30.8.2013 | 00:47
Enn um stefnumót föstudagsins
Í dag hefur enn verið talsvert hringl á illviðrisspánum - evrópureiknimiðstöðin dró talsvert úr veðrinu í miðnæturrunu sinni - en gekk síðan aftur til svipaðs ástands og spáð var í gær þegar kom að hádegisrununni. Af þessu má auðvitað sjá að þeir veðurfræðingar sem gefa út alvöruspár geta ekkert hætt því að fylgjast mjög náið með alveg þar til tími illviðrisins er liðinn hjá. Ritstjóri hungurdiska getur hins vegar leyft sér að fylgjast með úr fjarlægð - og getur litið undan þegar honum svo sýnist. Til allrar hamingju gerir hann engar spár - masar aðeins um þær.
En lítum fyrst á mynd sem sýnir samanburð sjávarmálsspár evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi í dag (fimmtudag 29. ágúst) og hádegisspárinnar í gær. Kortið gildir kl. 24 á föstudagskvöld.
Heildregnu línurnar sýna nýrri spána en punktalínurnar spána frá í gær. Lituðu svæðin sýna svo mismuninn, þau rauðu þekja svæði þar sem þrýstingur spárinnar í dag er meira en 2,5 hPa lægri heldur en spáin í gær sýndi en þau bláu þar sem spáin i dag sýnir hærri þrýsting en í gær.
Lægðin er greinilega ámóta djúp - örlítið vestar heldur en spáð var í gær, en þrýstingi er nú spáð heldur lægri vestur undan heldur en í gær.
Næsta kort ber saman spána frá miðnætti og hádegisspána á sama hátt.
Hér er málið annað og vel sést hversu linari miðnæturspáin var heldur en bæði spáin frá hádegi í gær og sú nýjasta - frá hádegi í dag. Með lagni má sjá tölu í dökkrauða svæðinu. Hún sýnir 7,2 hPa. Það er umtalsvert fyrir spá sem nær innan við tvo sólarhringa fram í tímann. Eftir að hafa linast á spánni síðastliðna nótt herðir aftur á þannig að niðurstaðan verður svipuð og í gær.
En - það er reyndar fleira sem hefur breyst. Í gær var ekki reiknað með að lægðin næði að mynda það sem við köllum venjulega snúð eða lægðasnúð. Inni í slíkum eru oftast öflugar lægðarmiðjur, þrýstilínur þéttar og vindur mikill. Við ættum kannski að fjalla nánar um þetta fyrirbrigði síðar og hugsanlegar aðrar nafngiftir, en hér nægir að nefna tvö mikilvæg einkenni þess.
Það fyrra er eins konar hnútur mjög lágra veðrahvarfa, hola í veðrahvarfafletinum - hið síðara að í neðri hluta veðrahvolfs er hlýrra loft heldur en umhverfis. Sumir segja að loft úr hlýja geira lægðarinnar hafi lokast þar inni - við skulum þykjast trúa því - hér er ekki vettvangur trúarbragðadeilna. En alla vega - það er hlýrra loft inni í snúðnum heldur en utan við hann. Þetta er frábrugðið venjulegu ástandi þar sem loft er mjög kalt undir lágum veðrahvörfum.
En lítum fyrst á veðrahvarfaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 6 að morgni laugardags.
Kortið nær yfir sama svæði og þau að ofan og sýnir þrýstihæð veðrahvarfanna - það er að segja hver þrýstingurinn er í þeim. Bláu svæðin sýna mjög há veðrahvörf. Tölur og litir standa fyrir hPa. Kortið batnar við stækkun. Hér sést veðrahvarfaholan rétt norðan við land - í lægðarmiðjunni. Þar má sjá töluna 729 hPa og hvítfjólubláan blett. Veðrahvörfin sýnast hér ganga niður fyrir 3 km hæð. Þetta segir út af fyrir sig ekkert um vind eða þrýstifar við sjávarmál - veðrahvarfaholur án hvassviðra eru mjög algengar.
En - til að áhrif þrýstibrattans í kringum holuna gæti við sjávarmál verður að vera hlýrra undir henni heldur en utan við - eða að minnsta kosti mjög flatt þykktarsvið (hitasvið). Veðrahvörfin liggja hér miklu lægra heldur en spáð var í gær. Það þýðir að einhver aðili stefnumótsins (sem munar um) hefur mætt óvænt á svæðið. Við getum því miður ekki velt vöngum yfir því hér - pistillinn þegar orðinn allt of langur. En höfum í huga að holan er mikið smáatriði í stórum heimi - eitt þeirra sem getur vel horfið milli einstakra spáruna líkana - eða glatast í einu líkani en dúkkað upp í öðru.
Næsta kort sýnir hita og vind í 925 hPa-fletinum á sama tíma og veðrahvarfakortið gildir.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum en hiti með litum. Hér sést að hlýjast er í lægðarmiðjunni - eins og vera ber í snúðum. Mjög hvasst er sunnan við - 30 m/s í innan við 500 m hæð. Vinds af þessu tagi getur hæglega gætt á fjöllum og við horn í landslagi þótt hann sé almennt minni niður við sjávarmál. Þarna er veðrið farið að ganga niður á Vestfjörðum.
Við lítum að lokum á snjókomuspá harmonielíkansins sem sýnir ákomuna frá kl. 18 á föstudag til kl. 06 á laugardag - 12 klukkustundir liggja undir.
Gráu svæðin sýna hvar sýndarsnjór hefur fallið, mínustölur sýna hvar snjór sem fyrir var hefur bráðnað. Við sjáum að sýndarsnjór hylur stóran hluta hálendisins. Langmestur er hann þó á austanverðum Tröllaskaga. Þar eru tölur á bilinu 40 til 75 kg á fermetra. Í lausamjöll jafngildir það 40 til 75 cm dýpt. Þetta eru þó einstök hámörk - gildin á kortinu eru yfirleitt talsvert lægri.
Þar sem þessi snjór fellur víðast hvar á auða jörð bráðnar mikið nærri því um leið auk þess sem hann verður krapkenndur - eðlismassi er þá talsvert hærri heldur en í lausamjöllinni og snjódýptin þar af leiðandi minni en hráar tölur kortsins gefa til kynna.
Ef menn skoða smáatriðin kemur í ljós að 2 kg á fermetra hafa bráðnað úr Esjunni, sá snjór féll í líkaninu fyrir kl. 18 á föstudag - skyldi Esjan grána í kollinn í þessu hreti?
Enn er minnt á að hungurdiskar gefa ekki út spár - öll túlkun lesenda í þá veru er á eigin ábyrgð. Þeir eru hins vegar hvattir til að fylgjast með spám Veðurstofunnar - þar er símannað allan sólarhringinn og fylgst er með veðri og tölvuspám frá mínútu til mínútu.
Lýkur hér þessum allt of langa pistli um átök og örlög í sýndarheimum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 30
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 1951
- Frá upphafi: 2412615
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1704
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir Trausti. Ég kíki alltaf á síðuna þína þegar ég þarf að vita um veðurhorfur. Það hefur reynst mér vel, svona í bland við mína tilfinningu fyrir veðurhorfum.
Mér finnst veðurhorfur og veðurspár hins opinbera orðnar óútreiknanlegri núna, heldur en hér áður fyrr. Ekki veit ég hvers vegna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.8.2013 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.