Eitt stykki hraðfara hæðarhryggur - síðan löööng lægð

Vesturloftið, frá Reykjavík séð, hreinsaðist alveg niður að sjóndeildarhring undir kvöld (sunnudags 11. ágúst). Nú er hraðfara hæðarhryggur að fara yfir og má sjá hann á korti hirlam-líkansins hér að neðan en það gildir kl. 18 á mánudag.

w-blogg120813a

Jafnþrýstilínur eru svartar og heildregnar, litaðar strikalínur sýna hita í 850 hPa (í um 1500 metra hæð) og lituðu svæðin sýna úrkomumagn næstliðnar 6 klukkustundir. Hér er miðja hryggjarins yfir landinu og farið að anda af suðvestri vestanlands. Með suðvestanáttinni dregur fljótt upp súldarbakka inn á landið. Alvöruúrkomusvæði fer síðan yfir á aðfaranótt þriðjudags.

Lægðin suðvestan við Grænland hreyfist hins vegar hægt til austurs - hún er hluti af nokkuð langri háloftabylgju sem á að ráða veðri hér á landi í nokkra daga - með veðurdeyfð mikilli um landið sunnan- og vestanvert. Ekki gott að segja hvenær léttir aftur almennilega til því lægðarbeygja verður ríkjandi í háloftunum yfir landinu eins langt og spár sjá - að slepptum mánudeginum. Munum þó að spám skeikar oft svo um munar. Nyrðra og eystra verða þurru kaflarnir snöggtum lengri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband