Lćgđardrag

Nú hagar ţannig til ađ djúp en mjög hćgfara lćgđ langt suđur í hafi skýtur smáskömmtum af hlýju lofti til norđurs yfir Ísland. Međ hverjum skammti fylgir úrkoma og loftţrýstifall, lćgđ nćr trauđla ađ myndast en lćgđardrag yfir landinu ţokast til vesturs og austurs á víxl. Lítum fyrst á ţykktarkort sem gildir um hádegi á mánudag.

w-blogg300913aaa

Jafnţykktarlínur eru heildregnar en 850 hPa hiti er sýndur međ litum. Ţetta er mjög hlýtt loft, ţykktin yfir Reykjavík er 5480 metrar, sumargildi, og hiti í 850 hPa (1360 metra hćđ) er um 5 stig. Líka harla gott. Hugsanlegt er ađ hlýindanna verđi vart austur á fjörđum en grunnur fleygur af kaldara lofti liggur yfir öllu Vestur- og Norđurlandi međ frosti á háfjöllum Vestfjarđa og Norđurlands.

Litakvarđinn á nćsta korti sýnir svokallađan jafngildismćttishita í 850 hPa hćđ. Ţađ er sá hiti sem loftiđ myndi öđlast ef allur rakinn í ţví vćri ţéttur og ţađ síđan dregiđ niđur undir sjávarmál.

w-blogg300913aa

Kortiđ sýnir ţví bćđi hita og raka. Brúnu svćđin eru bćđi hlý og rök. Tölur sem sjá má á stangli sýna jafngildismćttishitann í Kelvingráđum. Talan suđur af landinu er 317,2K eđa 44°C. Rakinn er orkuríkur - en sá varmi stendur okkur ekki til bođa. Viđ megum taka eftir ţví ađ hitasviđiđ er mjög bratt, ţađ er nćrri ţví ekkert rými fyrir grćnu litina viđ Vestfirđi og í bláa litnum sést talan 285,4K (12°C). Hér er loft greinilega af mjög ólíkum uppruna hvoru megin garđs, munar 32 stigum.

En viđ sjávarmál lítur ţetta svona út:

w-blogg300913a

Jafnţrýstilínur eru heildregnar, en lituđu svćđin sýna úrkomuna í mm/3 klst. Á bláu svćđunum er úrkomunni spáđ 5 til 10 mm á 3 klst. Ţađ er verulegt - blautur dagur um stóran hluta landsins. Höfuđborgarsvćđiđ er í jađrinum. Ef kortiđ er stćkkađ má sjá litla krossa í grćna litnum yfir Norđurlandi. Ţar segir líkaniđ ađ hann snjói. En hér á hungurdiskum tökum viđ enga afstöđu til ţess - bendum bara á spár Veđurstofunnar. Í ţeim eru áreiđanlegri upplýsingar - og nýrri.

Mikil frođa - lítiđ efni, nema fyrir ţau fáu nörd sem eru ađ ćfa sig í kortalestri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 981
  • Frá upphafi: 2420865

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 862
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband