Haustþrep

Haustið hefur sinn gang. Í dag (laugardaginn 28. september) mældist hvergi 10 stiga hiti eða meira á landinu. Það gerðist síðast 5. maí, 145 dagar í röð með yfir 10 stiga hita. Hvernig er þetta yfirleitt?

Breytingar á stöðvakerfinu setja reikningum af þessu tagi nokkrar skorður. Lítum samt á töflu sem nær aftur til ársins 1996 og tekur aðeins til sjálfvirkra stöðva.

árdagafjöldi
1996140
1997100
1998131
1999148
2000109
2001147
2002155
2003127
2004149
2005122
2006148
2007157
2008167
2009168
2010172
2011168
2012142
2013145
meðaltal144

Meðaltalið er 144 dagar - við erum sumsé í meðallagi í ár. Hægt er að reikna leitni og sýna þeir reikningar að samfellt tímabil 10 stiga er að lengjast. Leitnin sú segir ekkert um framtíðina frekar en venjulega auk þess að vera lítt marktæk. En ef við tökum reikningana hráa kemur í ljós að sumarið (í þessari sérstöku merkingu) hefur lengst úr 124 dögum árið 1995 í 164 daga í ár, 40 daga lenging. Það munar um það. Óhætt mun þó að vara menn við að kaupa mikið af hlutum út á spá sem byggir á þessu einu. En það má kannski kaupa tryggingu gegn tapinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hundalógik er nú þetta Trausti? Þú birtir töflu yfir skorðaðar sjálfvirkar stöðvar frá 1996 (nítjánhundruðníutíuogsex). Dagafjöldinn 1996 er 140 dagar (með ætluðum 10 stiga hita) en dagafjöldinn í ár (enn og aftur samkv. uppgefnum sjálfvirkum tölum Veðurstofunnar) er 145 dagar. Það er lenging um 5 (fimm) daga Trausti.

Þið virðist vera orðnir þokkalega verseraðir í IPCC-fræðum á Veðurstofu Íslands. . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 09:37

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er nú bara skemmtileg tölfræði.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.9.2013 kl. 13:03

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Skemmtilegt sjónarhorn.

Höskuldur Búi Jónsson, 29.9.2013 kl. 15:29

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er fróðleg nálgun - takk fyrir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 17:29

5 Smámynd: Trausti Jónsson

IPCC-fræðin vaxa og vaxa að umfangi, mörg líka að gæðum. Nýja skýrslan er þó ólesin - kemur út á morgun - mánudag.

Trausti Jónsson, 30.9.2013 kl. 01:02

6 identicon

Ekki veit ég hvort að kolefnistrú spámanna Veðurstofu Íslands dugi til að varðveita stólana í öllum niðurskurðinum en það er ástæðulaust að eyða tíma í að lesa nýjustu skýrslu IPCC, hvað þá að þýða hana.

Hitt er víst að skýrsla NIPCC er komin út og full ástæða fyrir ykkur óðahlýnunarspámennina að þýða hana og birta á forsíðu stofnunarinnar - þó ekki væri nema til að gæta meints vísindalegs hlutleysis . . . ;)

(http://heartland.org/)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 16:47

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Er Hilmar komin á launaskrá afneitunariðnaðarins?

Höskuldur Búi Jónsson, 30.9.2013 kl. 19:14

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Heartland er hjarta afneitunarinnar - fróðlegt að sjá að Hilmar er fastur í blekkingarvef þeirra...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2434596

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband