Hiti - 365 daga keđjumeđaltal

Viđ reiknum fyrst daglegan međalhita allra sjálfvirkra stöđva í byggđ og búum síđan til 365-daga keđjumeđaltal. Reikningarnir ná yfir tímabiliđ janúar 1995 til júlímánađar 2013.

w-blogg011013-sj-medalhiti365

Lóđrétti ásinn sýnir hita - í ţessu tilviki međaltal 365 daga. Lengst til vinstri er 31. desember 1995. Ártölin eru alltaf sett í enda ársins - ţegar allir dagar hafa gefiđ upp sinn međalhita. Ţetta á ţó ekki viđ ártaliđ 2013 - ţví ári er ekki alveg lokiđ. Síđasta tala línuritsins á viđ 19. júlí 2012 til 18. júlí 2013. Stöđvasafniđ var frekar gisiđ fyrstu 2 árin og rétt ađ hafa ţađ í huga. 

Grćna línan sýnir leitni tímabilsins. Hún segir okkur ađ hiti hafi hćkkađ um 0,9 stig á tímabilinu öllu. Nú mun hver líta sínum augum á línuritiđ. Fáir munu ţó komast hjá ţví ađ sjá hversu afbrigđilegur hitinn virđist hafa veriđ 2002 til 2004, hann skellur snögglega á sem einskonar holskefla miđađ viđ ađrar sveiflur - og hjađnar líka hratt. Síđan kemur óvenjuleg flatneskja. Í langtímasamhengi er hún mjög óvenjuleg - venjulega ganga allstórir öldufaldar og öldudalir yfir međ 2 til 5 ára millibili - meira ađ segja á fyrri hlýskeiđum 20. aldar.

Viđ munum síđar líta á fleiri myndir af ţessu tagi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Ţetta er merkilegur ferill fyrir margar sakir eins og tíundađ er í pistlinum.

Fyrir utan toppinn um 2003 ţá er flatneskjan ţar á eftir mjög áberandi. Í lokin má jafnvel greina niđursveigju á ferlinum, en ţađ er kannski ekki marktćkt.

Flatneskjan ţarf ţó ekki ađ koma á óvart ţví hún er áberandi á öllum helstu ferlum sem sýna hitafar lofthjúps jarđar. Reyndar nćr hún ţar jafnvel yfir enn lengra tímabil en á ţessum íslenska ferli.

Viđ skulum bara vona ađ áfram haldist hlýtt og ađ ţessi ferill fari ekki ađ sveigja niđuráviđ á nćstu árum, en ţađ óttast ég ađ verđi. Tíminn einn mun skera úr um ţađ.  Kólnun vćri afleit fyrir okkur Íslendinga.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/allcompared_globalmonthlytempsince1979_1216844.jpg

Myndin er ferngi ađ láni hjá ţessari ágćtu vefsíđu:  climate4you.com

Hnattrćnn lofthiti: Tvćr gervihattamćlingar og ţrjár hefđbundnar frá árinu 1979 ţegar mćlingar međ gervihnöttum hófust

Ágúst H Bjarnason, 1.10.2013 kl. 07:20

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Áhugavert, gaman vćri ađ sjá myndina hans Trausta fyrir lengra tímabil.

En talandi um áhugaverđ línurit, ţá var ég ađ rekast á ţessi skemmtilegu línurit á heimasíđu Veđurstofunnar. Ţar er ţađ reyndar hnattrćnn hiti - "pásan" verđur ekki mjög áberandi ef mađur skođar nógu langt tímabil (sem er nauđsynlegt ţegar veriđ er ađ skođa loftslag): 

 http://www.vedur.is/media/loftslag/full/mynd-1_hitabreytingar.png

Samantekt á hitamćlingum.
a) Tímarađir sem sýna breytingar í hnattrćnu ársmeđaltali. Sýndar eru samantektir ţriggja stofnana.
b)  Áratugameđaltöl gagnanna í a).
c) Kort af hitabreytingum í MLOST gagnasafninu fyrir tímabiliđ 1901 til 2012.  Hitabreytingin er reiknuđ út frá hallatölu bestu línu gegnum gagnasafniđ í hverjum reit. Gerđ er krafa um ađ gögn séu til stađar fyrir a.m.k. 70% tímabilsins, og a.m.k. 20% tímans fyrstu og síđustu 11 árin. 

Höskuldur Búi Jónsson, 1.10.2013 kl. 11:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţađ hefur kólnađ verulega síđan 2001. Hlýtur ađ vera áhyggjuefni

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 11:51

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hversu afleit vćri kólnun á Íslandi, t.d.  frá ţví sem veriđ hefur á ţessari öld? Ţó árshiti á landinu myndi lćkka um hálfa gráđu frá ţeim árum, nćsta áratug segjum viđ, yrđi sá áratugur samt hlýrri en hitameđaltal hlýindaárana 1931-1960, hvađ ţá annarra tímabila. Ég vildi auđvitađ ađ ekki myndi kólna en er nćstum ţví viss um ađ svo verđi, miđađ viđ síđustu tólf ár. Ţađ ţýđir samt ekki ađ verđi kalt á landinu, kuldaskeiđ. Mér finnst satt ađ segja ekki hćgt ađ ćtlast til ađ  stöđugt framhald verđi á hlýindum ţessarar aldar, hvađ ţá ađ ţau hlýindi eigi ađ vera viđmiđ um ''eđlćegt'' veđurfar og menn geti ţá ćpt hástöfum (sumir sigri hrósandi) ađ nú sé nýtt kuldaskeiđ hafiđ ef smavegis út bregđur. Fremur finnst mér ađ beri ađ líta á hitann á ţessari öld sem hlýindabólu sem muni hjađna eđa springa. Viđ skulum samt vona ađ ekki verđi algjört hitahrun og hitakreppa! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.10.2013 kl. 11:58

5 identicon

Ţetta er auđvitađ ekki bođleg nálgun hjá ţér Trausti, frekar en fyrri daginn. Viltu ekki veifa ţessari "sviđsmynd" ţinni framan í bćndur á Norđur- og Austurlandi sem ţora ekki annađ í dag en ađ smala afrétti í ágústmánuđi?

Ţađ er ţví miđur ljóst ađ hákirkja íslenska kolefnissafnađarins er til húsa hjá Veđurstofu Íslands og öll "gögn" sem ţađan eru ćttuđ, ţýđingar og túlkanir á Evangelíum IPCC, bera kolefnisblćtinu órćk merki.

Er veđurtrúbođi ekki örugglega nýyrđi Trausti?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 1.10.2013 kl. 13:40

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hitamćlarnir ljúga ekki nema ţeir séu forritađir til ađ ţjóna hákirkju íslenska kolefnissafnađarins, sem mér finnst svona heldur ólíklegt.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.10.2013 kl. 14:16

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir međ Höskuldi ađ gaman vćri ađ sjá svona mynd fyrir lengra tímabil, gjarnan sem lengst og ţá međ ţeim mćlistöđvum sem til eru á hverjum tíma.

Viđ erum orđin svo góđu vön hér á landi ađ kólnun um hálfa gráđu vćri viđbrigđi. Ţađ fer ekki á milli mála hve vel gróđurinn hefur sprottiđ undanfarin ár. Vonandi fáum viđ ađ njóta veđurblíđunnar áfram :-)

Ágúst H Bjarnason, 1.10.2013 kl. 17:19

8 identicon

Bendi vinsamlegast á ađ 365 daga keđjumeđaltalssviđsmynd Trausta er markleysa - enn eitt sýndarlínurit Veđurstofu Íslands. Grunnurinn er sagđur vera "daglegur međalhita allra sjálfvirkra stöđva í byggđ". Útkoman vekur ćđi margar spurningar:

1. Hvađ eru sjálfvirkar stöđvar í byggđ margar?

2. Hvers vegna er sjálfvirkum stöđvum í óbyggđum sleppt?

3. Hvar eru frumgögnin?

4. Hvernig lítur leitnilínan 2003 - 2013 út?

5. Hvernig lítur 365 daga keđjumeđaltal mannađra stöđva í byggđ út fyrir sama tímabil?

Ţađ er ţó dagljóst ađ myndskreyting Trausta sýnir markverđa kólnun á Íslandi sl. 10 ár - stađreynd sem starfsmenn Veđurstofu Íslands gerđu vel í ađ koma á framfćri viđ vini sína hjá IPCC.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 1.10.2013 kl. 22:46

9 Smámynd: Trausti Jónsson

Ágúst - ţegar ég tala um flatan feril eftir 2005 á ég ekki viđ ađ leitnin sé lítil heldur fremur ţađ ađ hitinn hangir ofan viđ 4 stig nánast látlaust, en fer heldur ekki yfir 5. Á fyrra hlýindaskeiđi fór hiti oft yfir 4 stig, jafnvel 5, en aldrei svona lengi í einu. Var hins vegar ađ sífellt ađ detta niđur í 3 til 3,5 á milli toppanna. Núverandi ástand er mjög óvenjulegt, 12 ár međ landsmeđalhita um eđa yfir 4 stigum - náttúran hefur aldrei séđ slíkt á mćlitímabilinu öllu (í 200 ár) - ţađ var helst á hafísárunum svonefndu sem hreyfingar voru líka litlar - en ţá á milli 2 og 3 stiga. Hinar venjubundnu sveiflur eru miklu stćrri heldur en undirliggjandi hnattrćn hlýnun. Á norđurslóđum ríkir sú einkennilega stađa ađ ţótt búist sé viđ ţví ađ hnattrćn hlýnun verđi ţar hvađ mest á heimsvísu er ţar jafnframt erfiđast ađ sýna fram á ađ hún eigi sér stađ. Hilmar. (1) og (5), sjá pistil dagsins í dag. (2) Óbyggđastöđvar eru nýtt fyrirbrigđi, ađ klúđra saman hálendi og láglendi eyđileggur möguleika á hitasamfellu sem nćr til lengri tíma en síđustu 15 ára. Viđ litum á hálendisstöđvarnar síđar - ef ţrek ritstjórans endist. (3) Frumgögnin eru í töflu í gagnagrunni Veđurstofunnar. Síđustu 4 dagar eru alltaf ađgengilegir. (4). Hér er sífellt veriđ ađ taka fram ađ leitni yfir skemmri tímabil er marklaus. Ţar ađ auki segir leitni yfir langan tíma nákvćmlega ekki neitt um framtíđina - meira ađ segja sú sem stendur í 100 ár. Leitni er fyrst og fremst reiknuđ til greiningar - menn leita skýringa á liđnum hitabreytingum - skýringa er leitađ til ađ sjá betur í gegnum tilviljanasuđiđ. Leitnin frá 2003 til 2004 er ţannig ađ hefđi hún haldiđ áfram vćri međalhití á landinu nú kominn niđur í um -20 stig. Nenna menn ađ ţrasa um slíkt? Ađ reikna leitni frá 2003 til 2013 er jafnmarklaust.

Trausti Jónsson, 2.10.2013 kl. 02:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 1319
  • Frá upphafi: 2486387

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1167
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband