Þrumuveðrin

Í dag (sunnudag) og í gær gerði mikil þrumuveður á landinu. Bæði snemma og síðan síðdegis. Óvenjumargar eldingar komu fram á mælitækjum. Á vef Veðurstofunnar eru þessar mælingar settar fram á myndrænu formi. Við lítum á tvær myndir.

Sú fyrri sýnir eldingatalningu breska ADT-netsins en það mælir eldingar og staðsetur þær. Ein mælistöð er á Keflavíkurflugvelli. Lesa má um kerfið á vef Veðurstofunnar.

w-blogg290713a

Rauðu súlurnar sýna fjölda eldinga við Ísland á klukkustundarfresti undanfarna viku. Við sjáum að eldinga varð vart á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, en síðan ekki fyrr en síðdegis á laugardag. Fyrri þrjá dagana var langmest um að vera á Kili síðdegis á þriðjudag þegar um 40 eldingar mældust á einni klukkustund.

Laugardagsþrumuveðrið var mun efnismeira, meir en 100 eldingar mældust á klukkustund þegar mest var. Eftir mælingum að dæma var það öflugast á svæðinu suðvestur af Hofsjökli. Snemma á sunnudagsmorgni gerði talsvert þrumuveður í Borgarfirði og vestur um Mýrar en meginþrumuveður dagsins urðu þó síðdegis. Um kl. 17 mældist fjöldinn um 250 á klukkustund. Eftir mælingum að dæma voru klasarnir þrír og má sjá þá á myndinni hér að neðan. Hún er fengin af vef Veðurstofunnar.

w-blogg290713b

Grænu litirnir sýna morgunþrumuveðrið en þeir gulbrúnu veðrin síðdegis. En hver er svo ástæðan?

Í grunninn er hún ekki svo flókin. Rakt loft kom úr suðaustri, varð svo óstöðugt yfir landinu að það snerti veðrahvörfin og hellti þar með úr sér uppstreymisskolpinu í stríðum straumum. Þessi eina setning svarar ekki miklu, en ritstjórinn veigrar sér við að fara út í nánari útlistun og biðst velvirðingar á því. Ástæðan er fyrst og fremst sú staðreynd að klukkan er orðin margt og það er vinna í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 54
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 1849
  • Frá upphafi: 2412869

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1646
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband