Skæð lægð - en skammvinnt veður

Lægðin sem nú (um miðnætti á miðvikudagskvöldi) er skammt suðvestan við landið fer yfir það í nótt og fyrramálið. Hún verður komin yfir þegar flestir lesendur berja þennan texta augum. Hér er aðeins bent á það að litlar færslur á lægðarmiðju geta skipt verulegu máli varðandi hvassviðri og hugsanlegt tjón. 

Í pistli gærdagsins litum við á kort sem sýndi vísun á kviku og þar með vindhviður. Við lítum á nýtt spákort sem gildir á sama tíma og kort gærdagsins.

w-blogg120913

Kvarðann má sjá mun betur sé kortið stækkað. Einingarnar segja fæstum neitt - en þó að því hærri sem talan er því meiri er kvikan. Á kortinu í gær var lægðarmiðjan við Hornstrandir en hér yfir Dalasýslu. Hún hefur sum sé aðeins hægt á sér miðað við spána í gær. Á kortinu í gær voru hviður á sama tíma sagðar verða yfir Tröllaskaga og Norðurlandi - en hér eru þær víðar um land.

Lægðin hefur ekki aðeins hægt á sér - heldur dýpkaði hún hraðar en gert var ráð fyrir. Það þýðir að í þessari spá nær vestanstormur sér á strik suðvestan við land - en í gær var lægðin ekki orðin alveg nógu djúp til þess að meginstrengur lægðarsnúðsins næði að myndast áður en upp á land var komið.

En hvernig sem fer verður lægðin að teljast óvenjuleg miðað við árstíma. Ofsaveður af fullum vetrarstyrk hefur að vísu gert í september - en þau eru þá mun sjaldgæfari heldur en um hávetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Jú, jú, það er lagðarmiðjan sem skiptir máli, hvar hún lendir það er mín reynsla. Er ekki meiri hætta á að lægðin dýpki hraðar og meira þegar heitt er yfir landinu?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.9.2013 kl. 22:02

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þorsteinn. Lægðarmiðjur leita lands á sumrin en forðast það á vetrum. Lægðir eins og sú sem fór yfir síðastliðna nótt eru þó þannig gerðar að þær sjá landið illa (nema hvað það breytir vindstyrk og stefnu niður undir jörð) og æða bara yfir - án tillits til yfirborðshita.

Trausti Jónsson, 13.9.2013 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 996
  • Sl. sólarhring: 1102
  • Sl. viku: 3386
  • Frá upphafi: 2426418

Annað

  • Innlit í dag: 888
  • Innlit sl. viku: 3044
  • Gestir í dag: 866
  • IP-tölur í dag: 800

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband