21.2.2014 | 01:26
Af þurrkum (og rétt er minnst á votviðri)
Enn blæs austan- og norðaustanáttin eins og ekkert hafi í skorist - og ekkert lát sýnist á. Þessu fylgir þurrkur um landið vestanvert - en úrkomutíð er austan- og norðaustanlands og sömuleiðis norðan til á Vestfjörðum.
Það er erfiðara að fylgjast með stöðu úrkomunnar gagnvart meðaltölum heldur en hita og loftþrýstings. Það er þó auðveldara sé hún mikil heldur en lítil. Sólarhringsúrkomumet eru slegin á nánast augabragði (það leynir sér ekki) en þurrkmet er ekki hægt að slá nema á löngum tíma. Hér á landi er úrkoma mæld á meir en 100 stöðvum, bæði mönnuðum og sjálfvirkum. Mönnuðu stöðvarnar eiga að senda veðurskeyti að minnsta kosti einu sinni á dag - en því miður er oft misbrestur á því - ástæður ýmsar. Heildarmynd af þurrkum fæst því langoftast ekki fyrr en komið er langt fram í næsta mánuð - þegar búið er að koma skrám í endanlegt lag.
Lítum nú á nokkur atriði, fyrst heildarúrkomu það sem af er ári í Reykjavík og í Stykkishólmi. Í Reykjavík er hún 78,5 mm. Fljótt á litið virðist þetta ekki vera sérlega lítið - en þegar nánar er að gáð hefur árið aðeins 11 sinnum byrjað með jafn lítilli úrkomu að því er mælingar greina. Samfellt hefur verið mælt frá 1921, en líka samfellt á árunum 1885 til 1907. Árin á milli vantar. Fara þar nærri tuttugu ár aftur í tímann til að finna jafnþurra ársbyrjun í Reykjavík, til 1995.
Í Stykkishólmi hefur úrkoman það sem af er ári aðeins 33,9 mm. Þar ná samfelldar úrkomumælingar aftur til haustsins 1856. Svo er að sjá sem úrkoma hafi aðeins einu sinni verið minni en nú. Það var í ársbyrjun 1936. Þá mældist úrkoman á sama tíma 17,2 mm. Ársbyrjunin 1980 var nærri því jafnþurr og nú - munar innan við 1 mm.
Hafa ber í huga að einn til tveir úrkomusamir dagar eru fljótir að skjóta þurrkmetum út af kortinu - en þar sem nú eru aðeins átta dagar eftir af febrúar og enga breytingu á vindátt að sjá er rétt að fara að huga að þurrkmetum febrúarmánaðar.
Trúlega á núlíðandi febrúar ekki nokkurn möguleika á að slá þurrkmet fyrir landið allt - til þess hefur úrkoman á Norðaustur- og Austurlandi verið allt of mikil. En þurrkmet landsins alls á febrúar 1977, norðanlands telst febrúar 1930 þurrastur, á Vesturlandi er það febrúar 1977 og febrúar 1966 á Suðurlandi.
Í viðhenginu er listi yfir þurrasta febrúarmánuð á (flestum) mönnuðum veðurstöðvum, heildarúrkomu mánaðarins og hvaða ár þetta var. Þeir sem vilja geta afritað listann yfir í töflureikni og raðað honum eins og hverjum þykir best. Það eru um 15 stöðvar sem gera sig líklegar til nýrra febrúarþurrkmeta. Engin úrkoma hefur enn mælst í febrúar í Stafholtsey í Borgarfirði, aðeins 0,1 mm hefur mælst á Augastöðum í Hálsasveit og fáeinar stöðvar aðrar eru ekki langt þar fyrir ofan.
Tæpur tugur stöðva horfir í hina áttina - þar er góður möguleiki á því að febrúar verði sá úrkomusamasti sem vitað er um.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 16
- Sl. sólarhring: 211
- Sl. viku: 981
- Frá upphafi: 2420865
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já, þau leynast víða metin þó það séu ekki hitamet.
Trausti var næstum búinn að missa af þessu þurrkameti, komið langt fram í febrúar.
Samt er þetta mesta metið sem ég hef orðið var við fyrr og síðar á Traustabloggi:
Í Stykkishólmi hefur úrkoman aðeins einu sinni mælst minni en nú það sem af er ári, þ.e. frá 1856!!!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.