða á Austurlandi og Vestfjörðum og hættulega stutt upp í línuleiðara á mörgum stöðum, s.s. á Fjarðarheiði eystra og á norðanverðum Vestfjörðum." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/28/haettuastand_vid_haspennulinur/)
Innlent | mbl | 28.2.2014 | 10:57 | Uppfært 11:36
"Þungfært um Möðrudalsöræfi
Hálka og skafrenningur er Mývatnsöræfum en þungfært og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum en þar er mjög slæmt skyggni." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/28/thungfaert_um_modrudalsoraefi_2/)
Innlent | mbl | 28.2.2014 | 9:07
"Möðrudalsöræfi ófær en mokað í dag
Ófært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en þar stendur til að moka í dag." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/28/modrudalsoraefi_ofaer_en_mokad_i_dag/)
Innlent | mbl | 28.2.2014 | 7:52 | Uppfært 9:57
"Slæm færð og skyggni á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum er snjóþekja og hálkublettir, allhvasst og mikill skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Gemlufallsheiði en mokstur stendur yfir. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Klettshálsi og verða aðstæður skoðaðar í birtingu." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/28/slaem_faerd_og_skyggni_a_vestfjordum/)
Innlent | mbl | 28.2.2014 | 7:14 | Uppfært 10:07
Öxnadalsheiði ófær
Á Norðurlandi eru vegir auðir vestan Blönduóss en þar fyrir austan er víðast hvar vetrarfærð, hálkublettir, hálka eða snjóþekja og víða ofankoma. ófært er á Öxnadalsheiði en mokstur stendur yfir. Vegurinn um Hólasand er ófær." (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/28/xnadalsheidi_ofaer/)
Svo er líka búinn að vera svo hlýr alþjóðavetur í Kanada og Bandaríkjunum :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 21:10
Sigurður Guðjónsson var fyrstur með fréttirnar af þurrkinum. Samkvæmt honum reyndist febrúar vera sá fjórði þurrasti sem mælst hefur í Reykjavík frá 1885. Úrkoman var 12,9 mm en var minnst 1966 4,9 mm, 9,0 mm í þeim ískalda febrúar 1885, og 10,0 mm árið 1900. Úrkomudagar voru núna fimm en frá stofnun Veðurstofunnar 1920 hafa þeir fæstir verið þrír í febrúar 1947, þeim sólríkasta sem mælst hefur og fimm í febrúar 1977. Árið 1966, í úrkomuminnsta febrúar, voru þeir hins vegar 7. Úrkomuminnsti febrúar sem mælst hefur á landinu í heild er talin vera árið 1900 en næstur kemur frá þeim tíma 1977, 1901 og 1966. Þess má geta að febrúar árið 2010 er talinn sá 11. þurrasti frá 1900 á landinu.
Þurrkamet einstakra stöðva sem alllengi hafa verið athuguð: Í Stafholtsey í Borgarfirði hefur alls engin úrkoma mælst (stöðin er um 25 ára). Í febrúar 1977 mældust 0,2 mm í Síðumúla í Hvítársíðu. Í Stykkishólmi er þetta næst þurrasti febrúar, alveg frá 1857 en minnst var árið 1977. Á Bergsstöðum í Skagafirði hefur ekki mælst minni febrúarúrkoma eða í nokkrum mánuði, 0,4 mm, frá 1979. Á Þingvöllum, þar sem er sjálfvirk úrkomustöð, hefur líklega ekki mælst minni úrkoma í febrúar. Kannski minnir þessi mánuður núna nokkuð á febrúar 1977. Þá var þrálát austanátt eins og nú og metþurrkar, í alveg bókstaflegum skilningi, á Vesturlandi og mjög þurrt var á norðvestanverðu landinu. En febrúarmánuður í ár er miklu mildari en 1977.
Þá er komið "örstutt" yfirlit frá Veðurstofunni vegna tíðarfarsins í febrúar:
Óvenjueindregin austan- og norðaustanátt var ríkjandi í mánuðinum. Sérlega þurrt var um landið vestanvert allt norður fyrir Breiðafjörð og sömuleiðis inn til landsins á Norðurlandi vestanverðu. Á þessu svæði var febrúar hinn þurrasti um áratugaskeið, í Reykjavík frá 1966 og frá 1977 í Stykkishólmi.
Hlýtt var í veðri og hiti vel yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en í meðallagi sé miðað við hin óvenjuhlýju ár síðasta áratuginn. Meðalhiti í Reykjavík var 1,7 stig, 1,4 yfir meðallagi fyrrnefndu áranna, en 0,2 yfir meðallagi síðustu tíu ára.
Torfi Kristján Stefánsson, 28.2.2014 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.