13.8.2013 | 00:19
Vindur og ísrek
Fyrir nokkrum dögum urðu dálítil orðaskipti um ísrek í suðurhöfum í athugasemdadálki hungurdiska. Þar sem svör ritstjórans voru heldur stuttaraleg er rétt að birta hér heldur lengri skýringartexta - en hann telst þó líka stuttur. Einfaldanir eru svo miklar að smámunasömum ofbýður - en hvað um það.
Mælingar hafa sýnt að vindur hefur mikil áhrif á ísrek - svo mikil að nefnt hefur verið að hann skýri allt að 70% ísreks í Norðuríshafinu. Talað er um að ísinn reki í stefnu um allt að 45 gráður hægra megin vindstefnunnar. Sé þetta tekið bókstaflega á vindur sem blæs úr vestsuðvestri (um 240 gráður) að veita ísreki úr stefnunni 280 gráður - rétt norðan vesturs, það er að segja Í stefnu rétt sunnan við austur.
Á suðurhveli jarðar snýst þetta við, vindur þar ber ís í stefnu um 45 gráður vinstra megin vindstefnunnar. Þetta sýnum við á einfaldri mynd, norður er upp. Á henni er hornið reyndar ekki nema 30° - við leyfum okkur að láta hafstraum taka þátt í hreyfingunni til austurs.
Norðurhvelsmyndin gæti t.d. vísað til Grænlandssunds, suðvestanátt á þeim slóðum ber um síðir ís til Íslands standi hún nógu lengi.
Næsta mynd er öllu flóknari. Hún á að sýna einfaldaða stöðu í Norðuríshafi. Hvað gerist ef lægð situr yfir norðurskautinu með sinni andsælishringrás.
Hér ímyndum við okkur að bláleiti hringurinn sé Norðuríshafið þakið hafís. Vindurinn hrekur ísinn út til jaðarstranda hafsvæðisins. Komi þessi staða upp snemma sumars rekur ís sífellt frá miðju svæðisins út til jaðrana. Vakir eru dreifðar og litlar. Megnið af sólarorkunni endurkastast af ísnum og nýtist illa til bráðnunar.
Næsta mynd sýnir aðra stöðu síðla sumars. Þá hafa vindar (t.d. háþrýstisvæði) stuðlað að því að halda ísnum við skautið saman framan af sumri. Þá gefst færi til myndunar stærri vaka sem taka mun betur við sólarorkunni heldur en ísi þöktu svæðin.
Í raunveruleikanum má telja útlokað að nákvæmlega þessi staða komi upp á næstunni, en aftur á móti önnur náskyld, það er að segja að mestallur ísinn safnist saman á annarri hlið hringsins og stórt autt svæði myndist hinum megin. Öflug lægð sem kemur inn yfir ísþekju sem liggur á þennan hátt getur nú dreift mjög úr ísnum og nú út á svæði sem fengið hefur að hlýna í friði í sólinni.
Gróflega má segja að efri myndin sýni stöðu núlíðandi sumars. Ísþekjan er meiri en undanfarin ár - hún hefur gisnað í sumar - en stór íslaus svæði hafa látið á sér standa og eru þar með að missa af sumarsólinni. Bráðnun gæti þó staðið í fáeinar vikur til viðbótar.
Þótt þetta sé gróflega einfaldað er huglíkanið vonandi gagnlegt. En lítum líka til suðurhvels jarðar. Þar er staðan mjög ólík þeirri á norðurhveli. Land umlykur suðurskautið og í kringum það er opið haf allan hringinn. Á norðurhveli umlykur land haf í kringum skautið.
Suðurskautslandið er neðst á myndinni - ljósblátt. Norðan við það er vindur af austri og leitast við að ýta ís upp að ströndinni. Þar þjappast hann saman. Úti fyrir ríkir vestanáttin. Vindáttir eru því andhverfar og leitast við að flytja ís sín til hvorrar áttarinnar, austanáttin næst landi þjappar - en vestanáttin dreifir úr. Við Suðurskautslandið austanvert er þjöppunarsvæðið mjótt en breiðara við vesturhlutann.
Á sumrin bráðnar nær allur hafísinn - síst þó þar sem þjöppunarsvæðið er breiðast á vesturhelmingi strandarinnar. Þegar haustar byrjar ís að myndast næst landi en síðan úti við straumamótin. Ís sem þar myndast flyst hratt til norðurs og nýjar vakir myndast stöðugt. Þær frjósa þannig koll af kolli. Yfir háveturinn er ísmyndunin það mikil að hún gengur langt norður fyrir straumamótin, en nær aldrei norður í meginkjarna vestanstraumsins mikla sem hringar sig um jörðina, knúinn af æðisgengnum vestanvindi. En ísinn bráðnar og verður að köldu vatni sem vindurinn dregur einnig til norðurs.
Þegar komið er svo langt norður að draga tekur úr vestanáttinni kemur að því að norðurdrátturinn minnkar. Þar verða því til samstreymisskil í sjónum sem hindra frekari útbreiðslu norður á bóginn.
Öll er þessi mynd sem dregin er upp hér einfölduð mjög og einungis ætluð til að auðvelda mönnum fyrstu áttun í umræðunni.
Landaskipan heldur mjög að ísreki á norðurslóðum - ísinn gengur ekkert upp á láglendi Síberíu. Berings- og Okhotskhöf eru innhöf úr Kyrrahafinu, lítill ís myndast utan þeirra í Kyrrahafinu. Hafsvæðin við Nýfundnaland, Ísland og sunnan Svalbarða eru opnari - þar nær ísinn að litlum hluta inn í vestanvindabeltið nyrðra. Norðurjaðar suðurhafsíssins hefur ekkert aðhald frá landi, útbreiðsla hans ræðst af flóknu samspili vinds og sjávarstrauma.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þennan fróðleik.
Höskuldur Búi Jónsson, 13.8.2013 kl. 08:26
Hér ber nýrra við. Starfsmaður Véfréttastofu Íslands ritar lærðan pistil um ísrek í suðurhöfum og ritstjóri loftslag.is þakkar fróðleikinn :)
Og hver er svo niðurstaðan?: "Mælingar hafa sýnt að vindur hefur mikil áhrif á ísrek..."(sic)
En bíddu Trausti, "orðaskiptin" snérust ekki um ísrek heldur spurninguna um hvernig unnt er að skýra staðfesta aukningu á hafísmagni í suðurhöfum.
Hvernig væri nú að nálgast viðfangsefnið af vísindalegri nákvæmni?
Mælingar staðfesta að aukin bráðnun hafíss í norðurhöfum stafar ekki af auknum lofthita heldur vegna aukins magns hlýsjávarstrauma úr Atlantshafi og Kyrrahafi.
Auknu magni hlýsjávarstrauma er ekki til að dreifa í Suðurhöfum - og sannarlega ekki auknum lofthita. Afleiðingin er sú að að hafísmagn hefur aukist um 1,9% á áratug frá 1985.
Ef kenningar kolefniskirkjunnar hringja einhverjum bjöllum þá ættu þær að sýna síg í verki í suðurhöfum - en svo er nú aldeilis ekki.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 11:06
Já, og Hilmar; svo má til að taka í hnakkadrambið líka á þessu liði sem aðhyllist þróunarkenninguna, Darwinistana.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 17:28
Ég er ekki viss um það Þorkell Guðbrands. Ég trúi því t.a.m. fullkomlega að þú sért kominn af öpum . . . ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 18:09
Hilmar. Það er nú fullmikið af því góða að kalla gagnfræðaskólaefni í landafræði lærðan pistil. Auk þess voru veðurfarsbreytingar ekkert til umræðu - það er alla vega djúpt á þeirri véfréttartúlkun - hvað svo sem má segja um framhaldspistla. En öll erum við komin úr apalíki og lendum víst í þeim ham aftur bara nokkuð fljótlega sýnist mér - eins gott að halda sig í skotgröfunum.
Trausti Jónsson, 14.8.2013 kl. 00:18
"En öll erum við komin úr apalíki og lendum víst í þeim ham aftur bara nokkuð fljótlega sýnist mér..."(sic)
Trausti. "Planet of the Apes" er ómerkileg Hollywoodkvikmynd - miklu verri en 2Guns. Hún er sem betur fer ekki byggð á vísindalegum staðreyndum. :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.