Enn af sýndarsnjónum

Nú er rúm vika síðan síðasti sýndarsnjórinn hvarf úr Esjunni. Við höfum áður fjallað um sýndarsnjóinn í harmonie-veðurlíkaninu hann fellur þar geymist um hríð og bráðnar síðan rétt eins og í raunheimum.

Sýndarsnjórinn fór að safnast á jökla og fjöll strax í september síðastliðið haust og hefur þar lifað af veturinn. Sá raunverulegi hefur gert það líka og mesta furða er hversu vel heimarnir hafa fylgst að.

Enn eru stórir skaflar í Esjunni - en líkanesjan veit ekkert af giljum og dældum og reyndar ekki skafrenning heldur. Við lítum á kort dagsins.

w-blogg020713a

Kortið batnar lítillega við stækkun og ættu tölurnar þá að sjást sæmilega. Mælieiningin fyrir magn snævar er kíló á fermetra. Minnstu greinanlegu fletir eru 2,5 km ferningar - ekki fjarri 6 ferkílómetrum. Menn geta dundað sér við að reikna út hversu mikið vatn felst á bakvið töluna 1. Snjódýptar er ekki getið - til að reikna hana út þurfum við að vita eðlismassa snævarins.

Mestur er snjórinn á Öræfajökli, hæsta talan er 9419 kg á fermetra, tæp 10 tonn. Síðan kemur Mýrdalsjökull með 9025 kg á fermetra. Talsverður snjór er enn utan jökla á háfjöllum á Norður- og Austurlandi. Smjörfjöll sunnan Vopnafjarðar vekja sérstaka athygli með yfir 3 tonn á fermetra þar sem mest er.

Þessa daga er kalt í veðri og snjóbráðnun hæg ef skýjað er. Meira að segja bætir lítilsháttar í snjóinn á háfjöllum Tröllaskaga og á norðanverðum jöklunum - sé að marka líkanið. Við bíðum spennt eftir því hversu mikill sýndarsnjór verður eftir í lok sumars. Þá verður líklega byrjað aftur á núlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 124
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 1089
  • Frá upphafi: 2420973

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 963
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband