Bætir á sýndarsnjóinn (og á þann raunverulega líka)

Nú þegar er kominn það mikill sýndarsnjór á hálendið að meiriháttar hlýindakafla virðist þurfa til að losna við hann allan (og ekki von á slíku). Í veðurlíkönum fellur úrkoma - bæði regn og snjór - og snjór bráðnar aftur - rétt eins og í raunveruleikanum. Ekki er þess að vænta að sýnd og raun fari saman í smáatriðum en samt er fróðlegt að fylgjast með hvað líkönin eru að gera.

Og hér er uppgjör harmonie-líkansins síðdegis í dag (fimmtudag).

w-blogg270913

Litirnir sýna snjóhuluna, kvarðinn batnar sé kortið stækkað. Tölurnar eru kíló á fermetra, hvert kíló samsvarar 1 mm úrkomu. Snjódýptin fer svo eftir eðlismassa snævarins. Á þessu korti er nýsnævið mest á Hofsjökli, komið í 1000 kg á fermetra frá því í ágúst - minna á öðrum jöklum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 152
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1257
  • Frá upphafi: 2455983

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 1146
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband