14.8.2013 | 00:07
Sumri fer að halla í heiðhvolfinu
Að vanda fara veðurkerfi að halla sér til hausts þegar kemur fram í miðjan ágúst. Á hverjum stað er þó mjög misjafnt hversu lengi sumarið heldur velli. Hér á landi er ágúst alloft hlýjasti sumarmánuðurinn, í Reykjavík er því þannig varið um það bil þriðja hvert ár. Aftur á móti er september örsjaldan hlýjastur og hefur það ekki gerst í höfuðborginni síðan 1877 og þá var munurinn á honum og júlí svo lítill að algjörlega ómarktækt er. En við gerum eins og í íþróttunum, látum gullið ráðast á sjónarmun.
Í kringum miðjan ágúst fer lofthjúpurinn að hefja umstöflun fyrir veturinn. Á sumrin er austanátt ríkjandi ofan við 20 km hæð við Ísland - en vestanátt á vetrum. Snúningurinn frá vestri til austurs á vorin er oftast eindregnari heldur en frá austri til vesturs á haustin. En við 30 hPa-flötinn verða umskiptin á tímabilinu 15. ágúst til 15. september hér við land.
Kortið hér að neðan er úr safni bandarísku veðurstofunnar (gfs-líkanið) og sýnir hæð og hita í 30 hPa kl. 18 síðdegis á þriðjudag (13. júlí). Jafnhæðarlínur eru heildregnar en hiti er sýndur með litum (litakvarðinn skýrist mjög sé kortið stækkað). Flöturinn er í rúmlega 24 km hæð frá jörðu.
Sunnan við 55°N eru jafnhæðarlínurnar nokkurn veginn hringlaga, samsíða breiddarbaugunum, vindur blæs úr austri. Norðar er flatneskja ríkjandi, svæðið skiptist á milli hæðar og mjög grunnrar lægðar. Austanáttin helst lengst frameftir syðst á kortinu en mjög eindregna vestanátt gerir í kringum lægð sem dýpkar og dýpkar jafnt og þétt allt haustið.
Enn er áberandi hlýjast í kringum norðurskautið en næstu mánuði kólnar langmest þar. Um leið og vestanáttin nær sér á strik geta heiðhvolf og veðrahvolf farið að talast við.
Það er líka um miðjan ágúst sem fer að kólna á norðurslóðum. Þá kólnar að jafnaði meira nyrst heldur en sunnar og hitamunur (þykktarbratti) vex hröðum skrefum og tíðni illviðra tekur stökk upp á við. Þeir lesendur sem nenna geta rifjað upp pistil á hungurdiskum sem skrifaður var um þetta leyti í fyrra (2012). Þar er bent á 13. ágúst sem snúningsdaginn mikla þegar gangan til hausts hefst (en það má auðvitað ekki taka of bókstaflega).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir upplýsingarnar, Traust.
En ég er á því að þetta séu litlar breytingar svona veðurfarslega séð, það hefur nefnilega verið haustveðráttu hér hjá okkur frá því í lok apríl sl.
Það eina sem breytist kannski er að dagarnir styttast og hitastigið lækkar smávegis
Björn J. (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 12:33
Frétt í DV í dag: Veturinn nálgast - Snjóar í fjöll
"Þau svör fengust á Veðurstofu Íslands að þó að það væri vissulega sjaldgæft að sjá snjó á þessum árstíma, gæti það alltaf gerst. Það væri þó helst júlí mánuður sem slyppi við snjóinn. Veturinn minnti raunar einnig á sig hér á höfuðborgarsvæðinu í dag, en tvisvar gerði haglél fyrir utan talsverða rigningarskúra."
Er ekki "óðahlýnun" í gangi hjá Veðurstofu Íslands Trausti?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 06:37
Á ekkert að skýra út fyrirs oss fávísum hamfaraveðrið sem á víst að fara að koma?
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2013 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.