16.12.2013 | 01:07
Næsta lægð er við Nýfundnaland
Lægðirnar kröppu sem gengu nærri Færeyjum í gær og dag (sunnudag 15. desember) voru litlar um sig þegar þær dýpkuðu hvað mest. Síðari lægðin þó aðeins stærri. Svo er að heyra að allmiklir skaðar hafi orðið í Færeyjum. Hvasst varð um tíma sums staðar austanlands í dag og sömuleiðis olli lægðin miklu hvassviðri og einhverju tjóni í Skotlandi.
Næsta lægð verður að sögn álíka djúp og þær fyrri en talsvert fyrirferðarmeiri. Það þýðir að vindur verður almennt minni - en nægur samt. Lægðin á að fara yfir Ísland á aðfaranótt miðvikudags. Klukkan 18 á morgun (mánudag) verður hún um 700 km austur af Nýfundnalandi.
Hún verður þá um 974 hPa í miðju en á að dýpka niður í um 950 hPa á leið hingað til lands. Það háir lægðinni aðeins - ef svo má segja - að hún skilur eftir sig lægðardrag til vesturs um Nýfundnaland og hefur farið á mis við kaldasta loftið norðurundan. Hún á því rétt svo að ná inn í skilgreininguna amerísku á sprengilægð, en til að komast í þann flokk verða lægðir að dýpka um 24 hPa á sólarhring. En við verðum samt að taka lægðina alvarlega og rétt að fylgjast vel með veðurspám Veðurstofunnar.
Þessi lægð á hins vegar að leggja upp fyrir þá næstu þar á eftir sem springur út suður í hafi strax á miðvikudag. Hún á að taka 38 hPa á 24 tímum - eða svipað og Færeyjalægðirnar. Að sögn evrópureiknimiðstöðvarinnar eru Færeyjar og Skotland enn í skotlínunni - en við sleppum vonandi að mestu - en trúlega ekki alveg.
Efnislega á svipuð staða að halda áfram svo lengi sem sést. Margar krappar óðalægðir á Atlantshafi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.11.): 386
- Sl. sólarhring: 505
- Sl. viku: 2443
- Frá upphafi: 2412241
Annað
- Innlit í dag: 373
- Innlit sl. viku: 2107
- Gestir í dag: 365
- IP-tölur í dag: 356
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er ekki líka rétt að fylgjast með Suðurskautinu Trausti? Nýtt kuldamet slegið, -135.8°F, mesti kuldi sem skráður hefur verið frá upphafi mælinga og hafísinn mældist 17.16 milljón km2 í nóvember (1981 - 2010 meðaltalið fyrir nóvembermánuð er 16.30 milljón km2)!
> http://guardianlv.com/2013/12/antarctica-record-cold-and-growing-ice-chills-global-warming-theories/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 21:47
Þetta eru -93,2 kuldabolastig á Celsíus! Það er greinilega líka að kólna á Suðurskautslandinu! Bráðum fer að frjósa i helvíti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2013 kl. 00:32
135.8°F var nú bara einhver gervihnattamæling frá því í ágúst 2010 sem þeir voru að rýna í.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2013 kl. 00:42
Er þetta ekki bölvað bull!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2013 kl. 00:52
Minnsti yfirborðsljómi (luminance temperature) sem fundist hefur í gervihnattagögnum - það er metið. Sá mesti er 70,7 stig sem komu fram við mælingu yfir Íran 2005. Munum líka að viðurkenndur heimslágmarkshiti er -89,2 stig á Vostokstöðinni, ljómametið breytir engu þar um. Stöðvakerfið á Suðurskautslandinu er mjög gisið - en er mjög að þéttast - nánast öruggt er að Vostokmetið verður slegið á næstu árum - alveg sama hvort veðurfar fer hlýnandi eða ekki.
Trausti Jónsson, 17.12.2013 kl. 01:59
70,7°C - 93,2°C = - 22,5°C. Meint "hlýnandi veðurfar" í hnotskurn :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 13:51
Nei. Hilmarskur misskilningur í hnotskurn.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2013 kl. 14:12
Kuldamet munu verða slegin - svo og hitamet, hvað sem líður hnattrænni hlýnun. Þegar það hlýnar má gera ráð fyrir að hitametin verði fleiri eins og verið hefur á undanförnum áratugum. Þegar net mælistöðva þéttist á Suðurskautinu þá má líka eiga von á mælingum með kuldametum þar (eins og Trausti kemur inn á).
PS. Nóvember í ár var hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga samkvæmt mælingum NASA-GISS - það er fróðleg staðreynd sem hilmarskir kólnunarsinnar ættu að hafa í huga, sjá http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata_v3/GLB.Ts+dSST.txt
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2013 kl. 15:27
Hér hafa hlýnunarsinnar farið mikinn í nóvemberhitadrama. Staðreyndin er engu að síður sú að sé litið á 11 fyrstu mánuði ársins þá er árið 2013 (það sem liðið er) fjórða heitasta ár frá því að mælingar hófust 1891 (átjánhundruðníutíuogeitt) - deilir reyndar fjórða sæti með 2002. Árin 1998, 2005 og 2010 eru öll heitari.
Hér dugar því ekki að fara að leita bláberja við Esjurætur að hætti þeirra EHV og SAG, heldur verður að sjálfsögðu að líta á árið í heild sinni :)
> http://www.usatoday.com/story/weather/2013/12/17/warm-november-global-climate-report/4052839/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 17:33
Einmitt Hilmar - árið er það fjórða hlýjasta frá upphafi mælinga eins og sakir standa, takk fyrir að benda á þá staðreynd. Staðreynd sem er m.a. mér mjög kunn og ætti að vera kunn sem flestum - enda engin kólnun í pípunum, heldur áframhaldandi hlý ár á heimsvísu. Frábær nálgun að benda á þetta - þar sem þetta styður ekki kólnunar fullyrðingar...takk fyrir Hilmar.
PS. Ég á ekki von á að Hilmar skilji hversu mikið hann skýtur niður eigin fullyrðingar - en hvað um það - best að þakka góðar ábendingar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2013 kl. 18:56
Hér ber nýrra við. Trausti hefur staðfest nýtt kuldamet, -135.8°F (-93,2°C) og þýðandinn á loftslag.is hefur staðfest að árið 2013 sé einungis í fjórða sæti (ásamt 2002) í hópi hlýjustu ára frá því að mælingar hófust!
Það er semsagt staðfest að engin meint hnatthlýnun er í gangi - enda telst það viðurkennd vitneskja að engin hnatthlýnun hefur átt sér stað sl. 15 ár. Jafnframt hneigjast sífellt fleiri vísindamenn á þá skoðun að hnattkólnun sé yfirvofandi.
Bullkenningin um meinta hnatthlýnun vegna aukins magns CO2 í andrúmslofti hefur því verið hrakin :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 20:13
Hvað segirðu Hilmar - er ekki árið 2013 þá heitara en 2012 - það hlýtur því að vera að hlýna samkvæmt þínum kokkabókum
Reyndar er árið ekki búið, en það skiptir kannski ekki máli - því það er sama hvar árið lendir, það mun vera að kólna samkvæmt eðlisfræðispekúlantinum Hilmari...
Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2013 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.