Enn ein risalægðin á Atlantshafi

Risalæðaskeiðinu virðist ekki enn lokið á Atlantshafi. Ritstjórinn man vel eftir fyrstu risalægðinni sem hann sá á vaktinni. Það var 8. febrúar 1982. Lægðin var um 930 hPa djúp þegar hún var upp á sitt besta og hér á landi fór þrýstingurinn niður í 937 hPa, það læsta sem þá hafði sést á mælum í 40 ár. Þótt ekki hafi liðið svo langur tími á milli 930 hPa lægða á Atlantshafinu í heild minntist ritstjórinn þess ekki (1982) að hafa séð 935 hPa jafnþrýstilínuna nema einu sinni áður frá því hann fór að liggja í veðurkortum 20 árum áður. Veðurkort voru ekki eins auðfengin og nú - og ábyggilega hafa einhverjar 930 hPa lægðir farið hjá á þessum tíma - án þess að fara yfir Ísland.

En frá og með þessari lægð 1982 var eins og nýir tímar væru gengnir í garð. Auðvitað var ekki hægt að segja að 930 hPa lægðir yrðu algengar - en þær fóru að sjást við og við. En undanfarinn mánuð hefur hins vegar keyrt um þverbak - og enn er lægð spáð niður í 930 hPa.

Evrópureiknimiðstöðin segir 927 hPa kl. 06 á sunnudag 5. janúar á kortinu hér að neðan.

w-blogg030114a 

Við sleppum við versta veðið - en samt sér lægðin til þess að veðurlag helst svipað áfram og verið hefur. Hlýtt loft gengur yfir landið úr suðaustri - þrengir að kaldara lofti fyrir norðan og úr getur orðið leiðinda norðaustanbryðja. 

Annað mál:

Lesandi sem reiknað hefur út að meðalhiti ársins 1995 í Reykjavík er 4,95 stig spyr hvort hann heiti 4,9 eða 5,0 með einum aukastaf.

Því er til að svara að í þessu tilviki verður meðalhitinn að heita 4,9 stig því ekki er hægt að hækka upp tvisvar. Sé reiknað með fjórum aukastöfum er útkoman 4,9458 stig - það dugar ekki í 5,0.

En hér er rétt að gefa reiknireglum gaum. Það er nefnilega þannig að ársmeðalhiti er skilgreindur sem meðaltal hita mánaðanna tólf - án tillits til lengdar þeirra. Við getum því fengið aðra útkomu ef við reiknum meðalhita ársins með því að reikna alla daga jafna. Í ár kemur þetta þannig út að  ársmeðalhiti í Reykjavík er 4,9559 stig - það dugar í 5,0 stig. Sé gengið enn lengra og meðaltal allra athugana (á 3 stunda fresti) reiknað verður útkoman 4,9516 stig - nægir líka í 5,0 stig.

Hvað sem mönnum finnst er meðalhitinn 2014 í Reykjavík „4,9“ stig samkvæmt reglum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar - og þeim er fylgt. Það er oftar þannig að reglan lækkar meðaltalið lítillega - febrúar hefur aðeins of mikið vægi - hann er kaldur. En langt er síðan ritstjórinn hefur reiknað muninn kerfisbundið. Það má gera síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 2803
  • Frá upphafi: 2427355

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2513
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband