Meira af kulda

Í kvöld (föstudag 6. desember) kl. 19 fór hitinn við Mývatn niður í -31,0 stig. Þetta er lægsti hiti á landinu síðan 8. mars 1998. Í þeirri kuldahrinu fór hitinn lægst í -34,7 stig. Lágmarkið í kvöld er það lægsta í desember á landinu síðan 27. desember 1995. Þá mældust -31,7 stig á mönnuðu stöðinni í Möðrudal. Mývatnslágmarkið er landsdægurmet fyrir 6. desember. Nóttinni er ekki lokið en um miðnætti fór að hlýna við Mývatn þannig að líkur á frekari afrekum fara minnkandi.  

Það er mjög sjaldgæft að hitinn fari niður fyrir -30 stig hér á landi. Metið er raunar -38,0 stig sem mældust bæði í Möðrudal og á Grímsstöðum á Fjöllum 21. janúar 1918.

En dagurinn í dag skilaði auðvitað hrúgu dægurmeta. Hana má sjá í viðhenginu. Þar má einnig finna ný desembermet.

Annað viðhengi er að ósk lesanda - lágmarkshiti í Vestmannaeyjum eftir mánuðum.

Nú er spáð hlýnandi veðri - en mjög umhleypingasömu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir, Trausti, fyrir áhugaverð viðhengi. Þar má glögglega sjá að það er afar fátítt að hiti fari niður í -31°C í desembermánuði. Ég fæ ekki betur séð en að það hafi bara gerst 1917 (-34,5°C. landslágmark í des.), 1936, 1949 og 1995.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 11:51

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Alltaf gaman að velta sér upp úr hitastigstölum. Mér finnst einna merkilegast í listanum hitastigið á Siglufirði þann 1. apríl -30 stig ! Maður gæti haldið að þetta væri aprílgabb...

Sindri Karl Sigurðsson, 7.12.2013 kl. 16:43

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski var þetta eins konar aprílgabb 1881.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.12.2013 kl. 20:30

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Þakka þér fyrir "sérlistann" Trausti minn. Við Stórhöfðafeðgar eru búnir að rýna vel í hann í dag. Reyndar ætti ekki vera mikið um gott fóður handa honum Hilmari þar. Því flest kuldametin í Vetmannaeyjum virðist vera frekar gömul. Og það er orðið frekar sjalgæft í Vestmannaeyjum núorðið að frost fari niður fyrir -10°C. 

Pálmi Freyr Óskarsson, 7.12.2013 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1696
  • Frá upphafi: 2349656

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1537
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband