Enn aumara

Eftir sumargæðaumfjöllun Morgunblaðsins í dag (föstudag 27. september) var spurt hvers vegna september væri þar ekki talinn með öðrum sumarmánuðum. Því er helst til að svara að einkunnakerfið hentar ekki september - sólarlítill hlýindamánuður með meðalúrkomu, kannski sá besti af bestum yrði skotinn í kaf af sólríkum, úrkomulitlum kuldamánuðum. Að þessu leyti er september því öðru vísi en hinir sumarmánuðirnir - hvað Reykjavík varðar.

Um hásumarið (júlí og ágúst) fer þar gjarnan saman bjart veður og hlýindi - en á öllum öðrum tímum árs eru þungbúnustu mánuðirnir þeir hlýjustu. Ef allar sanngirni er gætt er september varla hæfur með hinum mánuðunum. En öll einkunnagjöfin er auðvitað leikur - og ber ekki að taka alvarlega.

Ritstjórinn hefur þó til gamans reiknað út einkunn núlíðandi septembermánaðar og reynist hún vera fjórir (af 16 mögulegum), til viðbótar þeim 9 sem voru áður komnir (sjá pistil dagsettan 2. september þar er tengill í skilgreiningarpistilinn). Þetta gerir samtals 13 sumarstig af 64 mögulegum. Svo lága einkunn hefur ekkert sumar fengið síðan 1989 en þá skutust 12 stig á blaðið. En septembermánuðir undanfarinna ára eru ekki mjög háir, september 2007 fékk aðeins 2 stig. Þá voru hins vegar 37 stig í pottinum úr fyrri mánuðum sumarsins - en 9 nú eins og áður sagði.

En einnig er hægt að búa til einkunn fyrir sumarið í heild með sérstakri sameiginlegri fimmtungagreiningu. Þá fyrst versnar í því, hæsta mögulega einkunn er 16 stig. Sumarið 2013 skrapar upp eitt - fyrir það að hitinn var ekki alveg niður í botni. En samkeppnin á botninum er nokkuð hörð, sumarið 1989 fær núll og 1983 auðvitað líka. Fimm önnur sumur eru með 1 stig eins og það sem nú er að líða: 1923, 1925, 1969 og 1984. Fjögur landsfræg sunnlensk rigningasumur fá tvö stig: 1955, 1959, 1972 og 1976. Sumarið 2013 er greinilega í úrvalshópi. Hvort það er maklega látum við liggja á milli hluta að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, september er til vandræða að því leyti að hann hentar ekki inn í kerfið. Kannski eru til aðrar aðferðir sem ná honum með hinum sumarmánuðunum. Og ég vil endilega meina að hann beri að telja til sumarmánaða. Því miður held ég svo að margir taki þennan leik full alvarlega, ekki síst fjölmiðlarnir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.9.2013 kl. 10:40

2 identicon

September er ekki sumarmánuður, ekki frekar en maí. Svo er hvergi gert á norðurslóðum (Norðurlöndunum t.d.) nema hér á landi hjá sumum sérvitringum.

En auðvitað er sumarið hér lengra en hjá Dönum t.d.! Við erum jú svo miklu sunnar á hnettinum ...

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 10:50

3 identicon

September, október og nóvember eru að sjálfsögðu haustmánuðir; desember, janúar og febrúar vetrarmánuðir; mars, apríl og maí vormánuðir og júní, júlí og ágúst sumarmánuðir. Það gengur einfaldlega ekki að kolefniskardínálar Veðurstofu Íslands, og kórdrengir þeirra, reyni sífellt að hafa vit fyrir náttúrunni ;)

Nú síðast slær Veðurstofan upp þýðingu á nýbakaðri skýrslu IPCC á heimasíðu sinni (http://www.vedur.is/loftslag/rannsoknir/ipcc/ipcc-2013/) og sérlegur "sérfræðingur" stofnunarinnar bullar um innihald hennar í fjölmiðlum (http://www.ruv.is/frett/hlynunin-er-stadreynd).

Á sama tíma og ríkisstofnunin étur það hrátt upp eftir IPCC að þokkaleg vissa sé um að á fyrsta þriðjungi þessarar aldar verði hlýnunin líklega á bilinu 0,3 til 0,7°C, miðað við meðaltal áranna 1986 – 2005, er ljóst að ekkert hefur hlýnað í heiminum sl. 15 ár og meðalhiti 2013 á Íslandi nálgast meðalhita áranna 1961 - 1990!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 11:17

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Sigurður - leikurinn gleymist fljótt - aðrar fréttir ryðjast inn. Torfi og Hilmar - fastir liðir eins og venjulega. Takk fyrir það piltar.

Trausti Jónsson, 30.9.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.11.): 86
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 1554
  • Frá upphafi: 2406954

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1395
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband