10.9.2013 | 01:35
Þrýstibreytingar
Fyrir tíma tölvuspánna þurfti að fylgjast mjög náið með breytingum á loftþrýstingi þegar spáð var um veður. Enn þann dag í dag er vissara að láta þær ekki framhjá sér fara því alvarlegar villur í tölvuspám koma gjarnan fram sem óvæntar breytingar á þrýstingi. Nú (seint á mánudagskvöldi) nálgast lægðakerfi úr suðvestri og loftþrýstingur fer að falla í nótt af þess völdum.
Fallið vex og stendur allt þar til kuldaskil fara hjá einhvern tíma síðdegis á þriðjudag.
Litirnir á kortin sýna þrýstibreytingar milli kl. 12 og 15 síðdegis á þriðjudegi. Sé kortið stækkað ætti að sjást að þrýstingur við Snæfellsnes á kl. 15 að hafa fallið um 7,1 hPa frá því klukkan 12. Ef eitthvað að ráði bregður út af því hefur spáin brugðist. Rauðu svæðin sýna þrýstifall en á þeim bláu hefur þrýstingur stigið. Þegar úr þrýstifallinu dregur er stutt í skilin eða þau að fara yfir. Veðurathuganir á klukkustundarfresti eru birtar á vef Veðurstofunnar og þar er hægt að fylgjast með þrýstibreytingum - en auðvitað er miklu meira gaman að fylgjast með þrýstibreytingunum nánast frá mínútu til mínútu á heimilisloftvoginni - eða á sinni einkaveðurstöð.
Flestar nútímaeinkaveðurstöðvar mæla þrýsting - en ekki er víst að allir eigendur þeirra gefi honum þann gaum sem vert er. Reynslan kennir mönnum að meta hvað breytingarnar merkja.
Ástæður þrýstifalls eru einkum tvær - (i) að hlýrra loft sækir að, (ii) að veðrahvörfin séu að lækka og þrýstingur stígur vegna þess að (i) kaldara loft sækir að, (ii) að veðrahvörfin séu að hækka.
Hitabreytinganna verður ekki alltaf vart á þeim stað sem athugað er, t.d. vegna þess að hitahvörf verja hann. Þess vegna er stundum erfitt að greina þessar ástæður að. En aðalvandinn er sá að lækkandi veðrahvörfum (fallandi þrýstingi) fylgir oftast kaldara loft (hækkandi þrýstingur) og með hækkandi veðrahvörfum (hækkandi þrýstingi) fylgir oftast hlýrra loft (lækkandi þrýstingur).
Hækki þrýstingur í hlýnandi veðri er það yfirleitt merki um að eitthvað stórt sé að gerast í háloftunum og sömuleiðis þegar þrýstingur lækkar í kólnandi veðri.
Þetta má útfæra nánar með því að fylgjast með skýjum - þau gefa stundum til kynna mismun á vindstefnu eftir hæð. Við reynum að muna að snúist vindur sólarsinnis með hæð er hlýtt loft á leiðinni en snúist hann andsólarsinnis er það kalda loftið sem er í framsókn.
Á myndinni að ofan má sjá jafnþykktarlínur strikadregnar. Með því að rýna í þær kemur í ljós að hlýtt loft er í framsókn undir rauða litnum - þar fellur loftþrýstingur í hlýnandi veðri - vindur við jörð er af suðaustri en snýst þá í suður eða suðvestur með hæð, með sól. Undir bláa flekknum er vestanátt við jörð þar sem kalt loft (minni þykkt) er í framsókn þar snýst vindur líka til suðvesturs með hæð - en þá á móti sól.
Jæja. Heldur varð þetta lengra en ætlað var.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 329
- Sl. sólarhring: 390
- Sl. viku: 1291
- Frá upphafi: 2421391
Annað
- Innlit í dag: 309
- Innlit sl. viku: 1149
- Gestir í dag: 301
- IP-tölur í dag: 298
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.