30.10.2013 | 00:39
Enn af langtímahitameðaltölum
Hér er fjallað um samanburð á langtímameðaltölum hita og þykktar. Við berum saman hita í Stykkishólmi og þykktina á 65°N og 20°V eins og hún reiknast í bandarísku endurgreiningunni.
Við getum ekki farið eins langt til baka og endurgreiningin nær (1871) vegna þess að hún ofmetur þykkt á ársgrundvelli fram undir 1920. Fleira er úr skorðum í endurgreiningunni á þeim tíma. Það hefur verið rakið að einhverju leyti áður á þessum vettvangi.
En fyrri mynd dagsins sýnir 360-ára keðjumeðaltöl hita og þykktar.
Kvarðinn til vinstri sýnir þykktina í dekametrum en sá til vinstri hitann. Lárétti ásinn sýnir tíma. Hann er merktur þannig að t.d. sýnir 1930 meðaltal áranna 1901 til 1930, meðaltal áranna 1981 til 2010 sker 2010-línuna. Ferlarnir tveir falla ótrúlega vel saman - nokkru munar þó í upphafi meðan greiningargallinn stóri hefur áhrif (tímabilið 1891 til 1920 er í jaðri myndarinnar). Myndin batnar við stækkun.
Lágmarkið er á sama stað (1995: árin 1965 til 1994) og sömuleiðis hámarkið (rétt um 1960: 1931 til 1960). Hér gefur þykktin 533 dekametrar hitann 3,7 til 3,8 stig. Nú er það svo að þessi þykkt gefur ekki sama hita alls staðar. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - en ekki niður við sjávarmál. Þar sem loft er vel blandað (hitahvörf ekki mjög öflug) er betra samband á milli sjávarmálshita og þykktarinnar. Vindur og upphitun að neðan sjá um blöndun. Samband þykktar og hita er því best þar sem bæði er hvasst og sjór eða land er hlýrra en loftið ofan við. Hér á landi er blöndun mun betri á vetri en sumri. Yfir meginlöndunum er blöndunin betri að sumri heldur en að vetri.
Höfum í huga að bandaríska greiningin notar hitann í Stykkishólmi ekki neitt - gott samband táknar það að reiknilíkaninu tekst vel til.
Hin myndin er alveg eins nema hvað á henni eru meðaltölin 120-mánaða löng (10 ár).
Hér er fylgnin einnig býsna góð. Það er reyndar eftirtektarvert að hlýindin í kringum 1940 og áratuginn þar á eftir skera sig miklu betur úr í þykkt heldur en hita. Minni munur er á þeim þykktartopp og þeim nýlega heldur en á hitatoppunum tveimur. Sömuleiðis er núverandi þykktartoppur talsvert feitari heldur en núverandi hitatoppur og fyrri þykktartoppur.
En ekki er efni til að velta sér upp úr smáatriðum myndarinnar - sérstaklega vegna þess að þykktargreiningin er ekki negld niður með háloftaathugunum nema aftur til 1950 eða svo (um 1960 á myndinni). Reyndar eru háloftaathuganir ekki notaðar í greiningunni á fyrri hluta myndarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 930
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 3320
- Frá upphafi: 2426352
Annað
- Innlit í dag: 828
- Innlit sl. viku: 2984
- Gestir í dag: 809
- IP-tölur í dag: 745
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Þegar ég horfði á 360 ára keðjumeðaltalið hér fyrir ofan varð mér hugsað til pistils um "DataSmoothing" á vef Ole Humlum http://climate4you.com/DataSmoothing.htm
Hann notar yfirleitt þá aðferð að hver punktur á ferlinum er ekki meðaltal til dæmis síðustu 10 ára, heldur meðaltal síðustu 5 ára og næstu 5 ára. Þetta hefur bæði kosti og ókosti eins og fram kemur í pistli Ole Humlum, en höfundinum er þetta greinilega nokkuð hugleikið mál.
Hann minnist nokkrum sinnum á rafmagnsverkfræði, sem ég þekki vel, í pistlinum. Þar eru menn oft að kljást við að vinna úr merkjum sem eru grafin í suðu, án þess að tapa upplýsingunum sem í merkjunum felast. Prófverkefnið mitt í gamla daga nýtti svona aðferðafræði. Eitt mjög sérstakt dæmi um notkun er að vinna rétt merki úr útvarpsbylgjum sem borist hafa frá litlum sendi í geimfari sem er statt við endimörk sólkerfisins. (Voyager-1 í 19.000.000.000 km fjarlægð).
Þetta var útúrdúr og óskylt veðurfræði, en hvað finnst þér um pistil Ole Humlum sem ég vísaði á? Kannski er svarið langt og efni í sérstakan pistil :-)
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 30.10.2013 kl. 09:54
Ágúst. Það er stöðugt þrasað um útjöfnun tímaraða. Ég tók upp þennan hátt á merkingum fyrir nokkrum árum og finnst hann mun betri heldur en sá sem setur merkt ár í miðjuna. Keðjumeðaltöl þykja þó almennt ekki mjög fínn pappír (og er það ekki). Margir vilja frekar nota vegin meðaltöl og á hver sitt uppáhald. Ekki er hægt að nota keðjumeðaltöl eins og sýnd eru á myndunum í tölfræðilegri greiningu - en hvað gera menn þegar gagnaraðirnar eru aðeins fjórir til sex punktar á lengd (fjöldi 30 ára meðaltala í lengstu hitaröðum)? Línuritin á myndunum eru mest til gamans gerð - en sýna þó gæði endurgreiningarinnar að einhverju leyti. Ég sýni fleiri línurit úr þessum flokki fljótlega - ef skítkastið gengur ekki af þessum vettvangi dauðum.
Trausti Jónsson, 31.10.2013 kl. 00:33
Bestu þakkir Trausti fyrir svarið.
Ég skil vel að línuritin á myndunum séu mest til gamans gerð, eins og þú segir. Þannig skildi ég það þegar ég sá þau í gær og þá fór hugurinn aðeins á flug :-)
Annars vil ég nota tækifærið og þakka einstaklega góða pistla, en mér þykir mikið miður að sjá hvernig athugasemdakerfið er misnotað. Ég vil leyfa mér að biðja alla að reyna að stöðva skítkast og stóryrði og er besta ráðið að svara aldrei þeim sem fara yfir strikið. Margir pistlahöfundar hafa einnig gripið til þess ráðs að birta ekki athugasemdir fyrr en pistlahöfundur hefur samþykkt þær. Það getur gefið góða raun. Á þann hátt er hægt að setja inn töf sem virkar kælandi. Þetta er gert með einfaldri stillingu í stjórnborð->stillingar->blogg.
Ágúst H Bjarnason, 31.10.2013 kl. 06:58
Held að það væri ráð að loka á ákveðin einstakling í athugasemdum - það myndi hjálpa mikið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2013 kl. 19:05
Ég tek undir með Ágústi hér fyrir ofan, þetta eru einstaklega góðir og fróðlegir pistlar. Raunar er þetta það íslenska blogg sem ég les oftast. Það væri synd ef einhver leiðindi í athugasemdum gengju að því dauðu; sem betur fer eru þó til ráð gegn slíku eins og bent var á hér ofar.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 21:22
Þetta er frekar einfalt - bara loka fyrir ákveðin aðila þá minnkar skítkastið um 90% - þannig að það er ekki svo flókið. Þarf bara að banna IP-töluna og þá er það komið. Að loka fyrir athugasemdir (og samþykkja handvirkt) út af einum einstakling (meira og minna) er mikil vinna. En að sjálfsögðu hafa aðilar gripið til þess ráðs, m.a. Ágúst. Við völdum að loka á þennan ákveðna aðila á loftslagsblogginu og það var til bóta.
Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2013 kl. 21:39
Bestu þakkir fyrir einstaklega fróðlega samantekt Trausti.
Ég vil nota tækifærið og gera orð ÁHB að mínum: "Ég vil leyfa mér að biðja alla að reyna að stöðva skítkast og stóryrði og er besta ráðið að svara aldrei þeim sem fara yfir strikið."
Einelti í vefheimum er ekki hótinu skárra en á vinnustöðum og skelfilegt að horfa uppá að menn séu gengisfelldir með óhróðri og illu umtali. Það ber auðvitað að loka á menn sem leyfa sér að kalla samborgara sína t.d. "heimska, fattlausa, kolruglaða, með kjaftæði, leiðindi og tómt rugl og taki engum rökum".
Ég treysti því að þú takir á þeim einstaklingum sem vaða uppi með svívirðingar af þessu tagi sem varða reyndar við meiðyrðalöggjöfina.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 16:08
Ég vil taka undir það að leitt sé þegar athugasemdakerfið á bloggsíðum er misnotað. En mér finnst líka rétt sem ég sagði um daginn að það sé ekki hægt að ætlast til þess að menn bregðist aldrei við ef einhver heldur uppi stöðugum ónotum og lítilsvirðingum í garð annara mánuðum og jafnvel árum saman, komandi jafnvel inn á síður bloggara með athugasemdir til þess eins að hæðast að öðrum bloggurum þó sá sem fyrir því verður tengist ekki viðkomandi bloggfærslu á neinn hátt. Eitt er að fara yfir strikið einu sinni eða tvisvar eða þrisvar í hita leiksins, annað að iðka þann leik svona nánast að staðaldri. Og mér finnst hreinlega eitthvað rangt og meðvirknislegt við það að menn bara þoli slíkt endalaust. Og ekki er það síður meðvirknislegt að þegar svo einhver bregst loks ærlega við að þá - og þá fyrst - séu menn áminntir um að misnota ekki athugasemdakerfið. Svo er kórónan á öllu saman þegar einmitt sá sem verstur hefur verið notar þá tækifærið til að slá sig til riddara og tala um einelti gegn sér.
En framvegis ætla ég ekki að bregðast neitt við athugasemdum Hilmar Hafsteinssonar eins ég hvatti menn reyndar til fyrir skemmstu og eins og ég hef oftast nær gert. Sé eftir því að hafa farið yfir strikið einu sinni gegn honum í orðalagi. En ég endurtek að það er eitthvað rangt og meðvirknislegt við það að menn misnoti athugasemdakerfið mánuðum og jafnvel árum saman og allir eigi þá bara að láta eins og ekkert sé. Kóa með honum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.11.2013 kl. 20:14
Sigurður - ég tek undir með þér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.11.2013 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.