Fimm stig í viðbót

Um helgina kólnaði loftið yfir landinu um fimm stig - í kvöld (þriðjudag) og nótt er það að kólna um fimm til viðbótar. Snjóa mun á háfjöllum um landið norðaustanvert aðra nótt. Kortið að neðan gildir kl. 6 að morgni fimmtudags 1. ágúst.

w-blogg310713a

Jafnþykktarlínur eru heildregnar og svartar. Hiti í 850 hPa er sýndur með litum. Kvarðinn sést betur sé myndin stækkuð. Innsta jafnþykktarlínan í kuldapollinum er 5360 metrar. Það er óþægilega lágt, 240 metrum lægra heldur en þykktin var í síðustu viku. Loftið í neðri hluta veðrahvolfs yfir landinu er 12 stigum kaldara en þá var. Auðvitað hlýnar vel í sólinni sunnan undir vegg á daginn en heldur kalt verður að næturlagi. Þar sem er skýjað er dægursveiflan mun minni - en þakka má fyrir 10 stiga hámarkshita fyrir norðan.  

En eftir fimmtudaginn mun hitinn eiga að þokast upp á við aftur - en ekki er að sjá hlýindi á næstunni sé að marka spár reiknimiðstöðva.

Þrátt fyrir kólnandi veður tókst nokkrum veðurstöðvum að ná hæsta hita ársins í dag. Skrauthólar og Geldinganes voru þar á meðal ásamt Vestmannaeyjastöðvunum og Þykkvabæ, Stórhöfði komst í 15 stig. Lista má finna í viðhenginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband