27.5.2013 | 00:38
Láta bíða eftir sér (hlýindin)
Á síðustu árum hefur verið venjan að hiti komist í 20 stig einhvers staðar á landinu fyrir lok maímánaðar. Nú eru að vísu fimm dagar eftir af mánuðinum en enn bólar ekkert á svo háum hita í tölvuspám. Við getum samt vonað að þær bregðist. Það hefur ekki gerst síðan 1999 að hiti á landinu hafi ekki náð 19 stigum á þessum tíma. Þá var hæsti hiti fyrstu fimm mánaða ársins 18,1 stig. Jafn og nú. Fyrir þann tíma voru hitamælistöðvar mun færri heldur en nú er og líkur á háum tölum minni ár hvert.
Í maílok 1994 var hæsti hiti ársins til þessa tíma 17,2 stig. Við huggum okkur við það að í maílok 1979 hafði hitinn hvergi náð 15 stigum á landinu - við erum ekki að lenda í því að þessu sinni.
Þetta er þó ekki þannig að einhver skortur sé á hlýju lofti á norðurhveli - það er bara ekki hér.
Myndin sýnir megnið af norðurhveli jarðar norðan við 30. breiddarstig. Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Því þéttari sem þær eru því meiri er vindur, hann blæs samsíða línunum. Litafletir sýna þykktina, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Kvarðinn (sýnir dekametra) batnar mjög sé kortið stækkað. Mörkin á milli grænu og gulu svæðanna er við 5460 metra. Líkur á 20 stiga einhvers staðar á landinu aukast mjög sé þeirri þykkt náð. Mörkin á milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra. Minni þykkt en það eykur mjög líkur á næturfrostum.
Við erum sum sé í grænu litunum. Það er ekki slæmt - en gæti samt verið betra. En við sjáum að það er aðeins á tveimur svæðum þar sem gulir og brúnir litir ná norður fyrir 60. breiddarstig. Það er yfir Skandinavíu - þar halda hlýindin áfram og yfir Alaska - þar sem var svo hræðilega kalt fyrir viku. Það er á fréttum að skilja að hitinn i Fairbanks hafi komist í 25 stig í dag.
Ekki eiga að verða miklar breytingar á þessu. Okkar hitavonir felast einkum í tvennu. Annars vegar þeim möguleika að hlýindin yfir Skandinavíu hellist til vesturs. Það gerist oft í ámóta stöðu og var talið líklegt fyrir nokkrum dögum - en, nei, varla verður úr því. Hinn möguleikinn fellst í hæðarhryggnum hlýja suður í hafi. Fyrir tveimur dögum sögðu spár að hann myndi teygjast norður til Íslands með miklum og góðum hlýindum - en, nei, varla verður úr því.
Það er því útlit fyrir að við verðum áfram í græna litnum og þökkum í sjálfu sér fyrir það. Stöku sinnum getur austanáttin orðið furðuhlý hér suðvestanlands við til þess að gera lága þykkt. En fyrst þarf að hreinsa núverandi (sunnudagskvöld) norðaustanloft frá landinu.
Aðalkuldapollurinn er við norðurskautið, ansi krappur og kaldur en hreyfist mjög lítið næstu daga þannig að við getum verið áhyggjulítil gagnvart stórhretum að sinni. Á myndinni er kuldapollurinn yfir Evrópu að endurnýjast - græni liturinn er þar boðberi kulda og rigninga á þessum tíma árs.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 44
- Sl. sólarhring: 238
- Sl. viku: 2342
- Frá upphafi: 2414006
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 2155
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er þessi tíð ekki dæmigerður fyrirboði þess að sumarið verði svalt og sólarlítið?
Sporin hræða amk. þegar þessi ár sem þú nefnir er höfðu til hliðsjónar.
Þannig hefur það nefnilega verið að á eftir köldu vori kemur oftast kalt sumar.
Ekkert bendir heldur til þess að það fari hlýnandi næstu 14 dagana skv. langtímaspám.
Nú sem stendur er ekkert sem minnir okkur á að eftir nokkra daga sé að koma júní, tíðin núna líkist meira tíðinni í miðjum október; svalt, sólarlítið, hvöss norðanátt og Esjan hvít niður í miðjar hlíðar.
Í raun var veðrið betra hér á landi í vetur, hvort sem við nefnum desember, seinnihluta janúar, eða sl. febrúar.
Ennfremur má benda á það að kalt hefur verið í Alaska og á vesturstönd Bandaríkjanna, sem og í Vestur-Evrópu allt suður á Íberíu-skaga, svo norðurhvel Jarðar er orðið ansi svalt. Er farið að kólna á Jörðinni?
Ég er því ansi hræddur um að loftið hér á norðurhveli sé orðið svo kalt eftir þessa langvarandi kuldatíð, að sumarið hér á landi verði eitt það svalasta og sólarminsta í áratugi, minni svona meira á sumarið 1981 og 1983 eða jafnvel 1979.
Björn J. (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 11:23
Björn. Það er reyndar nokkuð langt síðan ég hef litið á samband vor- og sumarhita. Ég geri það á næstunni. Annars hefur ekki verið neinn sérstakur kuldi - nema kuldakastið um mánaðamótin. En hlýir dagar hafa varla látið sjá sig. Það er ekkert enn sem bendir til þess að það sé farið að kólna á jörðinni. Við vonum enn að sumarið verði sem best.
Trausti Jónsson, 28.5.2013 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.