Skemmtilega ólíkar spár

Oftast eru reiknimiđstöđvarnar bandarísku og evrópsku í ađalatriđum sammála um veđur 3 til 5 daga fram í tímann en skiljast síđan ađ. Algengt er ţó ađ ţađ skeiki um dýpt og nákvćma stađsetningu veđurkerfa í mun styttri spám - svo miklu máli skipti ţótt ađalatriđi séu svipuđ.

Í dag (föstudaginn 20. september) ber svo viđ ađ fjögurra daga spár miđstöđvanna eru ótrúlega ólíkar - og ţar af leiđandi framhaldiđ líka. Ţetta er enn óvćntara fyrir ţá sök ađ ţađ sem nú er framhald evrópureiknimiđstöđvarinnar var í gćr framhald ţeirrar bandarísku. Um leiđ og sú fyrrnefnda varđ ađ ţví er virtist sammála ţeirri síđarnefndu hrukku ţćr hvor um sig í ból hinnar.

Ţetta ţýđir auđvitađ ađ spá mánudagsins (23. september) er einmitt nú sérlega óráđin. Trúlega jafnast málin strax viđ nćstu spárunur - stundum er endanleg niđurstađa einkennileg samsuđa beggja. Hvađ verđur nú?

En lítum á kortin, ţau gilda kl. 18 síđdegis á mánudag. Fyrst er spá evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg210913a

Hér er myndarleg hćđ yfir Grćnlandi en lćgđasvćđi langt suđur í hafi. Smálćgđ er á hrađri leiđ til austurs fyrir suđaustan land. Hćđ er yfir Niđurlöndum. Myndarlegt lćgđasvćđi nćr frá Nýfundnalandi og langt norđur međ vesturströnd Grćnlands. Hér á landi er hćg norđaustanátt og úrkomulítiđ - sennilega mjög bjartur og fagur haustdagur um mestallt land nema viđ norđausturströndina.

Svo er ţađ gerđ bandarísku veđurstofunnar og á ađ sýna veđur á sama tíma.

w-blogg210913b

Jú, hćđin er enn yfir Niđurlöndum og lćgđarennan vestast á kortinu eru sem fyrr en í stađ norđaustanáttarinnar hćgu er komin landsynningsrembingur međ leiđindaveđri um ađ minnsta kosti allt landiđ vestanvert.

En hvar greinir spárnar ađ? Til ađ komast ađ ţví lítum viđ á 500 hPa spár miđstöđvanna kl. 12 á hádegi á sunnudag. Fyrst evrópureiknimiđstöđin. Heildregnar línur sýna hćđ flatarins en rauđar strikalínur ţykktina.

w-blogg210913c

Lćgđ er suđur í hafi (hefur m.a. étiđ leifar fellibylsins Humberto međ húđ og hári). Hún leitar til norđurs - en hittir ţar fyrir einskonar dyr á milli tveggja háţrýstisvćđa - ţessar dyr eru hér ađ skella aftur og loka fyrir norđurleiđ hćđarinnar - hún hörfar ţá til suđurs og verđur rekstrarađili lćgđar evrópureiknimiđstöđvarinnar suđur í hafi á mánudag. Vestari hćđarhryggurinn byggir síđan upp afleggjara yfir Grćnlandi. - Lítiđ hefur veriđ um slíka hryggi undanfarna mánuđi.

En bandaríska háloftaspáin er nćrri ţví eins - en ..

w-blogg210913d

Hér er lćgđin sjónarmun dýpri (5320 metrar í stađ 5390 metra í evrópsku spánni) og gerir sig líklega til ađ sleppa norđur fyrir og komast milli stafs og hurđar í dyrunum.

Hér virđist veđur margra daga ráđast af ţví ţví einu hvort skellt verđur á lćgđina eđa hún sleppur. Ţetta mun auđvitađ enda međ sameiginlegri lausn reiknimiđstöđvanna. Hvor verđur ofan á? Gerist kannski eitthvađ allt annađ? Verđur eitthvađ málamiđlunarsull fyrir valinu?  

Snjóar suđvestanlands á fimmtudagskvöld í nćstu viku?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 917
  • Sl. sólarhring: 1114
  • Sl. viku: 3307
  • Frá upphafi: 2426339

Annađ

  • Innlit í dag: 817
  • Innlit sl. viku: 2973
  • Gestir í dag: 799
  • IP-tölur í dag: 735

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband