Staða hitameðaltala

Fyrir tæpu ári síðan (21. nóvember 2012) birtist pistill sama efnis á hungurdiskum. Hér er hann uppfærður til mánaðamótanna september/október 2013.

Hlýindin miklu sem einkennt hafa veðurlag hér á landi undangengin 15 ár halda enn sínu striki. Síðustu 12 mánuðir (október 2012 til september 2013) eru að vísu 0,5 stigum kaldari í Reykjavík heldur en 12-mánaða tímabilið sem endaði með september í fyrra. Lítillega kaldara var á 12-mánaða tímabilinu mars 2006 til febrúar 2007 heldur en nú.  Október 2012 og 2013 virðast ætla að enda með ámóta meðalhita. Nóvember í fyrra var ekki sérlega hlýr en það var desember hins vegar. Ef hitafar verður svipað (miðað við meðallag) síðustu tvo mánuði ársins 2013 og verið hefur undanfarna mánuði verður árið í ár kaldara heldur en 2013.

Hér að neðan er miðað við meðalhitatölur úr Stykkishólmi, en meðalhitasveiflur þar eru oftast nærri því sem gerist fyrir landið í heild. Við tökum landsmeðalhitann fyrir síðar. Við leyfum okkur til gamans að skarta 2 aukastöfum - en varlega skal tekið mark á þeirri nákvæmni.

Meðalhiti síðustu 12 mánaða í Stykkishólmi er 4,42 stig, á sama tíma í fyrra var talan 5,03 stig. Hér munar 0,61 stigi í Stykkishólmi 2012 í vil. Tólf mánaða meðalhitinn náði upp í 5,19 stig í lok febrúar en hefur verið á siglingu niður á við síðan þá. Mjög líklegt er að 12-mánaða hitinn hrapi talsvert í janúar og febrúar 2014 því þessir tveir mánuðir 2013 voru sérlega hlýir.

Meðalhiti síðustu sextíu mánaða (5 ár) stendur nú í 4,80 stigum en á sama tíma í fyrra var hann 4,91 stig hefur lækkað lítillega.

Meðalhiti síðustu 120 mánaða (10 ár) stendur nú í 4,75 stigum, á sama tíma í fyrra var 10-ára meðalhitinn 4,89 stig. Meðalhitinn í september 2002 til ágúst 2012  var hæsta 10-ára meðaltal allra tíma í Stykkishólmi, 4,90 stig. Við erum því nú aðeins komin framhjá toppnum. Á næstunni harðnar á dalnum fyrir 120-mánaða meðaltalið því út úr því eru að detta ólíkindaárin 2003 og 2004 og ólíklegt er að næstu mánuðir eða jafnvel ár nái því að verða jafnhlý og þessi ofurár.

Það var í lok apríl 2008 sem 120-mánaða hitinn fór í fyrsta sinn yfir hæsta gildið á hlýindaskeiðinu fyrir miðja 20. öld (4,45 stig) og er nú 0,30 stigum hærri en sú  tala.

Á sama tíma í fyrra stóð 360-mánaða (30-ára) meðalhitinn í 4,14 stigum. Nú hefur hann þokast upp í 4,20 stig. Kaldir mánuðir ársins 1983 hafa verið að detta út og hlýrri mánuðir 2013 komið í staðinn.
Þó hlýindin nú séu orðin langvinn hafa þau ekki staðið nema í um hálfan annan áratug. Þrátt fyrir það er 360 mánaða hitinn í Stykkishólmi nú búinn að jafna hæsta 360-mánaða gildi fyrra hlýskeiðs Það var frá og með mars 1931 til og með febrúar 1961 að hitinn varð hæstur þá.

Hlýjasta 12-mánaða tímabilið í Stykkishólmi var september 2002 til ágúst 2003 með 5,88 stig. Sama tímabil var einnig það hlýjasta í Reykjavík með 6,61 stig og á Akureyri með 5,77 stig. Árið í ár verður kaldara en hlýjast hefur verið.

Fleiri pistlar um langtímameðaltöl eru í pípunum (en hvert þær liggja er ekki vitað).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Trausti.

Tölur eru reyndar eitt og túlkun þeirra annað. Ég vil gera athugasemd við eina þeirra sem stingur mjög í augum, þ.e.: "Árið í ár verður kaldara en hlýjast hefur verið."

Nær hefði verið að skrifa "miklu kaldara" því tölurnar segja það. Hlýjast var 5,88 stig árið 2002-2003 en núna var það 4,42 stig.

Þarna munar 1,46 stigum.

Því má bæta við að samkvæmt þessum tölum er greinilega að kólna hér á landi. Hitinn fer lækkandi á öllum tímabilunum (12 mánaða (árs), 60 mánaða (5 ára) og 120 mánaða (10 ára)) nema einu, þ.e. 30 ára tímabilinu.

Þar virðast árin 2003 og 2004 skipta mestu.

Kannski hefur Páll Bergþórsson rétt fyrir sér að það muni fara kólnandi næstu 30 árin eða svo.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 10:06

2 identicon

Þetta er kostuleg færsla:

"Hlýindin miklu sem einkennt hafa veðurlag hér á landi undangengin 15 ár halda enn sínu striki. Síðustu 12 mánuðir (október 2012 til september 2013) eru að vísu 0,5 stigum kaldari í Reykjavík heldur en 12-mánaða tímabilið sem endaði með september í fyrra. Lítillega kaldara var á 12-mánaða tímabilinu mars 2006 til febrúar 2007 heldur en nú. Október 2012 og 2013 virðast ætla að enda með ámóta meðalhita. Nóvember í fyrra var ekki sérlega hlýr en það var desember hins vegar. Ef hitafar verður svipað (miðað við meðallag) síðustu tvo mánuði ársins 2013 og verið hefur undanfarna mánuði verður árið í ár kaldara heldur en 2013."(!)

1. "Síðustu 12 mánuðir (október 2012 til september 2013) eru að vísu 0,5 stigum kaldari í Reykjavík heldur en 12-mánaða tímabilið sem endaði með september í fyrra." Er það nú svo? 0,5°C slaga hátt upp í meinta óðahlýnun í heiminum á síðustu 100 árum (0,7°C)!

2. "Ef hitafar verður svipað (miðað við meðallag)..."(!) Eigum við bara ekki að leyfa náttúrunni að skera úr um það?

3. "... verður árið í ár kaldara heldur en 2013"(!) Eitthvað virðast ártölin vefjast fyrir talnaspekingi Veðurstofunnar :)

Og áfram:

"Meðalhiti síðustu 12 mánaða í Stykkishólmi er 4,42 stig, á sama tíma í fyrra var talan 5,03 stig. Hér munar 0,61 stigi í Stykkishólmi 2012 í vil. Tólf mánaða meðalhitinn náði upp í 5,19 stig í lok febrúar en hefur verið á siglingu niður á við síðan þá. Mjög líklegt er að 12-mánaða hitinn hrapi talsvert í janúar og febrúar 2014 því þessir tveir mánuðir 2013 voru sérlega hlýir.

Meðalhiti síðustu sextíu mánaða (5 ár) stendur nú í 4,80 stigum en á sama tíma í fyrra var hann 4,91 stig hefur lækkað lítillega."(!)

1. "Meðalhiti síðustu 12 mánaða í Stykkishólmi er 4,42 stig, á sama tíma í fyrra var talan 5,03 stig. Hér munar 0,61 stigi í Stykkishólmi 2012 í vil."(!) 0,61°C fer að nálgast meinta óðahlýnun á síðustu 100 árum glettilega mikið :)

2. "Meðalhiti síðustu sextíu mánaða (5 ár) ... hefur lækkað lítillega"(!) Það segir auðvitað ekkert um þróunina :)

Og áfram:

"Meðalhiti síðustu 120 mánaða (10 ár) stendur nú í 4,75 stigum, á sama tíma í fyrra var 10-ára meðalhitinn 4,89 stig. Meðalhitinn í september 2002 til ágúst 2012 var hæsta 10-ára meðaltal allra tíma í Stykkishólmi, 4,90 stig. Við erum því nú aðeins komin framhjá toppnum. Á næstunni harðnar á dalnum fyrir 120-mánaða meðaltalið því út úr því eru að detta ólíkindaárin 2003 og 2004 og ólíklegt er að næstu mánuðir eða jafnvel ár nái því að verða jafnhlý og þessi ofurár."(!)

1. "Við erum því nú aðeins komin framhjá toppnum."(!) Á hvaða leið Trausti? Niður?

2. "... og ólíklegt er að næstu mánuðir eða jafnvel ár nái því að verða jafnhlý og þessi ofurár."(!) Hvað varð um meinta 6°C hækkun meðalhita á ársgrundvelli á Íslandi á þessari öld?

Minni enn og aftur á þá kolefniskirkjulegu upphafstóna sem slegnir voru í upphafi pistilsins: "Hlýindin miklu sem einkennt hafa veðurlag hér á landi undangengin 15 ár halda enn sínu striki."(!)

Þetta heitir að vera staðfastur í afneituninni :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 11:01

3 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar Trausti.

Tölur eru reyndar eitt og túlkun þeirra annað. Ég vil gera athugasemd við eina þeirra sem stingur mjög í augum, þ.e.: "Árið í ár verður kaldara en hlýjast hefur verið."

Nær hefði verið að skrifa "miklu kaldara" því tölurnar segja það. Hlýjast var 5,88 stig árið 2002-2003 en núna var það 4,42 stig.

Þarna munar 1,46 stigum sem er nú þónokkuð.

Því má bæta við að samkvæmt þessum tölum er greinilega að kólna hér á landi. Hitinn fer lækkandi á öllum tímabilunum (12 mánaða (árs), 60 mánaða (5 ára) og 120 mánaða (10 ára)) nema einu, þ.e. 30 ára tímabilinu.

Þar virðast árin 2003 og 2004 skipta mestu.

Kannski hefur Páll Bergþórsson rétt fyrir sér að það muni fara kólnandi næstu 30 árin eða svo.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 13:23

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fastir liðir eins og venjulega! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.10.2013 kl. 19:42

5 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Biðst afsökunar á því að hafa sent sama innleggið tvisvar. Hin vegar fyndist mér gott að fá önnur viðbrögð við innlegginu frá mér (og frá Hilmari einnig) en "fastir liðir eins og venjulega).

Tölurnar frá Trausta eru mikilvægt innlegg um hlýnunina og um það hvort hún sé að ganga til baka eða ekki (eða gangi í bylgjum eins og nú er aðalkenningin, en færist þó í aukana í það heila tekið).

Torfi Kristján Stefánsson, 28.10.2013 kl. 10:49

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vilji Torfi fá viðbrögð við innleggjum þá eru mín viðbrögð þau að ekki sé hægt að fullyrða að kólnun sé greinileg þó að þetta ár verði dálítið kaldara en þau síðustu. Hiti getur sveiflast töluvert á milli ára og það ræðst m.a. af ríkjandi vindáttum og þar af leiðandi hvaðan loftamassarnir koma., t.d. hvort heimskautaloft eða suðrænt loft hefur verið ríkjandi.

Ef hinsvegar næstu ár verða ekki hlýrri þá getum við farið að tala um kólnun en það verður bara að koma í ljós. Það er heldur ekkert sem segir að árið 2014 geti ekki orðið það hlýjasta sem komið hefur á Íslandi en til þess þurfum við hlýja suðlæga vinda - sérstaklega að vetrarlagi.

Miðað við hversu hlýtt hefur verið undarfarin ár þá er ekkert óeðlilegt að það kólni eitthvað á næstunni. Einhverskonar afturhvarf til 8. og 9. áratugarins kemur líka til greina ef hugmyndir um áratugasveiflur eru réttar. En allt verður þetta bara að koma í ljós. Það þýðir víst lítið að fullyrða um að það sé að kólna - eða hlýna. Eitt ár sem er eitthvað kaldara en þau síðustu segir ósköp lítið.

Annars er það hin ágæta bloggfærsla Trausta sem skiptir hér aðal máli. Athyglisvert ef núverandi 30 ára meðaltal sé búið að jafna 30 ára hámarkið á síðustu öld. Það á allavega við Stykkishólm en hafi ég reiknað rétt sjálfur þá munar enn dálitlu i Reykjavík.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.10.2013 kl. 12:47

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott þætti mér að fá svar við því frá Torfa Kristjáni Stefánssyni hvers vegna hann birti ekki kurteislega athugasemd mína við þessa bloggfærslu hans: http://torfis.blog.is/blog/torfis/entry/1308492/ Hún birtist aldrei. Ég tók ekki afrit af henni enda bjóst ég við að hún birtist á síðunni. En ''fastir liðir eins og venjulega''  víkur aðeins að því að þegar Trausti bloggar um meðtaltöl fer athugasemdaskriða af stað og alltaf eru þar sömu menn með athugasemdir. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2013 kl. 13:00

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Athugasemd mín, sem ekki birtist, vék fyrst um og fremst að því að ég hefði ekki verið neitt að hafa mig i frammi um hlýnun jarðar, fremur verið skammaður fyrir að gera það ekki. Ég hefði skrifað hundruð bloggpistla um veður um allt annað en hlýnun jarðar. Og því til sönnunar setti ég vísun á efnisyfirlitið um mitt blogg á minni síðu og geri það aftur nú  http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/category/2166/  Ekkert af þessu birtist á bloggsíðu Torfa Kristjáns. Svo minnir mig að ég hafi í athugasemdinni tekið fram það augljósa að í þeim bloggpistli mínum sem Torfi var að gera lítið úr hafi ég verið að tala um það hvað vænta mætti mikil sólskins á hvaða 30 daga tímabili á sumrin sem væri. Þar notaði ég meðaltalið1961-1990 fyrir sólskin sem er mjög líkt öðrum meðaltölum fyrir sólskin. Gerði þetta til að sýna að sólskin er yfirliett mjög stopult á Íslandi. Breytingar á sólskini hafa ekki orðið eins miklar og á hita. Það skipti því engu máli hvort þetta var kalt tímabil sem ég tiltók af því ég var að fjalla um sólskin en ekki kulda. En Torfi gerði sér ekki grein fyrir þessu og gerði með nokkurri meinfýsni lítið úr því sem ég var að skrifa og hann skildi þó ekki. Það eru annars fastir liðir eins og venjulega að nokkrir menn séu í athugasemdum við veðurblogg að mistúlka, snúa út úr eða kasta hnútum að þeim örfáu sem eru að blogga um veður á Íslandi. Og svo loka þeir jafnvel á athugasemdir þegar þessir bloggarar vilja leiðrétta augljósar rangfærslur þeirra eins og Torfi gerði þarna í því tilviki sem ég er að benda á. Það er t.d. rangfærsla og ekkert annað að setja mig upp sem einhvern talsmann fyrir þá sem vara við hlýnjun jarðar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2013 kl. 13:41

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í efnisyfirlitið mitt á blogginu vantar flestar færslur sem aðeins snúast um veðrið frá degi til dags.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2013 kl. 13:58

11 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sæll Sigurður. Ég leyfi engar færslur við blogg mitt (reyndar vegna rangrar útfærslu á að útiloka ónafngreindan einstakling (í allt öðru samhengi!)!) og því birtist ekki þín athugasemd á mbl-bloggi mínu.

Að öðru, en tengdu hlýnuninni og meintri afleiðingu hennar svo sem aukinni tíðni storma. Nú stefnir í mikið óveður á vesturströnd Svíþjóðar, líklega það mesta frá 1999 eða kannski frá því að Guðrún æddi þar yfir (2006?).

Hjá smhi.se er umfjöllun um storminn. Þar kemur fram að ekkert óveður hafi geysað á sænsku hafsvæði í 594 sólarhringa. Það gerir jú hátt í tvö ár!!!: "En rekordlång period med 594 stormfria dygn i svenska farvatten är nu på väg att brytas, och det med besked."

Torfi Kristján Stefánsson, 28.10.2013 kl. 14:17

12 identicon

Sérlegur veðursagnfræðingur mbl. fer hér mikinn. Sjálfmenntaði heimilisveðurfræðingurinn gerir enn eina tilraun til að reyna að fullyrða að það sé ekki hægt að fullyrða um kólnandi veður á Íslandi - og kardínáli kolefniskirkjunnar á Íslandi, Trausti Jónsson, þegir þunnu hljóði að vanda.

Fastir liðir eins og venjulega . . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 16:58

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

"Efasemdamenn" heimta viðbrögð við viðbrögðum sínum - fastir liðir eins og venjulega - en ef einhver dirfist að svara þeim þá koma fleiri útúrsnúningar sem ekki standast skoðun. Best er náttúrulega að svara þeim ekki enda lítið að efast um varðandi hlýnun jarðar af manna völdum - hvað sem líður eðlilegum hitasveiflum á Íslandi (og á heimsvísu) á milli ára. En þeir mega svo sem básúna vafasamar hugmyndir sínar um kólnun, enda er þeim svo sem frjálst að hafa persónulegar skoðanir - jafnvel þó þær standist ekki skoðun.

PS. Ég get staðfest að Sigurður er ekki talsmaður "fyrir þá sem vara við hlýnjun jarðar"...hann afneitar þó ekki staðreyndum, eins og t.d. því að það hafi verið hlýtt á Íslandi eða í heiminum að undanförnum áratugum og því að enn sem komið er ekkert bendir til þess að kólnun sé hafinn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.10.2013 kl. 19:56

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það mega nú fleiri fara mikinn en Hilmar Hafsteinsson! En enginn kemst nú með tærnar þar sem hann hefur hælana í því að setja sig á háan hest og vita allt betur en aðrir og að tala þá niður með skætingi og ónotum. En kostulegust er samt botlaus heimskan og fattleysið í honum sem er orðinn algjörlega legendary í veðurbloggheimum. En menn eiga annars ekki að vera að skemmta skrattanum með því að munnhöggvast við hann nema þeir séu í einstaklega gloðrulegu skapi! Svona einu sinni á ári!    

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2013 kl. 00:27

15 identicon

... og að sjálfsögðu hafa kolefnisriddararnir skotleyfi á auma klakabúa á hungurdiskunum hans Trausta. Hér fara menn umsvifalaust niður á botlaust(?) heimsku- og fattleysisstig þegar bent er á þá einföldu staðreynd að það er að kólna á Íslandi. Sjálfur hefur Trausti reyndar hamast við að "gengisfella" umræddan á þessari síðu fyrir það eitt að gera réttmætar athugasemdir við veðurbloggið. Þetta gerist náttúrulega þegar menn hafa vondan málsstað að verja - og gleyma mannasiðum :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 00:45

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já Sigurður - ég held að ég sé búinn með minn HH kvóta í ár :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2013 kl. 00:52

17 Smámynd: Trausti Jónsson

Emil. Það er rétt að 360-mánaða meðaltalið í Reykjavík á enn 0,1 stig eftir í hæsta gamla meðaltalið. Svo á við um fleiri staði á landinu. Annars ber 360-mánaða og 30 ára meðaltölum saman aðeins einu sinni á ári (við venjuleg áramót).

Trausti Jónsson, 29.10.2013 kl. 01:03

18 identicon

Já, athyglisvert að þrátt fyrir "hnattræna hlýnun" (takk Sveinn!), og mest núna undanfarin 15 ár eða svo þá er enn ekki alveg búið að ná hlýjasta 30 ára tímabili síðustu 100 ára.

Trausti hefur reyndar bent á skýringuna áður, þ.e. að "níðþung kuldaár", 1983 (nú 1984) til 1995, dragi meðaltalið niður.

Þó er mér spurn! Af hverju var svona kalt á tímabilinu 1965-95 þrátt fyrir mikla kolefnismengun (iðnbyltingin er jú ekkert nýtt fyrirbæri) allan þann tíma og mikla losun gróðurhúsalofttegunda?

Sú staðreynd hlýtur að setja kenninguna um hnattræna hlýnun af mannavöldum í ákveðið uppnám - og styðja þá frekar kenninguna um stærri þátt sólarinnar í hlýnun/kólnun dæminu.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 08:55

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Torfi, bendi hér á bloggfærslu frá 2009:

http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/818347/

Þar kemur meðal annars fram: "Þessar nokkurra áratugalöngu sveiflur í hita hljóta að vekja upp vissar grunsemdir um að núverandi hlýindaskeið sé ekki endilega komið til að vera, heldur sé hluti af einhverju gangverki náttúrunnar sem við fáum engu stjórnað hvað sem líður þeirri hnattrænu hlýnun sem annars er í gangi

.… Það er hinsvegar spurning hvort það hugsanlega bakslag verði eins svalt og tímabilið 1965-1995 var hér á landi, því ef við trúum á að við lifum í hlýnandi heimi ættu áhrifin að verða þau að kuldatímabilin verða sífellt vægari og hlýju tímabilin að sama skapi hlýrri."

(Mætti halda að þetta væri nýlegur texti frá Páli Bergþórs ;)

Emil Hannes Valgeirsson, 29.10.2013 kl. 12:21

20 identicon

Lykilatriðið í svanasöng sjálfmenntaða heimilisveðurfræðingsins er auðvitað "... því ef við trúum á að við lifum í hlýnandi heimi ..."(sic).

Fylgismenn kolefniskirkjunnar láta nefnilega stjórnast af blindri trú sem gengur þvert á raunvísindi. Þegar allt annað brestur er trúin á "undirliggjandi hlýnun" haldreipi gapuxanna í lífsins ólgusjó.

Staðreyndin er auðvitað að bullið um "hnatthlýnun af manna völdum" er brjóstumkennanlegt. Falstilgátan um hlýnun andrúmslofts af völdum skelfilega "spilliefnisins" CO2 hefur verið rækilega hrakin og kolefniskeisarinn Al Gore og náhirðin hans (þ.m.t. forseti vor og pólfari, ORG) skjálfa berrössuð í vetrarkuldanum.

En þegar ein sýning fellur má alltaf skálda upp nýja. Nú síðast bárust fréttir af því að fjórtándi ársfundur "International Ice Charting Working Group" hafi farið fram um sl. helgi, en fundurinn var haldinn á vegum Háskóla Íslands og Veðurstofunnar (nema hvað?). (http://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/10/28/ahyggjur_thratt_fyrir_staekkandi_ishellu/)

Í kostulegri fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér segja þau meðal annars að þó svo að íshellan á Norðurskautinu hafi stækkað nokkuð frá því þegar hún var hvað minnst, þá sé það ekki ástæða til að ætla að takist hafi að stöðva minnkun hennar eða snúa henni við.(!)

Verndari ársfundarins, ORG, og Veðurstofan létu reyndar hjá líða að nefna stórkostlegar yfirlýsingar kolefnispredikarans Al Gore frá 2007 þegar hann lýsti því fjálglega yfir að Norðurskautið yrði íslaust árið 2013! Og lítilsháttar stækkun íshellunnar í ár frá því í fyrra nam reyndar 63% . . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 14:14

22 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar er bara kol-ruglaður.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.10.2013 kl. 16:34

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Að HH skuli nefna mannasiði er svona álíka eins og ef skollinn nefndi kærleikann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2013 kl. 18:00

24 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Takk Emil. Þetta eru athyglisverðar pælingar hjá þér. Þá er vefur Veðurstofunnar ágætur og grein Trausta (sem ég hef reyndar lesið áður) mikilvægt framlag til að skilja Íslandssöguna.

Svona uppræða er aðeins uppbyggjandi - meira af henni (svo er alltaf gaman að lesa Hilmar!)!

Torfi Kristján Stefánsson, 29.10.2013 kl. 19:13

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það getur vel verið að einhverjir hafi "gaman af að lesa Hilmar", sérstaklega þegar þeir eru í sama "liði" og hann varðandi afneitun loftslagsvísinda. En nálgun Hilmars og vitorðsmanna hans sem afneita loftslagsvísindum almennt er ekki uppbyggjandi, heldur mest niðurdrepandi umræðumenning sem ekkert gagn gerir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2013 kl. 21:11

26 identicon

Nei, það er sko engin pása í hnattrænni hlýnun hjá Truntusólaraðdáendum, enda má alltaf fá sér pillu til að taka úr sér hrollinn ;)

Það má líka alltaf skálda upp ný tölvulíkön (les: sviðsmyndir) til að þóknast pólitískum metnaði IPCC, en það merkilega er að þau eru öll meira og minna úr takti við raunveruleikann:

http://www.drroyspencer.com/wp-content/uploads/CMIP5-73-models-vs-obs-20N-20S-MT-5-yr-means1.png

Góðir hálsar (og Truntusólaraðdáendur) hér hafið þið samanburðinn á >rusl inn - rusl út< tölvulíkönum IPCC og gerviloftslagsvísindunum þeirra annars vegar og raunverulegum vísindalegum mælingum hins vegar - allar götur frá 1979!

ps. Þetta minnir mig á að mælingameistarinn Trausti Jónsson á enn eftir að skýra þetta veðurmet:

Hæsti hiti: Teigarhorn 30,5°C 22. júní 1939 (ha? 1939??) (http://www.vedur.is/vedur/vedurfar/upplysingar/vedurmet/)

Eins og venjulega læt ég fylgja tengil á upprunalega efnið á vefsíðu Veðurstofu Íslands, en höfundur þess er umræddur Trausti Jónsson :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 23:19

27 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hehehe......ég hef nú lúmskt gaman af "vitleysunni" í Hilmari á meðan hann heldur sér á mottunni. Enn þessi endalausar persónuárásir og uppnefni eru frekar leiðigjarnar. Og honum ekki til framdráttar. Ef ég mundi vera Trausti þá væri ég búinn að loka fyrir Hilmar.

Pálmi Freyr Óskarsson, 29.10.2013 kl. 23:21

28 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Enn aftur spyr ég til baka um öll kuldametin (á láglendi) sem eru flest eru gömul, Hilmar. Og hitametin eru flest af nýrri gerðinni, allavega hér í Vestmannaeyjum. Eyjafjallajökull er gott dæmi um það, enn það verður ekki mörg ár í að hann verði bara að Eyjafjöll.

Pálmi Freyr Óskarsson, 29.10.2013 kl. 23:33

29 identicon

Eitthvað virðist nú hafa fokið fyrir skilningarvitin á PFÓ í öllum hamaganginum við ofsaveðurmælingarnar úti í Eyjum.

1. "Enn aftur spyr ég til baka um öll kuldametin (á láglendi) sem eru flest eru gömul"(sic):

"Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Á sjálfvirku stöðvunum hjó þó nærri á Neslandatanga við Mývatn er hiti þar fór niður í -34,7°C rétt eftir miðnætti 7. mars 1998. Lægsti hiti 21. aldarinnar til þessa er -30,7°C sem mældust við Setur sunnan Hofsjökuls 23. desember 2004. Lægsti hiti aldarinnar nýju á mannaðri stöð, -30,5°C, mældist í Möðrudal 25. janúar 2002. Ekki er marktækur munur á tölunum tveimur."(http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1042)

2. "Og hitametin eru flest af nýrri gerðinni..."(!):

"Hiti hefur aðeins sex sinnum verið bókaður 30°C eða hærri á Íslandi. Þessi tilvik eru:

Teigarhorn 24. september 1940 (36,0°C), ekki viðurkennt sem met,

Möðrudalur 26. júlí 1901 (32,8°C), ekki viðurkennt sem met,

Teigarhorn 22. júní 1939 (30,5°C),

Kirkjubæjarklaustur 22. júní 1939 (30,2°C),

Hallormsstaður júlí 1946 (30,0°C) og

Jaðar í Hrunamannahreppi júlí 1991 (30,0°C)

Hvanneyri 11. ágúst 1997 (30,0°C), sjálfvirk stöð"

(http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1000)

> Eins og glöggir lesendur átta sig vonandi á þá vísa ég í báðum tilfellum í frumgögn á vef Veðurstofu Íslands. Höfundur frumgagna er að sjálfsögðu Trausti Jónsson. <

Að sönnum kolefnisálfasið tekst þér að hafa rangt fyrir þér í öllum aðal atriðum - og það stirnir enn á Eyjafjallajökul í morgunsólinni þrátt fyrir mögnuð eldsumbrot á alþjóðlegum skala :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 08:42

30 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Hilmar minn geturðu aldrei sett athugunarsemd nema að þurfa alltaf uppnefna þá alla, eða gera lítið úr þeim sem eru ekki sammála þér? Eða þá að vera með útúrsnúninga o.s.f.

Ég gæti alveg afsannað þetta kjaftæði hjá þér, enn ég hreinlega nenni því ekki þar sem þú tekur engum rökum.

E.s. Faðir minn er búinn að fylgjast með snjóalögum í Eyjafjallajökli yfir 60-70 ár. Og hann hefur tekið eftir rýrnun ár frá ári á jöklinum.

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.10.2013 kl. 09:25

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Pálmi - kjaftæðið í Hilmari er leiðinlegt og tómt rugl sem er litað með persónulegu skítkasti og leiðinlegir útúrsnúningar sem hafa ekkert með raunveruleikann að gera. Svona rugl er honum ekki til sóma (ekki að honum sé ekki nokk sama). Það er líka spurning hver ber ábyrgð á svona persónulegu skítkasti sem birtist á bloggsíðu eins og þessari - spurning hvort að ekki þurfi að loka á manninn. Það er ekkert að því að loka á menn sem ekki kunna sig og stunda persónulegt skítkast og leiðindar útúrsnúninga í því mæli sem hann gerir - allavega mæli ég með því, það myndi bæta athugasemdakerfið til muna ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.10.2013 kl. 10:11

32 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Sveinn, ég held að Hilmar sé löngu búinn að ávinna sér að Trausti taki sig til og banni ip-tölu hans hérna. Enn er nokkuð viss um að hann finnur sér bara aðra ip-tölu í staðinn.

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.10.2013 kl. 10:30

33 identicon

Eigum við bara ekki að tína til orðhengilsháttinn og skítkastið sem þið félagarnir hafið boðið uppá í þessum athugasemdum?:

Sigurður Þór Guðjónsson: "En kostulegust er samt botlaus heimskan og fattleysið í honum sem er orðinn algjörlega legendary í veðurbloggheimum."(sic)

Emil Hannes Valgeirsson: "Hilmar er bara kol-ruglaður."(sic)

Sveinn Atli Gunnarsson: "En nálgun Hilmars og vitorðsmanna hans sem afneita loftslagsvísindum almennt er ekki uppbyggjandi, heldur mest niðurdrepandi umræðumenning sem ekkert gagn gerir."(sic) "kjaftæðið í Hilmari er leiðinlegt og tómt rugl sem er litað með persónulegu skítkasti og leiðinlegir útúrsnúningar sem hafa ekkert með raunveruleikann að gera."(sic)

Pálmi Freyr Óskarsson: "Ég gæti alveg afsannað þetta kjaftæði hjá þér, enn ég hreinlega nenni því ekki þar sem þú tekur engum rökum."(sic)

Niðurstaðan er enn sem áður: Þetta gerist náttúrulega þegar menn hafa vondan málsstað að verja - og gleyma mannasiðum :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 11:25

34 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Líttu í spegill þegar þú tjáir þig Hilmar.

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.10.2013 kl. 11:33

35 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú gleymir einu Hilmar: Sum þessara kommenta sem þú vitnar í eru eflaust sett fram í hálfkæringi (t.d. kol-ruglaður, smb. kolefnisklerkar) eða í ýkjustil og koma til af því að menn eru orðnir langþreyttir á sífelldum ónotum og lítilsvirðingartali sjálfs þíns til þeirra sem þú talar til og hefur staðið yfir mánuðum eða árum saman, fyrir utan það að halda sífellt fram því sem ekki stenst, það er eins konar fattleysi. En látum það nú vera. Ef þú héldir fram þínum málstað án þess að vera sífellt að gera lítið úr öðrum væri enginn, alls enginn, að atast í þér.  Það er við þínum eigin stíl sem menn eru að bregðast. Og það er ekki hægt að æltast til að menn bregðist ekki við síendurteknu áreiti. Ég  viðurkenni hins vegar að mín ýkjukennda athugasemd áðan gekk of langt og bið þig afsökunar á því. En ég hvet þig þá líka til að taka upp sanngjarnari og hófsamari stíl í skrifum þínum um þá sem þú ert ósammála.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2013 kl. 12:43

36 identicon

Þessi merka bók gæti komið að gagni í baráttunni:

How to Cure a Climate Change Denier

Fáanleg hjá Amazon

Veðurguðinn (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 14:38

37 identicon

Afturhvarf til miðaldakirkjunnar er dæmt til að enda með ósköpum SÞG. Kolefnistrúarbrögðin eru vísindaleg markleysa, pólitísk helför sem nærist á handstýringu vísindagagna, hótunum og lygum. Þeir sem aðhyllast þessa endaleysu eru aumkvunarverðir svefngenglar, leiksoppar lygamarða eins og Al Gore og James Hansen.

Ég gef lítið fyrir hálfvolga afsökunarbeiðni þína. Þú kórónar skítaskvetturnar með því að fullyrða að ég "haldi sífellt fram því sem ekki stenst"(sic) og sakar mig um "fattleysi"(!), væntanlega vegna þess að ég dirfist að benda á þá staðreynd að tilgátan um hnatthlýnun af manna völdum (les: vegna meintra áfrifa aukins magns CO2 á hnatthlýnun) stenst ekki.

Hvernig væri nú að þið félagarnir gæfuð ykkur tíma til að lesa færslu veðurspámannsins hér að ofan?:

1. "Síðustu 12 mánuðir (október 2012 til september 2013) eru að vísu 0,5 stigum kaldari í Reykjavík heldur en 12-mánaða tímabilið sem endaði með september í fyrra."(!)

2. "Meðalhiti síðustu 12 mánaða í Stykkishólmi er 4,42 stig, á sama tíma í fyrra var talan 5,03 stig. Hér munar 0,61 stigi í Stykkishólmi 2012 í vil."(!)

3. "Meðalhiti síðustu sextíu mánaða (5 ár) stendur nú í 4,80 stigum en á sama tíma í fyrra var hann 4,91 stig hefur lækkað lítillega."(!)

4. "Meðalhiti síðustu 120 mánaða (10 ár) stendur nú í 4,75 stigum, á sama tíma í fyrra var 10-ára meðalhitinn 4,89 stig."(!)

5. "Við erum því nú aðeins komin framhjá toppnum. Á næstunni harðnar á dalnum fyrir 120-mánaða meðaltalið því út úr því eru að detta ólíkindaárin 2003 og 2004 og ólíklegt er að næstu mánuðir eða jafnvel ár nái því að verða jafnhlý og þessi ofurár."(!)

Hér ber allt að sama brunni: Það er að k ó l n a á Íslandi. Trausti Jónsson er hins vegar trúr sinni köllun og kýs að hantera þessi tíðindi a la IPCC: "Hlýindin miklu sem einkennt hafa veðurlag hér á landi undangengin 15 ár halda enn sínu striki."!

Ég hlýt að gera athugasemd við svona hákirkjulegar túlkanir á mæligögnum sem segja allt annað. Það er svo annað mál hvort Trausti og ORG kjósa að hafa áhyggjur af 63% aukningu hafíss í Norður-íshafinu . . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 17:42

38 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

&#39;&#39;Kolefnistrúarbrögðin eru vísindaleg markleysa, pólitísk helför sem nærist á handstýringu vísindagagna, hótunum og lygum. Þeir sem aðhyllast þessa endaleysu eru aumkvunarverðir svefngenglar, leiksoppar lygamarða.&#39;&#39; Það er þessi stíll sem menn eru farnir að bregðast við minn kæri Hilmar.&#39;&#39; Ansi margar alvarlegar ásakanir og lítilsvirðandi orð. Menn geta ekki talað svona mánuðum saman án þess að búast við andmælum. Í sannleika sagt hefur þér verið sýnt mikið langlundargergeð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2013 kl. 18:27

39 identicon

Það má nú reyndar telja þann tíma í árum, en ekki mánuðum, sem ég hef andæft vísindaskáldskapnum um meinta skelfilega "spilliefnið" CO2, en minni þitt nær eðlilega ekki lengra en hugur þinn leyfir kæri Sigurður Þór.

Og já, ég hef sannarlega ansi margar alvarlegar ásakanir fram að færa um pólitíska stýringu IPCC á dramanu um lífvist mannsins á jörðinni á næstu áratugum. Glæpasamtök sem byrja á því að semja pólitískt manifesto um meinta hnatthlýnun og handvelja svo vísindaskáldskap til að bakka upp þvæluna eru stórhættuleg, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan.

Það er svo sjálfri náttúrunni að þakka að múrar kolefniskirkjunnar eru byrjaðir að hrynja. Ástralir eru búnir að fá nóg og hafa heimtað kolefnisskattinn í burtu og nú berast þær ánægjulegu fréttir frá Bretlandi að stjórnvöld þar í landi hyggist feta í fótspor gömlu nýlendunnar og afnema kolefnisskattinn á næsta ári. Vonandi styttist í að hérlend stjórvöld feti sömu leið og afnemi þennan ömurlega skatt.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 19:53

40 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sniðugt að Ástralir skuli ákveða að afnema kolefnaskattinn einmitt þegar stefnir í hlýjasta árið þar:

"Australians have just lived through the warmest September since records began, according to the rebadged Climate Council.

The latest record also makes the past 12 months the warmest documented, while 2013 is set to go down as the hottest calendar year in Australia, surpassing 2005."

Read more: http://www.smh.com.au/environment/climate-change/climate-council-marks-2013-as-hottest-of-warmer-years-20131003-2uxer.html#ixzz2jFoyvcKQ

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2013 kl. 00:20

41 identicon

Eigum við ekki frekar að treysta gervihnöttum en gervivísindamönnum?:

> http://jonova.s3.amazonaws.com/graphs/australia/2013-hot-summer/australia-uah-summers.jpg <

... Þórðargleðin virðist hafa borið sjálfmenntaða heimilisveðurfræðinginn ofurliði :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 01:12

42 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þeir sem sýna fram á eitthvað annað en þú vonast til eru auðvitað bara eitthvað gervi og plat í þínum huga Hilmar. Ég er ekki að tala um sumarið í Ástralíu heldur árið þar í heild og samkvæmt athugunum á jörðu niðri eru síðustu 12 mánuðir í Ástralíu eru þeir heitustu frá upphafi.

Australia has warmest year on record: BoM - The Bureau of Meteorology (BoM) announced on Tuesday that Australians have experienced the hottest 12-months on record, with a host of historical highs toppled.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2013 kl. 09:05

43 identicon

Enn og aftur misskilur þú staðreyndir EHV. Ég geri mér fullvel grein fyrir þeim kolefnisáróðri sem þú ert að reka en þú verður þá líka að gæta þess að áróðurinn byggi á vísindalegum staðreyndum.  Samkvæmt athugunum eru síðustu 12 mánuðir í Ástralíu nefnilega ekki þeir heitustu frá upphafi (mælinga):

> http://jonova.s3.amazonaws.com/graphs/australia/uah-aust-aug-2013-graph.gif <

Samkvæmt áreiðanlegum gervihnattamælingum lenda síðustu 12 mánuðir í þriðja (3.) sæti, bæði 1999 og 2010 voru heitari - og er þar einungis miðað við gervihnattamælingar frá 1979 til dagsins í dag. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 10:39

44 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gervihnattamælingar eru ekki það sama og mælingar á jörðu niðri og ég er ekki að reka neinn áróður. Bara að benda þér á hvað er að gerast í Ástralíu úr því þú fórst að minnast á það. Ástralska veðurstofan hefur lýst því yfir að síðustu 12 mánuðir hafa verið þeir hlýjustu þar frá upphafi mælinga.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2013 kl. 11:18

45 identicon

Fullyrðing þín EHV "Gervihnattamælingar eru ekki það sama og mælingar á jörðu niðri" er hárrétt. Staðreyndin er auðvitað sú að gervihnattamælingar eru mun nákvæmari en hefðbundnar mælingar á jörðu niðri í Ástralíu:

"The AWAP records from ground based thermometers are based on a method that still has not been made public. What we do know is that there were 700-800 sites (strange how the actual number so hard to state). As far as we can tell, less than half of those were operating in the 1930s and 1940s when we had our last major heat waves, and hardly any were measuring the temperatures of the hottest bits central Australia (see the black dots on the map). There are gaps of 1,000km between thermometers. Lewis and Karoly compare the latest heat wave to the average for 1910-1940, yet in 1910 there are only 16 thermometers covering 7.6 million square kilometers. Half a million square kilometers per thermometer?"

> http://joannenova.com.au/2013/06/australias-angry-hot-summer-was-hot-angry-hype-satellites-show-it-was-average/#more-29180 <

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 11:53

46 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Annar munur er sá að gervihnettir mæla ekki yfirborðshita heldur hitann í neðri hluta lofthjúps - á þessu getur verið nokkur munur. Fólk, dýr og gróður heldur sig líka aðallega við yfirborð jarðar.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2013 kl. 12:27

47 identicon

Nú kannast ég við sjálfmenntaða heimilisveðurfræðinginn - og heiðarleg tilraun til að vera hnyttinn er auka bónus á bullið :D

Vinsamlegast kynntu þér yfirborðshitamælingar gervihnatta (satellitebased land surface temperature (LST) - svo að þú getir nú googlað þér til gagns) áður en þú skýtur þig aftur í báða fætur ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 14:57

48 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Má ég forvitnast um hvaða skólamenntun þú hefur Hilmar?

Pálmi Freyr Óskarsson, 31.10.2013 kl. 16:16

49 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, hvað segja bændur - september í ár bara hlýjasti september síðan mælingar hófus á heimsvísu (jafn september 2005). Ætli Hilmar viti af þessu...

http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata_v3/GLB.Ts+dSST.txt

PS. Þið megið láta Hilmar vita - ég hlakka til að heyra hvaða samsæriskenningu hann kemur með núna...

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2013 kl. 18:46

50 identicon

Er ykkur kolamolunum gjörsamlega fyrirmunað að skilja tölfræði og vísindalega útreikninga?:

"Global Highlights

The combined average temperature over global land and ocean surfaces for September 2013 tied with 2003 as the fourth highest for September on record, at 0.64°C (1.15°F) above the 20th century average of 15.0°C (59.0°F).

The global land surface temperature was 0.89°C (1.60°F) above the 20th century average of 12.0°C (53.6°F), marking the sixth warmest September on record. For the ocean, the September global sea surface temperature was 0.54°C (0.97°F) above the 20th century average of 16.2°C (61.1°F), tying with 2006 as the fourth highest for September on record."

> http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/global/ <

Hér eru engar samsæriskenningar í boði, bara raunvísindi - sem þið virðist ekki skilja . . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 19:38

51 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er þá þannig:

Heitasti september og heitustu 12 mánuðir í Ástralíu samkvæmt Áströlsku Veðurstofunni.

September 2013 heitasti á heimsvísu ásamt september 2005 samkvæmt NASA_GISS.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2013 kl. 23:09

52 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágætu félagar.

Væri ekki ráð að hlífa okkar góða vini Trausta við frekara áreiti hér. Nú eru athugasemdir komnar yfir 50, og hverju erum við nær?

Trausti heldur úti frábæru bloggi af einstökum dugnaði og áhuga.  Hann er að gera þetta fyrir okkur sem lesum pistla hans. Hann býður okkur upp á að nota athugasemdakerfið, en ég gæti best trúað að hann sé orðinn langþreyttur á því hvernig umræðurnar hafa átt til að þróast.

Tökum okkur nú saman og sýnum Trausta þá virðingu að misnota ekki þetta svæði. Notum það fyrir hógværar umræður um efni sem beinlínis snertir efni viðkomandi pistils, og notum það þá fyrst og fremst fyrir orðaskipti við pistlahöfundinn en ekki fyrir innbyrðis deilur.

Með góðri kveðju

Ágúst H Bjarnason, 1.11.2013 kl. 09:01

53 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Flott að vísa í NOAA - samkvæmt þeim gögnum var september í ár fjórði heitasti september frá upphafi mælinga - sýnir að það er ekki að kólna á heimsvísu. Það er oft smá munur á milli gagnasettanna - ekkert að því, en það er þó ljóst að september var hlýr á heimsvísu, hvernig sem litið er á hlutina.

Ágúst - ætli það væri ekki best að orða það sem svo að einn ákveðinn aðili ætti að hlífa okkar góða vini Trausta - myndi passa betur við söguna. Annars ráðlegg ég að Trausti loki á þann aðila, þar sem það myndi bæta samskiptin hér verulega. Trausti á ekki að þurfa að svara fyrir persónulegt skítkast eins og þessi aðili bíður upp á.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.11.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 36
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 2343347

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband