Nær samkomulagi

Reiknimiðstöðvar eru nú nær samkomulagi um miðvikudagsveðrið heldur en í gær. Hvor um sig hefur gefið nokkuð eftir. Spá evrópureiknimiðstöðvarinnar er mun linari heldur en var en sú bandaríska aftur harðari á því. Þrátt fyrir það má enn segja eitthvað um efnið.

Kortið að neðan sýnir sjávarmálsþrýsting (heildregnar, svartar línur) og hæð 500 hPa-flatarins (ekki þykktina) í lit.

w-blogg211013a

Kortið gildir á sama tíma og kortin sem sýnd voru í pistli gærdagsins, kl. 12 á hádegi á miðvikudag 23. október. Háloftalægðin (litirnir) er áberandi en ekki eins snörp og sýnt var í gær, munar að minnsta kosti 60 metrum - hún er heldur ekki komin alveg jafnlangt og í spá gærdagsins. Örvarnar eiga að sýna hreyfistefnu og leið lægðarinnar.

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting og má sjá að þær liggja nánast beint í gegnum háloftalægðina - eins og hún sé ekki til. Þetta er það sem ritstjórinn hefur kallað þverskorinn kuldapoll. Almennt má segja að þetta séu verstu kuldapollarnir á markaðnum. Þessi er kannski hvorki sérlega stór né djúpur en sýnir samt ættarmótið.

Það er ekkert af ástæðulausu að illviðrið sem var í spám evrópureiknimiðstöðvarinnar í gær varð svo slæmt - mjög lítið má út af bregða í stöðu sem þessari. Vonandi sleppum við þó að mestu í þetta sinn.

Hér er umhugsunar- og eftirtektarvert að vegna þess að kuldapollurinn sést ekki á venjulegum sjávarmálskortum er hans ekkert getið í veðurfréttum - þrátt fyrir að hann sé (annað) aðalatriðið í stöðunni. En svona eru reglurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg010925c
  • w-blogg010925b
  • w-blogg010925b
  • w-blogg010925a
  • w-blogg310825-sumardagafjoldi-rvk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 1723
  • Frá upphafi: 2495925

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1509
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband