Hæsti hiti ársins - til þessa

Í dag (þriðjudaginn 9. júlí) komst hiti í 24,0 stig á sjálfvirku stöðinni á Torfum í Eyjafirði og hefur hvergi orðið hærri á landinu það sem af er þessu ári. Um þetta og fleira má lesa í pistli nimbusar í dag. Það verður ekki endurtekið hér.

Í viðhenginu má hins vegar finna lista um hæsta hita ársins (það sem af er) á öllum sjálfvirkum veðurstöðvum landsins. Þar sést meðal annars að dagurinn í dag var sá hlýjasti á mestöllu Norðurlandi sem og víða austanlands. Smáblettir á norðausturhorninu og á Austfjörðum sitja þó eftir - með hæstan hita snemma í júní. Suðvestanlands eru dagar í kringum 10. júní einnig enn þeir hlýjustu.

Hiti hefur nú náð 10 stigum á öllum stöðvum landsins, í dag komst hitinn á Þverfjalli vestra í 10,9 stig. Það er lægsti hámarkshiti stöðvar það sem af er. Enn hefur hiti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum ekki komist hærra en 12,3 stig - en sú tala hefur reyndar birst oftar en einu sinni (sjá viðhengið).

Í viðhenginu er einnig listi yfir hæsta hita á landinu hvern dag það sem af er ári á almennum sjálfvirkum stöðvum. Þar má m.a. sjá að tuttugustigadagar eru enn mjög fáir.

Morgundagurinn (miðvikudagur 10. júlí) gæti orðið góður víða norðan- og austanlands og jafnvel gert betur en dagurinn í dag. Því má búast við því að listinn í viðhenginu verði þá þegar úreltur. Fimmtudagur á enn möguleika á góðum árangri á Austurlandi - en síðan er það búið í bili og við tekur kuldi - jafnvel ískyggilegur (vonandi eru spár rangar).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"... en síðan er það búið í bili og við tekur kuldi - jafnvel ískyggilegur"(sic)

Getur það verið Trausti? Í júlímánuði?

Hvernig væri að upplýsa Akureyringa um veðurhorfur 15. og 16. júlí nk? 3°C yfir hádaginn og auðvitað rok og rigning, eins og reyndar í Reykjavík, eins langt og lengstu spár eygja.

Er óðahlýnunin einungis bundin við Veðurstofu Íslands?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 15:21

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Óðahlýnun mun vonandi aldrei eiga sér stað - nema í flimtingum - enda heimsendir skammt undan ef hún skylli á í raunheimum. Hungurdiskar fjalla venjulega ekki að ráði um spár meir en 2 til 3 daga fram í tímann - þannig að akureyrarkuldinn verður enn að bíða síns tíma. 

Trausti Jónsson, 11.7.2013 kl. 00:43

3 identicon

Kærar þakkir fyrir athyglisvert svar Trausti. Má skilja það þannig að kolefnistrúin fari dvínandi hjá sérfræðingum í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands?

Vil í þessu sambandi minna þig góðfúslega á opinbera trúarjátningu Veðurstofu Íslands í loftslagsmálum sem finna má á vedur.is > Loftslag > Líklegar breytingar á Íslandi:

"Líklegast er að hlýnun við Ísland á næstu áratugum verði rúmlega 0,2 °C á áratug og um miðja öldina hafi hlýnað um 1°C, miðað við núverandi meðalhita (mynd 5). Eins og gefur að skilja eru nokkur óvissumörk á þessu mati, en líklegast verður hlýnunin á bilinu 0 til 2 °C."(sic)

Þetta virðist ritað 1998. Því vil ég, af gefnu tilefni, spyrja þig: Hefur meðalhiti á Íslandi aukist um 0,3°C frá 1998? Hefur meðalhiti á Íslandi hækkað eitthvað á síðustu 15 árum?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 530
  • Sl. sólarhring: 706
  • Sl. viku: 2325
  • Frá upphafi: 2413345

Annað

  • Innlit í dag: 496
  • Innlit sl. viku: 2096
  • Gestir í dag: 490
  • IP-tölur í dag: 479

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband