Köld vika framundan?

Heldur er hann kaldur ţessa dagana. Ţegar ţetta er skrifađ á sunnudagskvöldi 4. ágúst er hiti ekki langt ofan viđ frostmark víđa á hálendinu og ţótt kuldinn mildist ugglaust eitthvađ um miđja vikuna er ekki ađ sjá nein hlýindi framundan.

Landshámarkshitinn komst samt í 20,5 stig í Skaftafelli í dag - ţannig ađ ţetta er ekki alslćmt. Hitavísarnir tveir sem hungurdiskar vitna oft til (mćttishiti í 850 hPa fletinum og 500/1000 hPa ţykkt) gefa til kynna ađ líklegur landshámarkshiti mánudags verđi 3 til 4 stigum lćgri heldur en í dag. Stađbundnar ađstćđur raska ţó stundum spám af ţessu tagi og ţćr má ekki taka of alvarlega. - En veđur er alla vega kólnandi fram á ađfaranótt ţriđjudags - en eftir ţađ telja reiknimiđstöđvar ađ lítillega hlýni aftur.

Hér var fyrir fáeinum dögum minnst á ađ dćgurlágmarkshitamet fyrir byggđir landsins hafi veriđ slegiđ ađfaranótt ţess 1. ţegar frostiđ fór í -2,4 stig á Brúsastöđum í Vatnsdal.

Viđ lítum nú á töflu. Fyrstu tveir dálkarnir eiga viđ mánuđ (ágúst) og dag en síđan koma fjórir talnadálkar sem merktir eru međ bókstöfunum a til d. Dálkurinn sem merktur er a sýnir lćgsta hita sem mćlst hefur í byggđ viđkomandi ágústdag og b lćgsta hita landsins ađ međtöldu hálendinu. Gögnin ađ baki ţessum tveimur dálkum ná bćđi til sjálfvirkra og mannađra stöđva. Hér sjáum viđ ađ ađfaranótt ţess 5. liggur best viđ nýju meti, mesta frost sem mćlst hefur ţá nótt er -1,6 stig en meira frost hefur mćlst ađra daga.

mándagur abcd
81-2,4-2,514,615,5
82-3,0-3,014,617,5
83-2,7-2,715,016,1
84-2,7-2,714,417,5
85-1,6-1,613,515,7
86-3,0-3,013,115,8
87-2,6-2,813,715,0
88-2,0-2,512,114,5
89-2,5-2,513,815,3
810-4,5-6,513,814,8
811-4,4-4,412,815,2

Síđari dálkarnir tveir sýna hins vegar lćgsta landshámarkshita ţessa sömu daga. Fyrri dálkurinn, sá sem merktur er međ bókstafnum c, nćr til mannađra stöđva aftur til 1949 (ađeins ţó skeytastöđvar fyrir 1961). Viđ sjáum ađ allt undir 15 stigum er óvenjulegt. Síđari dálkurinn (merktur d) sýnir lćgsta landshámark hvers dags á sjálfvirkum stöđvum. Eđlilegt er ađ bera tölurnar ţar saman viđ ţćr hámarkshitatölur sem daglega má fylgjast međ á vef Veđurstofunnar. Hér sést ađ allt undir 16 stigum er óvenjulegt.

Hver skyldu landslágmörk og landshámörk verđa nćstu daga?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 1969
  • Frá upphafi: 2412633

Annađ

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband