Gleðilegt nýtt ár

Ritstjóri hungurdiska og almennir starfsmenn (Fídelíó, Fídel og Fídó) óska lesendum og öðrum landsmönnum árs og friðar. Hætt er við að útgáfan grisjist eitthvað á árinu miðað við það sem verið hefur - er þar ósamkomulagi (ónefnanlegra) eigenda um ritstjórnarstefnu um að kenna - (eða varðandi eitthvað - alla vega). Kannski ritstjórinn verði einfaldlega rekinn eða settur út í horn.

En það verður varla veðurlaust á landinu á árinu 2014. Langt er síðan það bar síðast við. Kann þó að vera að annálaritarar hafi um það þagað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðilegt ár, Trausti.

Mjög skemmtilegir og fróðlegir pistlar frá þér. Reyndu að koma vitinu fyrir co/editorana og ekki minnka við þig og alls ekki hætta

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2014 kl. 07:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegt nýtt ár! Takk fyrir skemmtilegt blogg á liðnu ári.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2014 kl. 07:59

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleðilegt ár Trausti - takk fyrir mig á liðnum árum. Vonandi verða hungurdiskar við líði í mörg herrans ár til, hvað sem líður innri átökum í ritstjórn þessa dagana.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.1.2014 kl. 09:45

4 identicon

Gleðilegt ár, takk fyrir alla pistlana á liðnum árum, þeir eru ómissandi fyrir marga fróðlegir og skemmtilegir.

Birna Lárusdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 10:21

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú hættir sko ekki neitt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2014 kl. 12:35

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það væri slæmt fyrir okkur veður menn hin venjulegu,endilega hakda áfram,og gleðilegt ár og þakka það gamla/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 1.1.2014 kl. 16:09

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gleðilegt ár Trausti og allir þeir miklu veðurspekingar sem hér eiga það til að tjá sig. Vonum að hér á hungurdiskum verði áfram bornir fram gómsætir og misvel-meltanlegir veðurréttir.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.1.2014 kl. 16:39

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gleðilegt ár og takk fyrir áhugaverða pistla.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.1.2014 kl. 22:51

9 identicon

Gleðilegt ár. Vinsamlegast ekki eyðileggja fyrir okkur nýja árið með svona yfirlýsingum. Má ekki eitthvað millistig vera á því að hafa mjög fræðilega pistla eða sleppa þeim alveg?

Jón Ágúst Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 00:15

10 identicon

Tek undir þetta. Trausti verður auðvitað að halda áfram á nýju ári, sama hvað tautar og raular.

Annars er komið yfirlit yfir desembermánuð á vedur.is.

Þar kemur fram að mánuðurinn var einn af þeim kaldari og hryssingslegri frá því mælingar hófust, ekki síst hér á Suðvesturhorninu:

Tíð var óróleg í desember. Mjög kalt var daganna 4.-8. Hiti var yfirlit við eða undir meðaltali kuldaskeiðsins 1961-90 eða -0,5 stig, sem er -0,2 stigum lægra en á kuldaskeiðinu og heil 1,3 stig lægra en síðustu 10 ár. Það gerir t.d. 86.-87. í röðinni hvað Reykjavík varðar (í 143 ár!).

Úrkoma var undir meðallagi suðvestanlands eða 61,6 mm sem er um 20 prósentum undir meðallagi.

Alhvítt var 22 daga í Reykjavík og er það níu dögum fleiri en að meðaltali 1971 til 2000. Aðeins einn alauður dagur var í Reykjavík í mánuðinum.

Vindhraði á landinu var um 0,8 m/s yfir meðallagi. Þetta er með mesta móti á síðari árum, á mönnuðu stöðvunum sá mesti í desember frá 1994.

Meðal loftþrýstingur í Reykjavík var 985,9 hPa og er það 15,2 hPa undir meðallagi. Meðalþrýstingur hefur ekki orðið svona lágur í desember síðan 1951.

Hlýskeiðinu virðist vera að ljúka og gott betur.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 20:10

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það verður spennandi að sjá hvernig Veðurstofan reiknar meðalhitann 2013 í Reykjavík með hefðbundnum einum aukastaf. Kannski erum við að tala um 5,0 stig eftir allt. En tæpt verður það allavega.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.1.2014 kl. 20:51

12 identicon

Margendurteknar nýárskveðjur og óskir um gæfu og gjörvuleika á nýju ári, Trausti, veðurnördar og veðurbarin þjóð!

Ég fagna því að ritstjóri Hungurdiska hugleiði að eyða meiri tíma í að rannsaka niðurstöður útreikninga loftslagslíkana fyrir Ísland og nærliggjandi hafsvæði.

Minni í því sambandi á skýrslu "Vísindanefndar um loftslagsbreytingar" sem var skipuð af umhverfisráðherra haustið 2007.

Skýrsla nefndarinnar "Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi" var gefin út af umhverfisráðuneytinu í júlí 2008. (http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf)

Niðurstöður nefndarinnar eru að yfirgnæfandi líkur séu á því að áfram muni hlýna á Íslandi á 21. öldinni. Reyndar spáir nefndin fyrir um allt að 6°C hækkun meðalhita á Íslandi á þessari öld(!)

Í ljósi þess að langur vegur er frá því að þessi spá sé að rætast - reyndar er staðfest að meðalhiti á Íslandi er að lækka en ekki hækka - er ljóst að nefndarmenn verða að hverfa aftur að teikniborðinu og ígrunda loftslagslíkönin sem þeir fengu að láni hjá IPCC ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 21:28

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Byrja klappstjórar loftslags afneitunarinnar að búa til kólnun í huga sér - síðasta ár er hvorki kalt né til vitnis um einhverja kólnun hér á landi, sjá t.d. frétt veðurstofunnar hér. Á heimsvísu var árið líka hlýtt, s.s. engin kólnun í kortunum samt virðast menn eins og Hilmar halda að þeir hafi eitthvað leyfi til að koma með persónuleg skot á Trausta og aðra þá sem halda á lofti umræðu um veðurfar og/eða loftslag.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2014 kl. 13:31

14 identicon

Ertu að væna mig um ósannsögli Svatli minn? Eigum við bara ekki að taka báðar útfærslur sama mannsins á tíðarfari ársins 2013?

1. "Árið var hlýtt, hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stigum yfir meðallaginu 1961 til 1990. Hlýjast að tiltölu var austanlands en kaldast suðvestanlands. Þótt hlýtt hafi verið var árið í flokki þeirra kaldari á nýrri öld. Suðvestanlands það kaldasta frá árinu 2000 en í öðrum landshlutum var lítillega kaldara eða mjög svipaður hiti á árunum 2005 og 2011." (http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2813)

2. "Meðalhitinn í ár (2013) er 3,9 stig og er það 0,7 stigum ofan við meðaltalið 1961 til 1990. Þetta er átjánda árið í röð sem er ofan við þetta meðaltal. Ef trúa má reikningunum er það þó næstkaldast það sem af er 21. öldinni (ómarktækt hlýrra en árið 2005). Suðvestanlands verður það trúlega það kaldasta en víða fyrir norðan og austan var kaldara bæði 2005 og 2011."

(http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1341548/)

Eigum við ekki að lesa þetta saman Svatli minn?

1. "Þótt hlýtt hafi verið var árið í flokki þeirra kaldari á nýrri öld." og svo rúsínan í pylsuendanum: "Ef trúa má reikningunum er það þó næstkaldast það sem af er 21. öldinni (ómarktækt hlýrra en árið 2005)"(!)

Á mannamáli heitir þetta að árið 2013 sé kaldasta árið á þessari öld. Það gefur vissulega til kynna að það sé að k ó l n a á Íslandi = meðalhitinn er að l æ k k a en ekki hækka.

En þetta skilja heittrúarsinnar auðvitað ekki frekar en þá staðreynd að kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn er fastur í sama hafísnum og var #ekki# til staðar þegar Akademik Shokalskiy festist á aðfangadag jóla!

> http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/antarctica/10548690/Antarctic-rescue-ship-now-stuck-in-ice.html

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2014 kl. 20:46

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Árið er ekki kalt kæri Hilmar (það er mun hlýrra en viðmiðunartímabilið og eitt af hlýrri árum í mæliröðinni frá því mælingar hófust) - ef þú heldur því fram að árið sé kalt, ferðu með tóma vitleysu og ef þú heldur áfram að básúna svona vitleysu, þá er hægt að "væna þig um ósannsögli" svo notuð séu þín eigin orð ;)

Og líka, ef árið er hlýrra en meðaltalið (sem það er ef það er skoðað frá upphafi mælinga - það þarf reyndar ekki að fara svo langt aftur til þess) þá hækkar meðaltalið - þú ert kannski ekki góður í svona pælingum, en svona virkar meðaltal. Það er að sjálfsögðu hægt að spinna einhvern spunavef um síðustu 13 árin og meinta kólnun á Íslandi, en það er ekki góð latína og það mætti halda því fram að svoleiðis spuni væri bölvuð vitleysa Hilmar minn, jafnvel "ósannsögli", svo aftur sé vitnað í þín eigin orð. Ca. helmingur síðustu 13 ára er undir meðaltali - hinn helmingurinn yfir meðaltali (svona gróft áætlað) - en það er enn hlýtt fyrir því, ef miðað er við skjalfest gögn um hitastig og orð veðurstofunnar um árið 2013 og samanburð við önnur ár.

Fróðlegar skipafréttir Hilmar, en þær hafa að sjálfsögðu ekkert með eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda að gera eða þeirri staðreynd að hlýnun er enn í gangi - ætli það segi okkur ekki einfaldlega að siglingar á Suðurskautinu geti verið varasamar, meira að segja um sumar þar niður frá. Svona eins og að veður getur fljótt skipast í lofti á Íslandi - meira að segja að sumri til :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.1.2014 kl. 23:35

16 identicon

Gott og vel Svatli minn, það er ljóst að þú ferð langt með að saka mig um lygi - þú um það. En við skulum þá athuga hvaða forsendur þú gefur þér fyrir þeim áburði:

"ef þú heldur því fram að árið sé kalt, ferðu með tóma vitleysu og ef þú heldur áfram að básúna svona vitleysu, þá er hægt að "væna þig um ósannsögli" svo notuð séu þín eigin orð"(sic)

Hér hefur rétttrúnaðurinn fest þig enn og aftur í #ímynduðum# hafís. Ég hef hvergi haldið því fram að árið sé "kalt". Hinsvegar hef ég staðfastlega bent á - og stutt með rökum - að það sé að k ó l n a á Íslandi m.v. önnur ár þessarar aldar. (sjá "reyndar er staðfest að meðalhiti á Íslandi er að lækka en ekki hækka" og "Á mannamáli heitir þetta að árið 2013 sé kaldasta árið á þessari öld. Það gefur vissulega til kynna að það sé að k ó l n a á Íslandi = meðalhitinn er að l æ k k a en ekki hækka.").

Í stað þess að horfa hlutlægum augum á staðreyndir kýst þú að berja höfðinu við klakann og skirrist ekki við að gera mér upp skoðanir í því sambandi! Það eru léleg "vísindi" Svatli minn.

Meðfylgjandi er heimildarmynd um aðstæður á Suðurskautinu þegar Mawson varpaði akkerum við Commonwealth Bay 8. janúar 1912 - hann kom að hafíslausu landi!

> http://www.youtube.com/watch?v=k-9yJ6-6aEs

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 12:11

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar minn - til að hægt sé að fullyrða um kólnun er ekki hægt að skoða einstök ár eða styttri tímabil, hvorki staðbundið á Íslandi, né fyrir heiminn í heild. Það er því tómt bull hjá þér að fullyrða um kólnun út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Það er náttúrulega tóm þvæla að rökræða þetta við þig því að þú ert svo fastur í afneitun að þú áttar þig ekki hið minnsta á eigin þvælu (sem þú lepur upp af einhverjum afneitunarsíðum sem ekki ræða hlutina út frá hlið vísinda). Hey já, þetta sterka orðalag er notað með vilja til að benda á hina fullkomnu afneitun þína og skort á gögnum...ekkert nýtt í því hjá þér að sjálfsögðu...

En hvað um það, þér er í lófa lagið að fullyrða út í loftið áfram og stinga höfðinu í sandinn, enda þarft þú ekki að vísa í góða aðferðafræði eða alvöru gögn máli þínu til stuðnings, þín persónulega skoðun bökkuð upp með tómi bulli virðist henta vel í þínum afneitunarheimi - best að þú haldir bara bullinu áfram á nýju ári, enda langt um liðið síðan þú byrjaðir á þessu og engar líkur á að þú áttir þig á ástandinu í raunheimum...

PS. Ég sakaði þig ekki um lygar (vísaði þó í þín eigin orð) - en ég benti þó á að málflutningur þinn er rangur - en vankunnátta þarf ekki endilega að vera til vitnis um lygar...það er allt annar handleggur, en niðurstaðan er þó svipuð.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2014 kl. 15:22

18 identicon

Hefur þú verki með þessu Svatli minn? Ég vísa einungis í mentor þinn og læriföður, Trausta Jónsson:

"Í fyrsta dálki er meðalhiti ársins 2013, síðan koma vikin, fyrst miðað við 1961 til 1990, síðan 2003 til 2012 og loks 1931 til 1960. Hér sést auðvitað best hversu ofurhlýtt tímabilið 2003 til 2012 var miðað við bæði 30 ára tímabilin. Sömuleiðis kemur í ljós að 2013 er sjónarmun hlýrra heldur en meðaltal hlýja tímabilsins 1931 til 1960."

>http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1342132/

Samkvæmt Trausta er meðalvik áranna 2002 - 2012 m.v. 2013 -0,44!

Málflutningur þinn dæmir sig sjálfur Svatli minn, sorglegt orðaskak, upphrópanir og útúrsnúningar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 16:35

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Trausti talar ekki um kólnun - enda er þetta ekki til vitnis um kólnun - heldur bara til vitnis um hitastig eins árs, sem er undir staðbundnu meðaltali síðustu fárra ára (segir ekkert um kólnun), en yfir meðaltali viðmiðunartímabilsins. En eins og ég sagði áður, þá er ekki hægt að ræða við þig - vankunnátta þín og tóm þvæla er of mikil.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2014 kl. 18:22

20 identicon

Þessi málflutningur þinn er náttúrulega kominn út fyrir allt velsæmi og er sorglegur vitnisburður um hitaóráðið sem þú virðist stöðugt vera haldinn.

Það er augljóst, öllum viti bornum mönnum, að meðalhiti ársins 2013 á Íslandi mælist 3.9°C. Jafnframt hefur komið fram að hitatoppur þessarar aldar var 5,1°C og árið í ár telst vera kaldasta árið á þessari öld.

Að auki er það staðfest að meðalvik áranna 2002 - 2012 m.v. 2013 er -0,44.

Allar mælitölur sýna því glögglega að það hefur k ó l n a ð á Íslandi í ár m.v. meðalhita síðustu 10 ára. Þessar tölur eru allar fengnar beint frá Trausta Jónssyni og þú ert því í rauninni að saka Trausta Jónsson og vankunnáttu og tóma þvælu!

Að endingu þetta, Sveinn Atli Gunnarsson. Þú getur reynt að berja höfðinu við klakann og beita soraaðferðum við að tala niður, rægja og gera lítið úr andmælendum þínum en það bætir ekki þinn málstað, sem á reyndar mun meira skylt við blinda ofsatrú en vísindi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2014 kl. 22:40

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er heitt í Ástralíu. Það hlýtur að róa taugar alarmista.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2014 kl. 22:53

22 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar - eins og ég sagði áður, að reyna að gera tilraun til að ræða við þig (marg reynt í gegnum tíðina) er heimskuleg iðja. Enda byrjar og endar þín umræða á bölvuðu persónulegu skítkasti engum til sóma - ef að það er gert tilraun til að setja ofan í við þína afneitun og rangtúlkanir þá móðgastu. Þú hefur haldið því fram að einstakt ár - staðbundið hér á Fróni (sem er kaldara en síðustu nokkur ár) sé til vitnis um kólnun...það er rangt! Eitt ár segir okkur ekkert um leitnina eitt og sér og gerir okkur ekki kleift að fullyrða um kólnun - það er því tóm þvæla hjá þér Hilmar að gera það. Þú getur sagt að árið í ár sé kaldara á Íslandi en síðasta ár - en að fullyrða um kólnun út frá þessum gögnum er tóm þvæla og helber heimska hjá þér.

Þó ég nú einu sinni svari heimsku þinni með ákveðnum hætti - ekki missa þig algerlega yfir því Hilmar - mér sýnist þú beita persónulegu skítkasti of mikið til að hafa efni á að svara fyrir það að einhver setji ofan í við þig. Reyndu nú bara að sætta þig við það að það er ekki hægt að fullyrða um kólnun út frá einu ári...tóm þvæla að halda þannig bulli fram.

PS. Ég tel að það þurfi að einhverju marki að svara svona vankunnáttu og rangfærslum á einhvern hátt - en það nær nú bara svo langt sem maður nennir því. Vankunnáttu þinni virðist t.d. engin takmörk sett og það er því að nógu að taka þegar að því kemur. Það er því tóm vitleysa að reyna að svara þér - enda reynir þú alltaf að hafa síðasta orðið - þó ekki nema bara til, enn og aftur, að rakka niður þann sem svarar þér (í þúsundasta skiptið - er nema von að maður hafi tekið silkihanskanna af til að svara þér). Svona heimsku er náttúrulega ekki hægt að svara frekar og er ég því hættur. Ég er viss um að Hilmar mun hreykja sér í heimskulegum athugasemdum - og kannski kemur einhver af afneitunar trúfélögum hans og leggur orð í belg um hversu vondur ég er við hann :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.1.2014 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 2307
  • Frá upphafi: 2413971

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2122
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband